Verkalýðurinn Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar 21. ágúst 2021 18:30 Hver er hinn Íslenski verkalýður? Hver má vinna fyrir verkalýðinn og þegar verkalýðsbarátta er háð, hverjir tilheyra þá baráttunni? Nú þegar framboðslistar stjórnmálaflokka birtast hver á fætur öðrum vegna Alþingiskosninga þann 25. september næstkomandi veltir fólk því eðlilega fyrir sér hverjir skipa þá lista, hvaða reynslu þeir hafa, bakgrunn og hvaða stétt þeir tilheyra. Í því samhengi þykir mér áhugavert að skoða þetta út frá hvaða stétt fólk tilheyrir og hvort það megi kalla það verkalýð. Það hefur verið ákall eftir málsvara verkamanna á framboðslistum og er undirritaður einn af þeim. Það er þarfur og nauðsynlegur málsvari inn á Alþingi okkar Íslendinga. En þá vaknar þessi spurning, hver er hinn Íslenski verkalýður? Að tilheyra verkalýðnum er ekki bara að vera ómenntaður og vinna líkamlega vinnu við það að grafa skurði. Að tilheyra verkalýðnum er svo miklu miklu djúpstæðari pæling. Kennarar eru verkalýður, þeir vinna vanþakklátt starf á launum sem er vart hægt að hrópa húrra fyrir. Hjúkrunarfræðingar eru verkalýður, korter í að brenna út vegna álags í okkar rjúkandi brunarúst af heilbrigðiskerfi en sjá ekki leið út, vegna þess að án þess að vinna ómanneskjulega mikið og undir álagi ná þeir oft ekki endum saman. Ég tek þessi dæmi um tvö háskólamenntuð störf til þess að sýna fram á breiddina. Verkalýðurinn er líka ræstingarfólkið, bifvélavirkjarnir, smiðirnir, o.s.frv. En hver má þá vinna fyrir verkalýðinn? Það er þekkt stef að tala um að barátta verkalýðshreyfingarinnar í gegnum árin hafi m.a. verið til þess að veita fólki tækifæri og rétt til þess að mennta sig. Það er léleg afsökun fyrir skorti á öðrum en hámenntuðum í baráttunni. Barátta verkalýðshreyfingarinnar í gegnum árin fyrir rétti okkar og tækifærum til menntunar á ekki að vera ástæða þess að verkamenn tæplega sjást í framboði í dag. Þingmenn eiga t.d. að vinna fyrir verkalýðinn, en mikill meirihluti þingheims er hámenntaður og það að ekki sé að finna fleiri iðnmenntaða, ómenntaða eða sjálflærða í þeim hóp er ekki vegna þess að baráttan í gegnum tíðina hefur verið fyrir rétti og tækifærum fólks til að mennta sig, heldur vegna þess að stjórnmálaflokkar hafa kerfislægt útilokað þetta fólk frá nokkrum frama eða tækifærum. Hverjir tilheyra baráttunni? Við tilheyrum öll baráttunni. Baráttan fyrir bættum kjörum lýðsins er okkur öllum mikilvæg og nauðsynleg. Hámenntaðir og ómenntaðir. Innfæddir og innflytjendur. Í ábyrgðarstöðum og ábyrgðarlausum. Af öllum kynjum. Þetta snýst um að gefa okkur öllum færi á að vinna fyrir bættum kjörum. Menntun þín á ekki sjálfkrafa að gera þig marktækari eða merkilegri í umræðunni, hvað þá sem kandídat á alþingi. Ég er ekki og verð aldrei talsmaður þess að menntun eigi að gera þig hæfari eða óhæfari til þess að gegna ábyrgðarstöðum eins og að sitja á Alþingi Íslendinga. En það sem ég mun aftur á móti alltaf vera talsmaður fyrir er að við tökum ómenntaða manninn alvarlega, rétt eins og þann hámenntaða. Gefum öllum tækifæri og vinnum að sannarlegum fjölbreytileika. Aðeins þegar því er náð náum við sannarlega bættum kjörum lýðsins. Höfundur starfar innan Verkalýðshreyfingarinnar og skipar 3.sæti á J-lista Sósíalistaflokks Íslands í Suðurkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sósíalistaflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Suðurkjördæmi Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Sjá meira
