Grafarvogskirkja merkt Flokki fólksins Kjartan Kjartansson skrifar 24. ágúst 2021 07:01 Skærgulir stafir Flokks fólksins skreyta nú glugga á bakhlið kjallara Grafarvogskirkju. vísir/vilhelm Sóknarnefnd Grafarvogskirkju ætlar að fara fram á að Flokkur fólksins fjarlægi áberandi merkingar sínar úr gluggum kjallara kirkjunnar sem hann leigir undir skrifstofur sínar. Sóknarprestur segir flokkinn eins og hvern annan leigjanda sem komi kirkjunni ekki við. Einhverjir vegfarendur í Grafarvogi hafa rekið upp stór augu eftir að gluggar í kjallara Grafarvogskirkju voru merktir Flokki fólksins stórum stöfum enda ekki á hverjum degi sem merki stjórnmálaflokka skreyta kirkjubyggingar þjóðkirkjunnar. Flokkurinn er einnig merktur á skilti fyrir utan kirkjuna og á auglýsingafána sem blaktir þar. Kjallari kirkjunnar hýsti eitt sinn bókasafn en Guðrún Karls Helgudóttir, sóknarprestur í Grafarvogskirkju, segir að hann hafi verið leigður út undanfarin ár þar sem kirkjan getur ekki nýtt húsnæðið sjálf. Anna Guðrún Sigurvinsdóttir, formaður sóknarnefndar Grafarvogskirkju sem sér um að leigja út kjallarann, segir að Flokkur fólksins leigi hann í augnablikinu. Engin önnur tengsl sé á milli flokksins kirkjunnar önnur en leigusamningur þeirra. Guðrún Karls Helgudóttir, sóknarprestur í Grafarvogskirkju. Þegar Vísir ræddi við Guðrúnu sóknarprest á föstudag sagðist hún alls ekki sátt við að kirkjan væri nú merkt Flokki fólksins að utan og að það hafi ekki verið gert með leyfi kirkjunnar. Fulltrúar flokksins yrðu beðnir um að fjarlægja merkinguna enda vilji kirkjan ekki að hún sé merkt neinum stjórnmálaflokki. Segjast hafa fengið vilyrði Merkingin var þó enn uppi þegar ljósmyndari Vísis var á ferð hjá Grafarvogskirkju í dag. Baldvin Ólason, verkefnastjóri hjá Flokki fólksins, segir að flokkurinn hafi fengið leyfi fyrir merkingunum í gluggunum hjá leigusalanum og kannast ekki við að hann hafi verið beðinn um að fjarlægja þær. „Það hefur bara enginn sagt neitt við okkur. Við tökum þetta náttúrulega bara niður ef við erum að brjóta einhverjar reglur en það hefur enginn sagt neitt,“ segir hann. Fullyrðir Baldvin að leigusamningur flokksins við kirkjuna leyfi honum að merkja húsnæðið. Kirkjan hafi vitað það sjálf að hún væri að leigja stjórnmálaflokki og að það segi sig sjálft að þá verði einhverjar merkingar. Grafarvogskirkja hýsir nú bæði kirkju- og stjórnmálastarf undir einu þaki.Vísir/Vilhelm Fóru fram úr sér í merkingunum Anna Guðrún, formaður sóknarnefndarinnar, segir hins vegar að leigusamningurinn leyfi aðeins að leigjandinn merki sig við inngang. Þegar sóknarnefndin ræddi um að leigja flokknum kjallarann hafi það verið rætt að hann þyrfti að merkja sig en að það hafi ekki verð neitt sem stoppaði að leigusamningurinn yrði gerður. Óskað hafi verið eftir því að merkingarnar yrðu smekklegar. Hún vill meina að Flokkur fólksins hafi „farið aðeins fram úr sér“ með merkingunum í gluggum kirkjunnar. „Þetta er eitthvað sem við munum biðja þau um að fjarlægja. Þetta er ekki pólitíska stefna Grafarvogskirkju enda styðjum við örugglega alla flokka sem eru í framboði, við sem erum í sóknarnefndinni hvert fyrir sig,“ segir Anna Guðrún. Það fer ekki á milli mála að höfuðstöðvar Flokks fólksins eru í Grafarvogskirkju.Vísir/Vilhelm Þjóðkirkjan Trúmál Flokkur fólksins Alþingiskosningar 2021 Reykjavík Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Bílvelta á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir auglýsingabruðl Isavia með miklum ósköpum Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Sjá meira
Einhverjir vegfarendur í Grafarvogi hafa rekið upp stór augu eftir að gluggar í kjallara Grafarvogskirkju voru merktir Flokki fólksins stórum stöfum enda ekki á hverjum degi sem merki stjórnmálaflokka skreyta kirkjubyggingar þjóðkirkjunnar. Flokkurinn er einnig merktur á skilti fyrir utan kirkjuna og á auglýsingafána sem blaktir þar. Kjallari kirkjunnar hýsti eitt sinn bókasafn en Guðrún Karls Helgudóttir, sóknarprestur í Grafarvogskirkju, segir að hann hafi verið leigður út undanfarin ár þar sem kirkjan getur ekki nýtt húsnæðið sjálf. Anna Guðrún Sigurvinsdóttir, formaður sóknarnefndar Grafarvogskirkju sem sér um að leigja út kjallarann, segir að Flokkur fólksins leigi hann í augnablikinu. Engin önnur tengsl sé á milli flokksins kirkjunnar önnur en leigusamningur þeirra. Guðrún Karls Helgudóttir, sóknarprestur í Grafarvogskirkju. Þegar Vísir ræddi við Guðrúnu sóknarprest á föstudag sagðist hún alls ekki sátt við að kirkjan væri nú merkt Flokki fólksins að utan og að það hafi ekki verið gert með leyfi kirkjunnar. Fulltrúar flokksins yrðu beðnir um að fjarlægja merkinguna enda vilji kirkjan ekki að hún sé merkt neinum stjórnmálaflokki. Segjast hafa fengið vilyrði Merkingin var þó enn uppi þegar ljósmyndari Vísis var á ferð hjá Grafarvogskirkju í dag. Baldvin Ólason, verkefnastjóri hjá Flokki fólksins, segir að flokkurinn hafi fengið leyfi fyrir merkingunum í gluggunum hjá leigusalanum og kannast ekki við að hann hafi verið beðinn um að fjarlægja þær. „Það hefur bara enginn sagt neitt við okkur. Við tökum þetta náttúrulega bara niður ef við erum að brjóta einhverjar reglur en það hefur enginn sagt neitt,“ segir hann. Fullyrðir Baldvin að leigusamningur flokksins við kirkjuna leyfi honum að merkja húsnæðið. Kirkjan hafi vitað það sjálf að hún væri að leigja stjórnmálaflokki og að það segi sig sjálft að þá verði einhverjar merkingar. Grafarvogskirkja hýsir nú bæði kirkju- og stjórnmálastarf undir einu þaki.Vísir/Vilhelm Fóru fram úr sér í merkingunum Anna Guðrún, formaður sóknarnefndarinnar, segir hins vegar að leigusamningurinn leyfi aðeins að leigjandinn merki sig við inngang. Þegar sóknarnefndin ræddi um að leigja flokknum kjallarann hafi það verið rætt að hann þyrfti að merkja sig en að það hafi ekki verð neitt sem stoppaði að leigusamningurinn yrði gerður. Óskað hafi verið eftir því að merkingarnar yrðu smekklegar. Hún vill meina að Flokkur fólksins hafi „farið aðeins fram úr sér“ með merkingunum í gluggum kirkjunnar. „Þetta er eitthvað sem við munum biðja þau um að fjarlægja. Þetta er ekki pólitíska stefna Grafarvogskirkju enda styðjum við örugglega alla flokka sem eru í framboði, við sem erum í sóknarnefndinni hvert fyrir sig,“ segir Anna Guðrún. Það fer ekki á milli mála að höfuðstöðvar Flokks fólksins eru í Grafarvogskirkju.Vísir/Vilhelm
Þjóðkirkjan Trúmál Flokkur fólksins Alþingiskosningar 2021 Reykjavík Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Bílvelta á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir auglýsingabruðl Isavia með miklum ósköpum Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent