Grátleg byrjun hjá Sveini Aroni í Íslendingaslag - tap hjá Norrköping Valur Páll Eiríksson skrifar 22. ágúst 2021 15:20 Sveinn Aron og félagar misstu niður tveggja marka forskot í uppbótartíma gegn Jóni Guðna og félögum. EPA-EFE/CHRISTIAN MERZ Fjórir Íslendingar voru í eldlínunni í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Sveinn Aron Guðjohnsen spilaði sinn fyrsta leik fyrir Elfsborg gerði 2-2 jafntefli við Hammarby og Íslendingalið Norrköping tapaði fyrir Halmstad. Mörk Alexanders Bernhardsson og Jacob Ondrejka veittu Elfsborg 2-0 forystu í leik dagsins og þannig var staðan þegar Sveinn Aron kom inn af bekknum hjá liðinu í sínum fyrsta leik á 85. mínútu. Isländske Sveinn Aron Guðjohnsen, son till tidigare storstjärnan Eiður, hoppar in för Elfsborg! pic.twitter.com/ML7oK2nQbq— discovery+ sport (@dplus_sportSE) August 22, 2021 Elfsborgarar virðast hins vegar hafa hrunið í kjölfarið. Aljosa Matko minnkaði muninn fyrir Hammarby á 91. mínútu og þá jafnaði Abdul Khalil af vítapunktinum á 95. mínútu. Elfsborg missti því tveggja marka forystu niður í uppbótartíma og varð að gera jafntefli sér að góðu. Jón Guðni Fjóluson spilaði allan leikinn fyrir lið Hammarby og fékk gult spjald á 66. mínútu. Hammarby, sem er stýrt af Milos Milojevic, fyrrum þjálfara Víkings, er með 24 stig í 5. sæti, sex stigum frá Elfsborg og AIK sem eru sætunum fyrir ofan. Elfsborg varð af tveimur mikilvægum stigum í toppbaráttunni, en liðið er þremur stigum á eftir toppliðum Djurgarden og Malmö. Khalili kvitterar! Hammarby hämtar upp 0-2 till 2-2 i matchens slutskede! pic.twitter.com/vUOvrXocex— discovery+ sport (@dplus_sportSE) August 22, 2021 Tap hjá Norrköping Ísak Bergmann Jóhannesson og Ari Freyr Skúlason voru báðir í byrjunarliði Norrköping sem heimsótti Halmstad í dag. Halmstad byrjaði betur er Írakinn Amir Al-Ammari kom liðinu í forystu um miðjan fyrri hálfleik og 1-0 var staðan í hálfleik. Ísaki Bergmann var skipt af velli á 63. mínútu en Ganamaðurinn Sadat Karim tvöfaldaði forystu Halmstad skömmu síðar, á 70. mínútu. Samuel Adegbenro frá Nígeríu minnkaði muninn fyrir gestina sjö mínútum síðar en Ara Frey var skipt út af á 84. mínútu er Norrköping freistaði þess að jafna. 2-1! Adegbenro reducerar för IFK Norrköping. Se matchen på https://t.co/U8GJcAsMFu pic.twitter.com/rkdsdJSSwj— discovery+ sport (@dplus_sportSE) August 22, 2021 Það tókst ekki og Halmstad vann 2-1 sigur. Halmstad er í 8. sæti með 20 stig, en Norrköping er með 23 stig í 6. sæti, stigi á eftir Hammarby. Sænski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Fleiri fréttir Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Sjá meira
Mörk Alexanders Bernhardsson og Jacob Ondrejka veittu Elfsborg 2-0 forystu í leik dagsins og þannig var staðan þegar Sveinn Aron kom inn af bekknum hjá liðinu í sínum fyrsta leik á 85. mínútu. Isländske Sveinn Aron Guðjohnsen, son till tidigare storstjärnan Eiður, hoppar in för Elfsborg! pic.twitter.com/ML7oK2nQbq— discovery+ sport (@dplus_sportSE) August 22, 2021 Elfsborgarar virðast hins vegar hafa hrunið í kjölfarið. Aljosa Matko minnkaði muninn fyrir Hammarby á 91. mínútu og þá jafnaði Abdul Khalil af vítapunktinum á 95. mínútu. Elfsborg missti því tveggja marka forystu niður í uppbótartíma og varð að gera jafntefli sér að góðu. Jón Guðni Fjóluson spilaði allan leikinn fyrir lið Hammarby og fékk gult spjald á 66. mínútu. Hammarby, sem er stýrt af Milos Milojevic, fyrrum þjálfara Víkings, er með 24 stig í 5. sæti, sex stigum frá Elfsborg og AIK sem eru sætunum fyrir ofan. Elfsborg varð af tveimur mikilvægum stigum í toppbaráttunni, en liðið er þremur stigum á eftir toppliðum Djurgarden og Malmö. Khalili kvitterar! Hammarby hämtar upp 0-2 till 2-2 i matchens slutskede! pic.twitter.com/vUOvrXocex— discovery+ sport (@dplus_sportSE) August 22, 2021 Tap hjá Norrköping Ísak Bergmann Jóhannesson og Ari Freyr Skúlason voru báðir í byrjunarliði Norrköping sem heimsótti Halmstad í dag. Halmstad byrjaði betur er Írakinn Amir Al-Ammari kom liðinu í forystu um miðjan fyrri hálfleik og 1-0 var staðan í hálfleik. Ísaki Bergmann var skipt af velli á 63. mínútu en Ganamaðurinn Sadat Karim tvöfaldaði forystu Halmstad skömmu síðar, á 70. mínútu. Samuel Adegbenro frá Nígeríu minnkaði muninn fyrir gestina sjö mínútum síðar en Ara Frey var skipt út af á 84. mínútu er Norrköping freistaði þess að jafna. 2-1! Adegbenro reducerar för IFK Norrköping. Se matchen på https://t.co/U8GJcAsMFu pic.twitter.com/rkdsdJSSwj— discovery+ sport (@dplus_sportSE) August 22, 2021 Það tókst ekki og Halmstad vann 2-1 sigur. Halmstad er í 8. sæti með 20 stig, en Norrköping er með 23 stig í 6. sæti, stigi á eftir Hammarby.
Sænski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Fleiri fréttir Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Sjá meira