Telja ekki að árásin á þinghúsið hafi verið þaulskipulögð Kjartan Kjartansson skrifar 23. ágúst 2021 10:45 Stuðingsmenn Trump gengu hart fram gegn lögreglumönnum sem reyndu að verja þinghúsið af veikum mætti. Lögreglumennirnir enduðu á aö hörfa undan áhlaupinu og múgurinn braust inn í þinghúsið. Vísir/Getty Fulltrúar bandarísku alríkislögreglunnar segjast hafa fundið fáar vísbendingar um að árás hóps stuðningsmanna Donalds Trump á bandaríska þinghúsið í janúar hafi verið skipulögð til þess að snúa við úrslitum forsetakosninganna í nóvember. Reuters-fréttastofan hefur eftir ónefndum núverandi og fyrrverandi starfsmönnum alríkislögreglunnar FBI að þeir telji ekki að hægriöfgahópar eða þekktir stuðningsmenn Trump hafi stýrt árásinni. Engu að síður voru vopnaðar sveitir manna sem skipulögðu sig fyrir atlöguna, þar á meðal hægriöfgahóparnir Varðmenn eiðsins og Stoltu strákarnir. Þær lögðu á ráðin um að brjótast inn í þinghúsið. Alríkislögreglan telur sig ekki hafa vísbendingarnar um að hóparnir hafi gert áætlanir um hvað skyldi gera þegar inn væri komið. Engu að síður hafa fleiri en 570 manns sem tóku þátt í árásinni verið handteknir til þessa. Fleiri en 170 hafa verið ákærðir fyrir að ráðast á lögreglumenn eða hindra þá í starfi. Þá hafa saksóknarar ákært fjörtíu manns og sakað þá um að hafa skipulagt árásina að einhverju leyti. Einum leiðtoga Stoltu strákanna er gefið að sök að hafa safnað liði og hvatt félaga sína til að sanka að sér skotheldum vestum og öðrum herbúnaði vikurnar fyrir árásina. Daginn sem árásin var gerð hafi leiðtoginn skipað félögum sínum að skipta sér upp í hópa og brjótast inn í þinghúsið á nokkrum stöðum. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá umfjöllun New York Times um hvernig árásin á þinghúsið þróaðist. Hún byggir á fjölda samfélagsmiðlamyndbanda sem stuðningsmenn Trump birtu sjálfir. Þar sést meðal annars hvernig liðsmenn hægriöfgahópa reyndu að beina mannfjöldanum inn í þinghúsið. Lygar um að varaforsetinn gæti hafnað úrslitunum Árásin á þinghúsið var gerð 6. janúar, daginn sem báðar deildir Bandaríkjaþings komu saman til þess að staðfesta úrslit forsetakosninganna sem fóru fram í nóvember. Trump, fráfarandi forseti, hafði þá um margra vikna skeið logið því að stuðningsmönnum sínum að stórfelld kosningasvik hefðu kostað hann sigurinn og að Mike Pence, varaforseti hans, hefði vald til þess að hafna úrslitunum þennan dag. Eftir að Trump hélt ræðu yfir stuðningsmönnum sínum í Washington-borg þar sem hann sagði þeim meðal annars að þeir tækju landið sitt aldrei til baka með veikleika strunsaði stór hluti mannfjöldans að þinghúsinu. Þar safnaðist hópurinn saman og laust honum saman við lögreglumenn sem gættu þinghússins. Fleiri en hundrað lögreglumenn særðust í átökunum sem upphófust en þeim lauk með því að múgurinn braut sér leið inn í þinghúsið. Þar fór fólk um ganga og skrifstofur og virtust sumir leita uppi Pence og leiðtoga demókrata. Fjórir létust í árásinni, þar á meðal kona úr árásarliðinu sem var skotin til bana þegar hún reyndi að fara inn í sal fulltrúadeildinnar um brotna rúðu. Einn lögreglumaður lést daginn eftir. Síðar um daginn kom þingheimur aftur saman og staðfesti sigur Joes Biden í forsetakosningunum. Nokkrir þingmenn repúblikana sem ætluðu að greiða atkvæði gegn staðfestingunni hættu við eftir atburði dagsins. Engu að síður greiddi meirihluti þingflokksins í fulltrúadeildinni atkvæði gegn því að staðfesta kosningaúrslitin jafnvel eftir árásina. Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Tengdar fréttir Lögregluþjónar þingsins segja sögu sína: „Þú munt deyja á hnjánum“ Yfirheyrslur hófust í dag fyrir rannsóknarnefnd Bandaríkjaþings vegna árásarinnar á þinghúsið í Washington DC í byrjun árs. Lögregluþjónar sem voru á vakt þann dag voru þeir fyrstu sem mættu fyrir þingnefnd sem ætlað er að rannsaka árásina á þinghúsið þann dag. 27. júlí 2021 23:00 Sá fyrsti til að vera dæmdur fyrir árásina á þinghúsið Karlmaður frá Flórídafylki var í dag dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir að hafa rutt sér leið inn í sal öldungadeildar Bandaríkjaþings þegar staðfesta átti niðurstöður forsetakosninganna í byrjun þessa árs. Hann er sá fyrsti til að hljóta dóm fyrir glæp í tengslum við árásina á þinghúsið. 19. júlí 2021 23:32 Repúblikanar felldu frumvarp um rannsókn á árásinni á þinghúsið Nær allir öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins greiddu atkvæði gegn frumvarpi um óháða rannsókn á árás stuðningsmanna Donalds Trump á bandaríska þinghúsið í janúar. Líklega er útséð um að slík rannsókn fari fram. 28. maí 2021 18:20 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Reuters-fréttastofan hefur eftir ónefndum núverandi og fyrrverandi starfsmönnum alríkislögreglunnar FBI að þeir telji ekki að hægriöfgahópar eða þekktir stuðningsmenn Trump hafi stýrt árásinni. Engu að síður voru vopnaðar sveitir manna sem skipulögðu sig fyrir atlöguna, þar á meðal hægriöfgahóparnir Varðmenn eiðsins og Stoltu strákarnir. Þær lögðu á ráðin um að brjótast inn í þinghúsið. Alríkislögreglan telur sig ekki hafa vísbendingarnar um að hóparnir hafi gert áætlanir um hvað skyldi gera þegar inn væri komið. Engu að síður hafa fleiri en 570 manns sem tóku þátt í árásinni verið handteknir til þessa. Fleiri en 170 hafa verið ákærðir fyrir að ráðast á lögreglumenn eða hindra þá í starfi. Þá hafa saksóknarar ákært fjörtíu manns og sakað þá um að hafa skipulagt árásina að einhverju leyti. Einum leiðtoga Stoltu strákanna er gefið að sök að hafa safnað liði og hvatt félaga sína til að sanka að sér skotheldum vestum og öðrum herbúnaði vikurnar fyrir árásina. Daginn sem árásin var gerð hafi leiðtoginn skipað félögum sínum að skipta sér upp í hópa og brjótast inn í þinghúsið á nokkrum stöðum. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá umfjöllun New York Times um hvernig árásin á þinghúsið þróaðist. Hún byggir á fjölda samfélagsmiðlamyndbanda sem stuðningsmenn Trump birtu sjálfir. Þar sést meðal annars hvernig liðsmenn hægriöfgahópa reyndu að beina mannfjöldanum inn í þinghúsið. Lygar um að varaforsetinn gæti hafnað úrslitunum Árásin á þinghúsið var gerð 6. janúar, daginn sem báðar deildir Bandaríkjaþings komu saman til þess að staðfesta úrslit forsetakosninganna sem fóru fram í nóvember. Trump, fráfarandi forseti, hafði þá um margra vikna skeið logið því að stuðningsmönnum sínum að stórfelld kosningasvik hefðu kostað hann sigurinn og að Mike Pence, varaforseti hans, hefði vald til þess að hafna úrslitunum þennan dag. Eftir að Trump hélt ræðu yfir stuðningsmönnum sínum í Washington-borg þar sem hann sagði þeim meðal annars að þeir tækju landið sitt aldrei til baka með veikleika strunsaði stór hluti mannfjöldans að þinghúsinu. Þar safnaðist hópurinn saman og laust honum saman við lögreglumenn sem gættu þinghússins. Fleiri en hundrað lögreglumenn særðust í átökunum sem upphófust en þeim lauk með því að múgurinn braut sér leið inn í þinghúsið. Þar fór fólk um ganga og skrifstofur og virtust sumir leita uppi Pence og leiðtoga demókrata. Fjórir létust í árásinni, þar á meðal kona úr árásarliðinu sem var skotin til bana þegar hún reyndi að fara inn í sal fulltrúadeildinnar um brotna rúðu. Einn lögreglumaður lést daginn eftir. Síðar um daginn kom þingheimur aftur saman og staðfesti sigur Joes Biden í forsetakosningunum. Nokkrir þingmenn repúblikana sem ætluðu að greiða atkvæði gegn staðfestingunni hættu við eftir atburði dagsins. Engu að síður greiddi meirihluti þingflokksins í fulltrúadeildinni atkvæði gegn því að staðfesta kosningaúrslitin jafnvel eftir árásina.
Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Tengdar fréttir Lögregluþjónar þingsins segja sögu sína: „Þú munt deyja á hnjánum“ Yfirheyrslur hófust í dag fyrir rannsóknarnefnd Bandaríkjaþings vegna árásarinnar á þinghúsið í Washington DC í byrjun árs. Lögregluþjónar sem voru á vakt þann dag voru þeir fyrstu sem mættu fyrir þingnefnd sem ætlað er að rannsaka árásina á þinghúsið þann dag. 27. júlí 2021 23:00 Sá fyrsti til að vera dæmdur fyrir árásina á þinghúsið Karlmaður frá Flórídafylki var í dag dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir að hafa rutt sér leið inn í sal öldungadeildar Bandaríkjaþings þegar staðfesta átti niðurstöður forsetakosninganna í byrjun þessa árs. Hann er sá fyrsti til að hljóta dóm fyrir glæp í tengslum við árásina á þinghúsið. 19. júlí 2021 23:32 Repúblikanar felldu frumvarp um rannsókn á árásinni á þinghúsið Nær allir öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins greiddu atkvæði gegn frumvarpi um óháða rannsókn á árás stuðningsmanna Donalds Trump á bandaríska þinghúsið í janúar. Líklega er útséð um að slík rannsókn fari fram. 28. maí 2021 18:20 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Lögregluþjónar þingsins segja sögu sína: „Þú munt deyja á hnjánum“ Yfirheyrslur hófust í dag fyrir rannsóknarnefnd Bandaríkjaþings vegna árásarinnar á þinghúsið í Washington DC í byrjun árs. Lögregluþjónar sem voru á vakt þann dag voru þeir fyrstu sem mættu fyrir þingnefnd sem ætlað er að rannsaka árásina á þinghúsið þann dag. 27. júlí 2021 23:00
Sá fyrsti til að vera dæmdur fyrir árásina á þinghúsið Karlmaður frá Flórídafylki var í dag dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir að hafa rutt sér leið inn í sal öldungadeildar Bandaríkjaþings þegar staðfesta átti niðurstöður forsetakosninganna í byrjun þessa árs. Hann er sá fyrsti til að hljóta dóm fyrir glæp í tengslum við árásina á þinghúsið. 19. júlí 2021 23:32
Repúblikanar felldu frumvarp um rannsókn á árásinni á þinghúsið Nær allir öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins greiddu atkvæði gegn frumvarpi um óháða rannsókn á árás stuðningsmanna Donalds Trump á bandaríska þinghúsið í janúar. Líklega er útséð um að slík rannsókn fari fram. 28. maí 2021 18:20
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent