Erlent

Upp­reisnar­her­sveitir sagðar hafa náð þremur héruðum í Norður-Afgan­istan

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Uppreisnarhersveitir eru sagðar hafa náð yfirráðum í þremur héruðum í norðurhluta Afganistan.
Uppreisnarhersveitir eru sagðar hafa náð yfirráðum í þremur héruðum í norðurhluta Afganistan. Getty/Haroon Sabawoon

Uppreisnarhersveitir, sem berjast nú gegn Talibönum, segjast hafa náð þremur héruðum í norðurhluta Afganistan á vald sitt. Héruðin eru nærri Panjshir dalnum þar sem stjórnarhermenn og aðrar hersveitir sem eftir eru í landinu hafa safnast saman. 

Bismillah Mohammadi, varnarmálaráðherra fallinnar stjórnar Afganistan, greindi frá þessu í tísti fyrr í dag. Þar segir hann að héruðin Deh Saleh, Bano og Pul-Hesar séu ekki lengur á valdi Talibana. Fréttastofa Reuters greinir frá. 

Ekki er fullljóst hvaða hersveitir það eru sem náðu héruðunum á sitt vald, en svo mikið er víst að þær berjast gegn Talibönum. Fregnirnar vekja eflaust von hjá einhverjum eftir að Talibanar náðu Afganistan aftur á vald sitt á rétt rúmri viku.

Staðarmiðillin Tolo News hafði eftir lögreglustjóra á svæðinu að Bano svæðið í Baghlan héraði sé nú undir stjórn uppreisnarhersveita og að fjöldi hafi fallið í áttökum við Talibana. Talibanar hafa ekki tjáð sig um þetta. 

Amrullah Saleh, fyrrverandi varaforseti Afganistan, og Ahmad Massoud, sonur Mujahideen leiðtogans Ahmad Shah Massoud, sem barðist gegn Sovétmönnum á sínum tíma, hafa þá heitið því að þeir muni berjast gegn Talibönum. Þeir muni hefja verkið í Panjshir. 

Samkvæmt frétt Reuters hafa sex þúsund hermenn hafi safnast saman í Panjshir-dalnum. Hermennirnir eru margir hverjir fyrrverandi sérsveitarmenn eða meðlimir uppreisnarhópa. Þá eru þeir sagðir hafa einhverjar þyrlur og önnur hernaðarfarartæki á sínum snærum. Sveitunum hafi jafnframt tekist að gera við skriðdreka og önnur farartæki sem Sovétmenn skildu eftir. -


Tengdar fréttir

Þrettán ríki hafa sam­þykkt að taka við af­gönsku flótta­fólki

Þrettán ríki hafa, að sögn utanríkisráðherra Bandaríkjanna, samþykkt að taka við afgönsku flóttafólki. Ísland er ekki meðal þeirra ríkja enn, en ríkisstjórninni hafa borist tillögur flóttamannanefndar um móttöku flóttafólks frá Afganistan hér á landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×