Hver er hinn Íslenski verkalýður? Hver má vinna fyrir verkalýðinn og þegar verkalýðsbarátta er háð, hverjir tilheyra þá baráttunni? Nú þegar framboðslistar stjórnmálaflokka birtast hver á fætur öðrum vegna Alþingiskosninga þann 25. september næstkomandi veltir fólk því eðlilega fyrir sér hverjir skipa þá lista, hvaða reynslu þeir hafa, bakgrunn og hvaða stétt þeir tilheyra. Í því samhengi þykir mér áhugavert að skoða þetta út frá hvaða stétt fólk tilheyrir og hvort það megi kalla það verkalýð. Það hefur verið ákall eftir málsvara verkamanna á framboðslistum og er undirritaður einn af þeim. Það er þarfur og nauðsynlegur málsvari inn á Alþingi okkar Íslendinga. En þá vaknar þessi spurning, hver er hinn Íslenski verkalýður? Að tilheyra verkalýðnum er ekki bara að vera ómenntaður og vinna líkamlega vinnu við það að grafa skurði. Að tilheyra verkalýðnum er svo miklu miklu djúpstæðari pæling. Kennarar eru verkalýður, þeir vinna vanþakklátt starf á launum sem er vart hægt að hrópa húrra fyrir. Hjúkrunarfræðingar eru verkalýður, korter í að brenna út vegna álags í okkar rjúkandi brunarúst af heilbrigðiskerfi en sjá ekki leið út, vegna þess að án þess að vinna ómanneskjulega mikið og undir álagi ná þeir oft ekki endum saman. Ég tek þessi dæmi um tvö háskólamenntuð störf til þess að sýna fram á breiddina. Verkalýðurinn er líka ræstingarfólkið, bifvélavirkjarnir, smiðirnir, o.s.frv. En hver má þá vinna fyrir verkalýðinn? Það er þekkt stef að tala um að barátta verkalýðshreyfingarinnar í gegnum árin hafi m.a. verið til þess að veita fólki tækifæri og rétt til þess að mennta sig. Það er léleg afsökun fyrir skorti á öðrum en hámenntuðum í baráttunni. Barátta verkalýðshreyfingarinnar í gegnum árin fyrir rétti okkar og tækifærum til menntunar á ekki að vera ástæða þess að verkamenn tæplega sjást í framboði í dag. Þingmenn eiga t.d. að vinna fyrir verkalýðinn, en mikill meirihluti þingheims er hámenntaður og það að ekki sé að finna fleiri iðnmenntaða, ómenntaða eða sjálflærða í þeim hóp er ekki vegna þess að baráttan í gegnum tíðina hefur verið fyrir rétti og tækifærum fólks til að mennta sig, heldur vegna þess að stjórnmálaflokkar hafa kerfislægt útilokað þetta fólk frá nokkrum frama eða tækifærum. Hverjir tilheyra baráttunni? Við tilheyrum öll baráttunni. Baráttan fyrir bættum kjörum lýðsins er okkur öllum mikilvæg og nauðsynleg. Hámenntaðir og ómenntaðir. Innfæddir og innflytjendur. Í ábyrgðarstöðum og ábyrgðarlausum. Af öllum kynjum. Þetta snýst um að gefa okkur öllum færi á að vinna fyrir bættum kjörum. Menntun þín á ekki sjálfkrafa að gera þig marktækari eða merkilegri í umræðunni, hvað þá sem kandídat á alþingi. Ég er ekki og verð aldrei talsmaður þess að menntun eigi að gera þig hæfari eða óhæfari til þess að gegna ábyrgðarstöðum eins og að sitja á Alþingi Íslendinga. En það sem ég mun aftur á móti alltaf vera talsmaður fyrir er að við tökum ómenntaða manninn alvarlega, rétt eins og þann hámenntaða. Gefum öllum tækifæri og vinnum að sannarlegum fjölbreytileika. Aðeins þegar því er náð náum við sannarlega bættum kjörum lýðsins. Höfundur starfar innan Verkalýðshreyfingarinnar og skipar 3.sæti á J-lista Sósíalistaflokks Íslands í Suðurkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar.
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar