Sofia Vergara opnar sig um baráttu við krabbamein Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 23. ágúst 2021 21:10 Modern Family-leikkonan Sofia Vergara var kynnir á fjáröfluninni Stand Up to Cancer sem fór fram um helgina. Þar opnaði hún sig um baráttu við skjaldkirtilskrabbamein. Getty/Jon Kopaloff Leikkonan Sofia Vergara opnaði sig nýlega um að hafa greinst með skjaldkirtilskrabbamein þegar hún var 28 ára gömul. Vergara sagði frá þessu þegar hún var kynnir á Stand Up to Cancer fjáröfluninni sem haldin var um helgina. „Ég var 28 ára gömul í reglubundinni heimsókn hjá lækni þegar læknirinn fann knút í hálsinum á mér. Það voru gerðar margar rannsóknir á mér og var mér loksins tilkynnt að ég væri með skjaldkirtilskrabbamein,“ segir Modern Family-leikkonan. „Þegar þú ert ungur og heyrir þetta orð - krabbamein - fer hugurinn á svo marga staði.“ Þegar Vergara greindist var ferill hennar rétt að hefjast og bjó hún ein ásamt tíu ára gömlum syni sínum í Miami. Hún reyndi því að halda ró sinni og ákvað að fræða sig. „Ég las allar bækur og lærði allt sem ég gat um þetta.“ Vergara lét fjarlægja skjaldkirtilinn en það dugði þó ekki til að fjarlægja krabbameinið alveg. Hún þurfti því að undirgangast geislameðferð. „Ég lærði margt á þessum tíma, ekki bara um skjaldkirtilskrabbamein, heldur líka það að á erfiðum tímum er betra að standa saman. Við höfum öll séð mátt samstöðunnar á þessu síðasta ári.“ Í dag er 21 ár síðan Vergara greindist og er hún í dag á lyfjum sem hjálpa líkama hennar að viðhalda eðlilegum efnaskiptum eftir að skjaldkirtillinn var fjarlægður. Vergara er mikill talsmaður krabbameinssjúklinga og gerir leggur sitt af mörkum til þess að styrkja málefnið. Hún var kynnir á Stand Up to Cancer fjáröfluninni ásamt leikurunum Anthony Anderson, Ken Jeong og Tran Ho. Fjáröflunin gekk út á að safna fyrir rannsóknum og þróun meðferða við krabbameini. Hápunktur kvöldsins var flutningur söngkonunnar Taylor Simone Ledward Boseman á laginu I'll Be Seeing You sem hún tileinkaði eiginmanni sínum, Black Panther-leikaranum Chadwick Boseman. Hann lést á síðasta ári, aðeins 43 ára gamall, eftir baráttu við ristilkrabbamein. Hollywood Tengdar fréttir Black Panther-stjarnan látin Chadwick Boseman, leikarinn sem lék aðalhlutverkið í Marvel-myndinni Black Panther, er látinn. Boseman var aðeins 43 ára gamall. 29. ágúst 2020 07:33 Mest lesið „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Lífið Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Sjá meira
„Ég var 28 ára gömul í reglubundinni heimsókn hjá lækni þegar læknirinn fann knút í hálsinum á mér. Það voru gerðar margar rannsóknir á mér og var mér loksins tilkynnt að ég væri með skjaldkirtilskrabbamein,“ segir Modern Family-leikkonan. „Þegar þú ert ungur og heyrir þetta orð - krabbamein - fer hugurinn á svo marga staði.“ Þegar Vergara greindist var ferill hennar rétt að hefjast og bjó hún ein ásamt tíu ára gömlum syni sínum í Miami. Hún reyndi því að halda ró sinni og ákvað að fræða sig. „Ég las allar bækur og lærði allt sem ég gat um þetta.“ Vergara lét fjarlægja skjaldkirtilinn en það dugði þó ekki til að fjarlægja krabbameinið alveg. Hún þurfti því að undirgangast geislameðferð. „Ég lærði margt á þessum tíma, ekki bara um skjaldkirtilskrabbamein, heldur líka það að á erfiðum tímum er betra að standa saman. Við höfum öll séð mátt samstöðunnar á þessu síðasta ári.“ Í dag er 21 ár síðan Vergara greindist og er hún í dag á lyfjum sem hjálpa líkama hennar að viðhalda eðlilegum efnaskiptum eftir að skjaldkirtillinn var fjarlægður. Vergara er mikill talsmaður krabbameinssjúklinga og gerir leggur sitt af mörkum til þess að styrkja málefnið. Hún var kynnir á Stand Up to Cancer fjáröfluninni ásamt leikurunum Anthony Anderson, Ken Jeong og Tran Ho. Fjáröflunin gekk út á að safna fyrir rannsóknum og þróun meðferða við krabbameini. Hápunktur kvöldsins var flutningur söngkonunnar Taylor Simone Ledward Boseman á laginu I'll Be Seeing You sem hún tileinkaði eiginmanni sínum, Black Panther-leikaranum Chadwick Boseman. Hann lést á síðasta ári, aðeins 43 ára gamall, eftir baráttu við ristilkrabbamein.
Hollywood Tengdar fréttir Black Panther-stjarnan látin Chadwick Boseman, leikarinn sem lék aðalhlutverkið í Marvel-myndinni Black Panther, er látinn. Boseman var aðeins 43 ára gamall. 29. ágúst 2020 07:33 Mest lesið „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Lífið Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Sjá meira
Black Panther-stjarnan látin Chadwick Boseman, leikarinn sem lék aðalhlutverkið í Marvel-myndinni Black Panther, er látinn. Boseman var aðeins 43 ára gamall. 29. ágúst 2020 07:33