Milljónum íbúa allt frá Long Island til suðurhluta New England hefur verið sagt að búa sig undir mikla ölduhæð og flóð, fallin tré og raflínur.
Enn sunnar í Tennessee hefur tuttugu og einn látist í skyndilegum flóðum.
Tuga manna er saknað í nágrenni bæjarins Waverly um 90 kílómetra vestur af Nashville eftir gífurlegar rigningar sem heimamenn segja ekki eiga sér fordæmi.
Vatnsflaumur og fallin risatré hafa eyðilagt hundruð heimila og hrifið með sér bíla og hafa vatnavextirnir einnig valdið skemmdum á brúm og vegum.
