Sidekick-appið ekki lengur notað til að fylgjast með Covid-sjúklingum Birgir Olgeirsson skrifar 23. ágúst 2021 16:45 Runólfur Pálsson er yfirmaður Covid-göngudeildar á Landspítala. Vísir/Sigurjón Í fyrstu bylgju kórónuveirufaraldursins notaðist Landspítalinn við forritið Sidekick til að fylgjast með þeim Covid-sjúklingum sem ekki þurftu að leggjast inn á spítala. Forritið virkar þannig að sjúklingar haka við valmöguleika um líðan sína og geta læknar þá yfirfarið niðurstöðuna og metið hvort þörf sé á inngripi. Átti forritið að minnka álagið á símvöktunarkerfi Landspítalans en í núverandi bylgju faraldursins hefur ekki verið notast við forritið. Runólfur Pálsson, yfirmaður Covid-göngudeildar Landspítalans, segir það eiga sér skýringar. Undanþága hafi fengist fyrir forritinu í fyrstu bylgju faraldursins. Var það notað þegar minna var vitað um áhrif veirunnar á mannslíkamann og bóluefni við veirunni ekki komið til sögunnar. Nú sé stór hluti þeirra sem sýkjast einkenna litlir. Því hafi verið ákveðið að hætta notkun forritsins því annars þyrfti mikla vinnu til að yfirfara öll gögnin frá hverjum einum og einasta sem sýkist af Covid. Í stað þess er nú tekið símtal þegar sýkingin liggur fyrir og svo símtal þegar einangrunin er að líða undir lok. Að öðru leyti sé ekki eins mikið eftirlit með þeim sem eru einkennalitlir. Höfuðáhersla sé lögð á að veita þeim eftirlit sem eru veikir fyrir. Þrátt fyrir að hringurinn hafi verið þrengdur er álagið vegna símavöktunar í þessari bylgju mikið að sögn Runólfs. Í fyrstu bylgju faraldursins var lokað fyrir alla valkvæða starfsemi og því fengust starfsmenn auðveldlega í þau verkefni. Nú sé staðan önnur því spítalinn sé í fullri starfsemi. „En við ætlum okkur að nota Sidekick í farsóttarvinnu í framtíðinni. Þetta hitti okkur illa fyrir í sumar því við vorum að glíma við að innleiða tæknina og þetta krefst mannafla. En þetta forrit og Heilsuvera, sem er í þróun, mun nýtast í öllu viðbragði við farsóttum framtíðarinnar.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Fleiri fréttir Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Sjá meira
Átti forritið að minnka álagið á símvöktunarkerfi Landspítalans en í núverandi bylgju faraldursins hefur ekki verið notast við forritið. Runólfur Pálsson, yfirmaður Covid-göngudeildar Landspítalans, segir það eiga sér skýringar. Undanþága hafi fengist fyrir forritinu í fyrstu bylgju faraldursins. Var það notað þegar minna var vitað um áhrif veirunnar á mannslíkamann og bóluefni við veirunni ekki komið til sögunnar. Nú sé stór hluti þeirra sem sýkjast einkenna litlir. Því hafi verið ákveðið að hætta notkun forritsins því annars þyrfti mikla vinnu til að yfirfara öll gögnin frá hverjum einum og einasta sem sýkist af Covid. Í stað þess er nú tekið símtal þegar sýkingin liggur fyrir og svo símtal þegar einangrunin er að líða undir lok. Að öðru leyti sé ekki eins mikið eftirlit með þeim sem eru einkennalitlir. Höfuðáhersla sé lögð á að veita þeim eftirlit sem eru veikir fyrir. Þrátt fyrir að hringurinn hafi verið þrengdur er álagið vegna símavöktunar í þessari bylgju mikið að sögn Runólfs. Í fyrstu bylgju faraldursins var lokað fyrir alla valkvæða starfsemi og því fengust starfsmenn auðveldlega í þau verkefni. Nú sé staðan önnur því spítalinn sé í fullri starfsemi. „En við ætlum okkur að nota Sidekick í farsóttarvinnu í framtíðinni. Þetta hitti okkur illa fyrir í sumar því við vorum að glíma við að innleiða tæknina og þetta krefst mannafla. En þetta forrit og Heilsuvera, sem er í þróun, mun nýtast í öllu viðbragði við farsóttum framtíðarinnar.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Fleiri fréttir Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Sjá meira