Atvikið átti sér stað í þegar hópurinn ögraði Black Lives Matter mótmælendum tveimur dögum áður en ráðist var inn í þinghúsið í bandarísku höfuðborginni Washington í desember á síðasta ári.
Hinn 37 ára gamli Enrique Tarrio játaði á sig verknaðinn fyrir dómstólum í síðasta mánuði. Þegar dómur var kveðinn upp í gær, baðst Tarrio afsökunar og sagði að gjörðir sínar væru óréttlætanlegar.
Dómara í málinu þótti iðrun Tarrio þó afar ótrúverðug og taldi að óverknaðurinn hafi verið framinn af miklum ásetningi. Tarrio hefur leitt hægriöfgahópinn síðan árið 2018.
Tarrio og fleiri meðlimir hópsins eru sagðir hafa tekið Black Lives Matter fánann þar sem hann stóð fyrir framan Asbury United meþódistakirkjuna og kveikt svo í honum. En atvikið var hluti af mótmælum hópsins eftir kosningasigur Joes Biden í nóvember á síðasta ári.
Nokkrum dögum síðar viðurkenndi Tarrio verknaðinn í viðtali við Washington Post. Við handtöku í janúar fann lögregla skotvopn í bifreið Tarrios sem varð til þess að hann fékk á sig aðra ákæru en hann hefur játað sekt sína á báðum brotunum.
Tarrio mun hefja afplánun sína þann 6. september næstkomandi en hann var dæmdur til 155 daga fangelsisvistar fyrir brotin tvö.