Finnst koma til greina að ríkið dreifi sjálfsprófum á heimili Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 22. ágúst 2021 23:45 Sigurður Ingi fór í hraðpróf fyrir veislu í gær og ber því fyrirkomulagi vel söguna. facebook/sigurður ingi Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, ber því hraðprófafyrirkomulagi vel söguna sem ríkisstjórnin skoðar hvort hægt sé að taka upp á Íslandi til að leyfa stærri samkomur. Hann mætti í veislu í gær þar sem allir veislugestir voru skimaðir fyrir Covid-19 með hraðprófum áður en þeir fengu að fara inn í veislusalinn. „Það voru allir 50 til 60 gestir með neikvætt svar og voru mjög jákvæðir með það,“ segir Sigurður Ingi í samtali við Vísi. Gestgjafinn bókaði prófin frá einkaaðila sem býður upp á slíka þjónustu á Íslandi. „Þarna fer maður bara í test sem er öruggt og tekið af fagmanneskju. Svo fór maður bara niður og varð að bíða í eitthvað korter eftir niðurstöðunni og fékk svo að fara inn í salinn,“ segir Sigurður Ingi. „Og fyrir vikið voru allir mun öruggari. Maður veit að maður er ekki að smita aðra og að þeir eru í sömu sporum. Það er ákveðið öryggi sem felst í því.“ Hann segir að hraðprófið hafi ekki farið alveg eins langt upp í nef og PCR-prófið og þá hafi ekki þurft að taka sýni úr kokinu heldur úr báðum nösum. Bæði Sigurður Ingi og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hafa greint frá því að ríkisstjórnin sé að skoða leiðir til að létta á bæði samkomutakmörkunum og jafnvel sóttkvíarreglum og gætu hraðprófin hjálpað í þeim efnum. Sjálfspróf hentug fyrir viðkvæmar stofnanir Sigurður Ingi nefnir einnig sjálfspróf sem eru víða í notkun erlendis. Hann sér jafnvel fyrir sér að ríkið gæti dreift slíkum prófum á heimili landsins en slíkt tíðkast í einhverjum Evrópulöndum, til dæmis í Austurríki. Hann segir hraðprófin eðlilega dýrari en sjálfsprófin enda haldi fagaðilar utan um þau. „Í nokkrum löndum hefur ríkisvaldið dreift þessum sjálfsprófum.“ Kemur til greina að gera slíkt hér á landi? „Mér finnst allt koma til greina sem virkar til tempra smitfjöldann og halda eðlilegu samfélagi gangandi. Því hitt er mjög dýrt, að vera með mjög íþyngjandi takmarkanir á samfélaginu og vera með svo mikið álag á spítalanum.“ Það er samt galli á sjálfsprófunum: „Vandinn við þau er að þau eru ekki með svona skráningu eins og til dæmis hraðprófið sem ég var í í gær. Því ef einhver hefði greinst þar hefði það verið skráð og hann þurft að fara í PCR-próf. En í svona sjálfsprófum er það auðvitað undir þér komið að gera það. Hluti af því er að við þurfum að bera meiri ábyrgð á þessu sjálf.“ Hann sér þó fyrir sér hvar sjálfsprófin geta verið gagnleg: „Við getum klárlega verið að beita þessum prófum á viðkvæmum stofnunum; þegar fólk væri að koma inn á spítala, í heimsókn á hjúkrunarheimili eða jafnvel í skólum í byrjun vikunnar. Og svo er klárlega hægt að nota þetta á stærri samkomum ef við verðum með fjöldatakmarkanir til lengri tíma.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Vill að almannavarnir biðji foreldra afsökunar Faðir stúlku á leikskóla, sem lenti í sóttkví eftir að smit kom upp hjá starfsmanni skólans, segir að almannavarnir hafi ranglega sent fullbólusetta foreldra barna skólans í sóttkví. Hann áttaði sig á því í gær að það stangaðist á við leiðbeiningar sóttvarnalæknis og þegar hann benti almannavörnum á það var honum sagt að hann þyrfti aðeins að vera í svokallaðri smitgát. 20. ágúst 2021 23:36 Hraðprófin komi ekki í veg fyrir sóttkví Sóttvarnalæknir segir ekki hafa verið tilefni til að létta á sóttvarnaaðgerðum miðað við fjölda smitaðra og með Landspítalinn á neyðarstigi. Stjórnvöld hafi því ekki haft annað val en að framlengja gildandi ráðstafanir um tvær vikur. 11. ágúst 2021 11:53 Hraðpróf tekin í notkun hér á landi Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu hefur tekið í notkun hraðpróf til greiningar á kórónuveirunni. Prófin eru ekki notuð við einkennasýnatöku heldur eru þau einungis ætluð þeim sem þurfa að sýna fram á neikvæða niðurstöðu úr sýnatöku á landamærum. 23. júní 2021 09:40 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Sjá meira
„Það voru allir 50 til 60 gestir með neikvætt svar og voru mjög jákvæðir með það,“ segir Sigurður Ingi í samtali við Vísi. Gestgjafinn bókaði prófin frá einkaaðila sem býður upp á slíka þjónustu á Íslandi. „Þarna fer maður bara í test sem er öruggt og tekið af fagmanneskju. Svo fór maður bara niður og varð að bíða í eitthvað korter eftir niðurstöðunni og fékk svo að fara inn í salinn,“ segir Sigurður Ingi. „Og fyrir vikið voru allir mun öruggari. Maður veit að maður er ekki að smita aðra og að þeir eru í sömu sporum. Það er ákveðið öryggi sem felst í því.“ Hann segir að hraðprófið hafi ekki farið alveg eins langt upp í nef og PCR-prófið og þá hafi ekki þurft að taka sýni úr kokinu heldur úr báðum nösum. Bæði Sigurður Ingi og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hafa greint frá því að ríkisstjórnin sé að skoða leiðir til að létta á bæði samkomutakmörkunum og jafnvel sóttkvíarreglum og gætu hraðprófin hjálpað í þeim efnum. Sjálfspróf hentug fyrir viðkvæmar stofnanir Sigurður Ingi nefnir einnig sjálfspróf sem eru víða í notkun erlendis. Hann sér jafnvel fyrir sér að ríkið gæti dreift slíkum prófum á heimili landsins en slíkt tíðkast í einhverjum Evrópulöndum, til dæmis í Austurríki. Hann segir hraðprófin eðlilega dýrari en sjálfsprófin enda haldi fagaðilar utan um þau. „Í nokkrum löndum hefur ríkisvaldið dreift þessum sjálfsprófum.“ Kemur til greina að gera slíkt hér á landi? „Mér finnst allt koma til greina sem virkar til tempra smitfjöldann og halda eðlilegu samfélagi gangandi. Því hitt er mjög dýrt, að vera með mjög íþyngjandi takmarkanir á samfélaginu og vera með svo mikið álag á spítalanum.“ Það er samt galli á sjálfsprófunum: „Vandinn við þau er að þau eru ekki með svona skráningu eins og til dæmis hraðprófið sem ég var í í gær. Því ef einhver hefði greinst þar hefði það verið skráð og hann þurft að fara í PCR-próf. En í svona sjálfsprófum er það auðvitað undir þér komið að gera það. Hluti af því er að við þurfum að bera meiri ábyrgð á þessu sjálf.“ Hann sér þó fyrir sér hvar sjálfsprófin geta verið gagnleg: „Við getum klárlega verið að beita þessum prófum á viðkvæmum stofnunum; þegar fólk væri að koma inn á spítala, í heimsókn á hjúkrunarheimili eða jafnvel í skólum í byrjun vikunnar. Og svo er klárlega hægt að nota þetta á stærri samkomum ef við verðum með fjöldatakmarkanir til lengri tíma.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Vill að almannavarnir biðji foreldra afsökunar Faðir stúlku á leikskóla, sem lenti í sóttkví eftir að smit kom upp hjá starfsmanni skólans, segir að almannavarnir hafi ranglega sent fullbólusetta foreldra barna skólans í sóttkví. Hann áttaði sig á því í gær að það stangaðist á við leiðbeiningar sóttvarnalæknis og þegar hann benti almannavörnum á það var honum sagt að hann þyrfti aðeins að vera í svokallaðri smitgát. 20. ágúst 2021 23:36 Hraðprófin komi ekki í veg fyrir sóttkví Sóttvarnalæknir segir ekki hafa verið tilefni til að létta á sóttvarnaaðgerðum miðað við fjölda smitaðra og með Landspítalinn á neyðarstigi. Stjórnvöld hafi því ekki haft annað val en að framlengja gildandi ráðstafanir um tvær vikur. 11. ágúst 2021 11:53 Hraðpróf tekin í notkun hér á landi Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu hefur tekið í notkun hraðpróf til greiningar á kórónuveirunni. Prófin eru ekki notuð við einkennasýnatöku heldur eru þau einungis ætluð þeim sem þurfa að sýna fram á neikvæða niðurstöðu úr sýnatöku á landamærum. 23. júní 2021 09:40 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Sjá meira
Vill að almannavarnir biðji foreldra afsökunar Faðir stúlku á leikskóla, sem lenti í sóttkví eftir að smit kom upp hjá starfsmanni skólans, segir að almannavarnir hafi ranglega sent fullbólusetta foreldra barna skólans í sóttkví. Hann áttaði sig á því í gær að það stangaðist á við leiðbeiningar sóttvarnalæknis og þegar hann benti almannavörnum á það var honum sagt að hann þyrfti aðeins að vera í svokallaðri smitgát. 20. ágúst 2021 23:36
Hraðprófin komi ekki í veg fyrir sóttkví Sóttvarnalæknir segir ekki hafa verið tilefni til að létta á sóttvarnaaðgerðum miðað við fjölda smitaðra og með Landspítalinn á neyðarstigi. Stjórnvöld hafi því ekki haft annað val en að framlengja gildandi ráðstafanir um tvær vikur. 11. ágúst 2021 11:53
Hraðpróf tekin í notkun hér á landi Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu hefur tekið í notkun hraðpróf til greiningar á kórónuveirunni. Prófin eru ekki notuð við einkennasýnatöku heldur eru þau einungis ætluð þeim sem þurfa að sýna fram á neikvæða niðurstöðu úr sýnatöku á landamærum. 23. júní 2021 09:40