„Þetta var góður vinnusigur hjá okkur og við spiluðum vel“ Sverrir Mar Smárason skrifar 23. ágúst 2021 21:50 Stjarnan KA Pepsi deild karla vetur 2021 fótbolti KSÍ Stjörnumenn unnu 2-0 sigur á Fylki í Pepsi-Max deild karla á heimavelli í Garðabænum í kvöld. Þorvarldur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, var léttur í leikslok. „Ég held að þú hljótir að vita það og ég þarf varla að svara þessu. Auðvitað er maður ofboðslega ánægður að vinna leikinn, það hefur gengið erfiðlega að vinna nógu marga leiki í sumar en þetta var barátta og tense leikur eins og mátti búast við. Menn telja alltaf 6 stiga leikir og allt þetta þó það séu bara 3 stig í pottinum fyrir það. Þetta var góður vinnusigur hjá okkur og við spiluðum vel og skynsamlega í 90 mínútur,“ byrjaði Þorvaldur á að segja. Stjörnumenn byrjuðu leikinn af miklum krafti og settu pressu á Fylkisliðið. Þeir skoruðu fyrst ólöglegt mark og svo stuttu síðar kom fyrsta mark leiksins. „Fyrsta markið var dæmt af í horni hérna, ekki öll réttur dómur, flestir ef ekki allir vitlausir. En við fengum mörg góð færi til að bæta við í 2-0 og jú héldum þéttir og þeir voru ekki að skapa mikið því við héldum boltanum vel. Við héldum út fram í hálfleik 1-0 og svo í seinni hálfleik fannst mér við vera bara mjög skynsamir og spiluðum góðan og þéttan varnarleik,“ sagði Þorvaldur. Brynjar Gauti Guðjónsson þurfti að fara af velli vegna höfuðhöggs eftir 30 mínútna leik. Þá gerði Þorvaldur breytingu, setti Einar Karl inná og færði til menn innan liðsins. „Við verðum fyrir áfalli að missa hafsentinn okkar útaf, svo sem ekki fyrsta áfallið okkar í sumar það hefur hrunið á okkur í sumar en hópurinn hefur staðið sig vel í því að höndla það. Þegar við missum Brynjar útaf þá erum við í smá basli og höldum ekki alveg. Þeir eru að rúlla boltanum vel og eru aðeins að ógna okkur í gegn,“ sagði Þorvaldur um breytingarnar sem hann þurfti að gera. Þorvaldur var að lokum spurður hversu mörg stig til viðbótar hann vildi að Stjarnan fái út úr síðustu leikjum tímabilsins. „55 væri mjög gott en því miður er það ekki hægt. Við skulum sjá til það er bara einn dagur í einu, gamla lumman þannig. Við þurfum bara að hafa fyrir öllu og það er svo langt í land eftir. Við erum okkar versti óvinur. Þetta hefur verið basl í sumar og margt sem er ástæða fyrir og margt sem maður getur sagt en segir þegar nær dregur jólum,“ sagði Þorvaldur að lokum og glotti. Pepsi Max-deild karla Stjarnan Mest lesið Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira
„Ég held að þú hljótir að vita það og ég þarf varla að svara þessu. Auðvitað er maður ofboðslega ánægður að vinna leikinn, það hefur gengið erfiðlega að vinna nógu marga leiki í sumar en þetta var barátta og tense leikur eins og mátti búast við. Menn telja alltaf 6 stiga leikir og allt þetta þó það séu bara 3 stig í pottinum fyrir það. Þetta var góður vinnusigur hjá okkur og við spiluðum vel og skynsamlega í 90 mínútur,“ byrjaði Þorvaldur á að segja. Stjörnumenn byrjuðu leikinn af miklum krafti og settu pressu á Fylkisliðið. Þeir skoruðu fyrst ólöglegt mark og svo stuttu síðar kom fyrsta mark leiksins. „Fyrsta markið var dæmt af í horni hérna, ekki öll réttur dómur, flestir ef ekki allir vitlausir. En við fengum mörg góð færi til að bæta við í 2-0 og jú héldum þéttir og þeir voru ekki að skapa mikið því við héldum boltanum vel. Við héldum út fram í hálfleik 1-0 og svo í seinni hálfleik fannst mér við vera bara mjög skynsamir og spiluðum góðan og þéttan varnarleik,“ sagði Þorvaldur. Brynjar Gauti Guðjónsson þurfti að fara af velli vegna höfuðhöggs eftir 30 mínútna leik. Þá gerði Þorvaldur breytingu, setti Einar Karl inná og færði til menn innan liðsins. „Við verðum fyrir áfalli að missa hafsentinn okkar útaf, svo sem ekki fyrsta áfallið okkar í sumar það hefur hrunið á okkur í sumar en hópurinn hefur staðið sig vel í því að höndla það. Þegar við missum Brynjar útaf þá erum við í smá basli og höldum ekki alveg. Þeir eru að rúlla boltanum vel og eru aðeins að ógna okkur í gegn,“ sagði Þorvaldur um breytingarnar sem hann þurfti að gera. Þorvaldur var að lokum spurður hversu mörg stig til viðbótar hann vildi að Stjarnan fái út úr síðustu leikjum tímabilsins. „55 væri mjög gott en því miður er það ekki hægt. Við skulum sjá til það er bara einn dagur í einu, gamla lumman þannig. Við þurfum bara að hafa fyrir öllu og það er svo langt í land eftir. Við erum okkar versti óvinur. Þetta hefur verið basl í sumar og margt sem er ástæða fyrir og margt sem maður getur sagt en segir þegar nær dregur jólum,“ sagði Þorvaldur að lokum og glotti.
Pepsi Max-deild karla Stjarnan Mest lesið Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira