Í þarlendum fjölmiðlum segir að María hafi látist í faðmi fjölskyldu sinnar, fáeinum dögum eftir að hafa fengið heilablóðfall.
María fæddist í Prag 14. apríl 1940 og gekk að eiga Hans-Adam árið 1967. Hann varð fursti landsins árið 1989. Elsti sonur þeirra, Alois, tók svo við embætti og skyldum fursta í Liechtenstein árið 2004.
María og Hans-Adam II eiga saman fjögur börn og fimmtán barnabörn.