„Átti erfitt með að einbeita mér og muna hvað hafði gerst í leiknum“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. ágúst 2021 12:01 Brynjar Gauti Guðjónsson tekur því rólega á næstunni eftir að hafa fengið heilahristing í leiknum gegn Fylki í gær. vísir/bára Brynjar Gauti Guðjónsson, varnarmaður Stjörnunnar, þurfti að fara af velli í 2-0 sigri Garðabæjarliðsins á Fylki í Pepsi Max-deild karla í gær vegna heilahristings. Brynjar fór af velli á 30. mínútu en fyrr í leiknum hafði hann fengið boltann í höfuðið. „Staðan á mér er þokkaleg. Ég fékk heilahristing og það sem því fylgir,“ sagði Brynjar í samtali við Vísi í dag. „Ég fékk skot í höfuðið en datt ekkert út eða vankaðist þá. Það sýnir kannski hvað þessi höfuðmeiðsli geta verið lúmsk. Við tókum test og þá leið mér ágætlega. Ég hélt áfram að spila en svo átti ég erfitt með að einbeita mér og muna hvað hafði gerst í leiknum. Og um leið að það gerðist bað ég um skiptingu.“ Las að við hefðum unnið Brynjar segist lítið muna eftir leiknum á Samsung-vellinum í gær. „Ég las einhvers staðar að við hefðum unnið hann,“ sagði varnarmaðurinn léttur. Hann segist hafa verið með höfuðverk og önnur einkenni heilahristings þegar hann vaknaði í morgun. „Ég get ekki verið í miklum látum og miklu ljósi,“ sagði Brynjar sem heldur sig til hlés næstu daga. Fer sér ekki að neinu óðslega „Þetta eru frekar óhugnanleg meiðsli með höfuðið. Ég ætla að taka því rólega næstu daga og á meðan einkennin eru til staðar geri ég ekki neitt. Svo prófar maður sig áfram en maður þarf að gefa þessu tíma og fer sér ekki að neinu óðslega,“ sagði Brynjar. Sigurinn í gær var afar mikilvægur fyrir Stjörnuna en með honum komst liðið í fimm stiga fjarlægð frá fallsæti. „Það var mikill léttir að strákarnir hafi klárað þetta og fullt hrós á þá. Við vorum fáliðaðir fyrir og ekki bætti úr skák að ég þurfti að fara út af. Margir voru að spila stöður sem þeir eru ekki vanir og strákarnir eiga þvílíkt hrós skilið fyrir að klára þetta,“ sagði Brynjar sem hefur leikið þrettán leiki með Stjörnunni í Pepsi Max-deildinni í sumar. Næsti leikur Stjörnunnar, og sá síðasti fyrir landsleikjahléið, er gegn Íslandsmeisturum Vals á laugardaginn. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild karla Stjarnan Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Brynjar fór af velli á 30. mínútu en fyrr í leiknum hafði hann fengið boltann í höfuðið. „Staðan á mér er þokkaleg. Ég fékk heilahristing og það sem því fylgir,“ sagði Brynjar í samtali við Vísi í dag. „Ég fékk skot í höfuðið en datt ekkert út eða vankaðist þá. Það sýnir kannski hvað þessi höfuðmeiðsli geta verið lúmsk. Við tókum test og þá leið mér ágætlega. Ég hélt áfram að spila en svo átti ég erfitt með að einbeita mér og muna hvað hafði gerst í leiknum. Og um leið að það gerðist bað ég um skiptingu.“ Las að við hefðum unnið Brynjar segist lítið muna eftir leiknum á Samsung-vellinum í gær. „Ég las einhvers staðar að við hefðum unnið hann,“ sagði varnarmaðurinn léttur. Hann segist hafa verið með höfuðverk og önnur einkenni heilahristings þegar hann vaknaði í morgun. „Ég get ekki verið í miklum látum og miklu ljósi,“ sagði Brynjar sem heldur sig til hlés næstu daga. Fer sér ekki að neinu óðslega „Þetta eru frekar óhugnanleg meiðsli með höfuðið. Ég ætla að taka því rólega næstu daga og á meðan einkennin eru til staðar geri ég ekki neitt. Svo prófar maður sig áfram en maður þarf að gefa þessu tíma og fer sér ekki að neinu óðslega,“ sagði Brynjar. Sigurinn í gær var afar mikilvægur fyrir Stjörnuna en með honum komst liðið í fimm stiga fjarlægð frá fallsæti. „Það var mikill léttir að strákarnir hafi klárað þetta og fullt hrós á þá. Við vorum fáliðaðir fyrir og ekki bætti úr skák að ég þurfti að fara út af. Margir voru að spila stöður sem þeir eru ekki vanir og strákarnir eiga þvílíkt hrós skilið fyrir að klára þetta,“ sagði Brynjar sem hefur leikið þrettán leiki með Stjörnunni í Pepsi Max-deildinni í sumar. Næsti leikur Stjörnunnar, og sá síðasti fyrir landsleikjahléið, er gegn Íslandsmeisturum Vals á laugardaginn. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild karla Stjarnan Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira