Taka við allt að 120 flóttamönnum frá Afganistan Eiður Þór Árnason og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 24. ágúst 2021 11:22 Flóttamannanefnd var kölluð saman að beiðni Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra, til þess að útfæra tillögur um hvernig bregðast mætti við neyðarástandinu í Afganistan. Vísir/Vilhelm Íslensk stjórnvöld áætla að taka á móti allt að 120 flóttamönnum frá Afganistan en heildarfjöldi liggur ekki endanlega fyrir. Ríkisstjórnin samþykkti í morgun tillögur flóttamannanefndar vegna þess ástands sem skapast hefur í Afganistan í kjölfar valdatöku Talibana. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tjáði fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi að meðal annars væri horft til starfsfólks sem unnið hefði fyrir Atlantshafsbandalagið og fjölskyldna þeirra, einkum þeirra sem störfuðu með íslensku friðargæslunni. Þá verði hugað að móttöku einstaklinga sem hafi sótt jafnréttisskóla Sameinuðu þjóðanna og sameiningu kjarnafjölskyldna sem eru búsettar hér á landi. Klippa: Stór áskorun að koma fólkinu til Íslands Skipa sérstakan aðgerðarhóp Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, segir að það verði áskorun út af fyrir sig að ná í þetta fólk. Utanríkisráðuneytið þurfi að vera í samstarfi við önnur utanríkisráðuneyti og heri annarra landa. Skipuleggja þurfi næstu skref og flóttamannanefnd muni funda áfram. Þetta sé ekkert lokaskref en þó mikilvægt skref. Skipaður verður sérstakur aðgerðarhópur til að ná tengslum við fjölskyldur, skipuleggja flutning til landsins og sömuleiðis móttöku. Það verður verkefni næstu sólarhringa og daga, að sögn Ásmundar. Klippa: Katrín um móttöku 120 flóttamanna frá Afganistan Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun tillögu forsætisráðherra, félags- og barnamálaráðherra, dómsmálaráðherra og utanríkisráðherra um að fallast á tillögur flóttamannanefndar. Fram kemur í tilkynningu frá ríkisstjórninni að erfitt sé meta nákvæman fjölda á þessu stigi þar sem hann fari eftir fjölskyldusamsetningu. „Ísland hefur hingað til tekið á móti afgönsku kvótaflóttafólki í samstarfi við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna og mun halda því áfram en í ljósi þess neyðarástands sem nú hefur skapast í Afganistan er hins vegar mikilvægt að íslensk stjórnvöld leggi sitt af mörkum nú þegar,“ segir í tilkynningunni. Fyrstu viðbrögð og aðgerðir stjórnvalda samkvæmt tillögum flóttamannanefndar: Tekið verður á móti starfsfólki sem vann með og fyrir Atlantshafsbandalagið, ásamt mökum þeirra og börnum. Horft verður sérstaklega til þeirra sem störfuðu með íslensku friðargæslunni. Fyrrverandi nemendum frá Afganistan við jafnréttisskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, ásamt mökum og börnum, verður boðið til landsins. Íslensk stjórnvöld munu aðstoða þá Afgana sem eiga rétt á fjölskyldusameiningu eða eru komnir nú þegar með dvalarleyfi hér á landi en geta ekki ferðast á eigin vegum að komast til landsins. Um er bæði að ræða einstaklinga sem hafa fjölskyldutengsl hér sem og einstaklingar sem hyggjast hefja hér nám. Umsóknir um fjölskyldusameiningu, samkvæmt lögum um útlendinga, við Afgana búsetta hér landi verða settar í forgang og aukið við fjárveitingar til þess að hraða umsóknunum. Flóttamannanefnd leggur sömuleiðis til að stofnaður verði aðgerðahópur sem hefur það hlutverk að útfæra framkvæmd tillagnanna. Hún sé flókin þar sem huga þurfi að flutningi fólksins til landsins, tryggja öryggi þess og nauðsynlega aðstoð við komu til landsins. Íslensk fjölskylda fór frá Afganistan á sunnudag Mikil ringulreið hefur ríkt í Afganistan eftir að hersveitir Talibana náðu þar yfirráðum. Búist er við miklum fólksflutningum frá landinu á næstu misserum vegna þessa en mikil örvænting hefur gripið um sig við alþjóðaflugvöllinn í höfuðborginni Kabúl þar sem gríðarlegur fjöldi hefur reynt að komast úr landi. Bretland tilkynnti nýverið að þar yrði tekið við tuttugu þúsund afgönskum flóttamönnum og hyggst Kanada gera slíkt hið sama. Á sunnudag var greint frá því embættismenn og 90 flóttamenn frá Afganistan hafi verið fluttir til Danmerkur. Á meðal farþega var íslensk fjölskylda sem var föst í Afganistan. Fréttin hefur verið uppfærð. Flóttafólk á Íslandi Afganistan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flóttamenn Tengdar fréttir Skilar líklega tillögum sínum varðandi móttöku flóttamanna í dag Flóttamannanefnd hyggst að öllum líkindum skila minnisblaði með tillögum sínum varðandi móttöku flóttamanna frá Afganistan til Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra, í dag. 23. ágúst 2021 07:38 Bregðast þurfi við í samstarfi við nágrannaþjóðir Félagsmálaráðherra segir að íslensk stjórnvöld geti ekki brugðist við stöðunni í Afganistan öðruvísi en í samstarfi við aðrar nágrannaþjóðir. Staðan sé afar flókin enda engin hefðbundin flóttamannamóttaka þar ytra lengur og ekkert hefðbundið flug. 23. ágúst 2021 13:08 Kanna hvernig taka megi á móti afgönsku flóttafólki Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segist bíða eftir tillögum flóttamannanefndar um hvernig megi taka við afgönsku flóttafólki. 18. ágúst 2021 07:35 Ringulreið við flugvöllinn í Kabúl þar sem minnst tuttugu hafa látist Sjö afganskir borgarar létust nýverið í troðningi við alþjóðaflugvöllinn í höfuðborginni Kabúl, að sögn breska hersins. Mikið öngþveiti og örvænting hefur ríkt þar síðustu daga eftir að Talibanar náðu völdum í landinu. Þúsundir keppast við að komast inn á flugvallarsvæðið og yfirgefa landið. 22. ágúst 2021 08:55 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tjáði fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi að meðal annars væri horft til starfsfólks sem unnið hefði fyrir Atlantshafsbandalagið og fjölskyldna þeirra, einkum þeirra sem störfuðu með íslensku friðargæslunni. Þá verði hugað að móttöku einstaklinga sem hafi sótt jafnréttisskóla Sameinuðu þjóðanna og sameiningu kjarnafjölskyldna sem eru búsettar hér á landi. Klippa: Stór áskorun að koma fólkinu til Íslands Skipa sérstakan aðgerðarhóp Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, segir að það verði áskorun út af fyrir sig að ná í þetta fólk. Utanríkisráðuneytið þurfi að vera í samstarfi við önnur utanríkisráðuneyti og heri annarra landa. Skipuleggja þurfi næstu skref og flóttamannanefnd muni funda áfram. Þetta sé ekkert lokaskref en þó mikilvægt skref. Skipaður verður sérstakur aðgerðarhópur til að ná tengslum við fjölskyldur, skipuleggja flutning til landsins og sömuleiðis móttöku. Það verður verkefni næstu sólarhringa og daga, að sögn Ásmundar. Klippa: Katrín um móttöku 120 flóttamanna frá Afganistan Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun tillögu forsætisráðherra, félags- og barnamálaráðherra, dómsmálaráðherra og utanríkisráðherra um að fallast á tillögur flóttamannanefndar. Fram kemur í tilkynningu frá ríkisstjórninni að erfitt sé meta nákvæman fjölda á þessu stigi þar sem hann fari eftir fjölskyldusamsetningu. „Ísland hefur hingað til tekið á móti afgönsku kvótaflóttafólki í samstarfi við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna og mun halda því áfram en í ljósi þess neyðarástands sem nú hefur skapast í Afganistan er hins vegar mikilvægt að íslensk stjórnvöld leggi sitt af mörkum nú þegar,“ segir í tilkynningunni. Fyrstu viðbrögð og aðgerðir stjórnvalda samkvæmt tillögum flóttamannanefndar: Tekið verður á móti starfsfólki sem vann með og fyrir Atlantshafsbandalagið, ásamt mökum þeirra og börnum. Horft verður sérstaklega til þeirra sem störfuðu með íslensku friðargæslunni. Fyrrverandi nemendum frá Afganistan við jafnréttisskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, ásamt mökum og börnum, verður boðið til landsins. Íslensk stjórnvöld munu aðstoða þá Afgana sem eiga rétt á fjölskyldusameiningu eða eru komnir nú þegar með dvalarleyfi hér á landi en geta ekki ferðast á eigin vegum að komast til landsins. Um er bæði að ræða einstaklinga sem hafa fjölskyldutengsl hér sem og einstaklingar sem hyggjast hefja hér nám. Umsóknir um fjölskyldusameiningu, samkvæmt lögum um útlendinga, við Afgana búsetta hér landi verða settar í forgang og aukið við fjárveitingar til þess að hraða umsóknunum. Flóttamannanefnd leggur sömuleiðis til að stofnaður verði aðgerðahópur sem hefur það hlutverk að útfæra framkvæmd tillagnanna. Hún sé flókin þar sem huga þurfi að flutningi fólksins til landsins, tryggja öryggi þess og nauðsynlega aðstoð við komu til landsins. Íslensk fjölskylda fór frá Afganistan á sunnudag Mikil ringulreið hefur ríkt í Afganistan eftir að hersveitir Talibana náðu þar yfirráðum. Búist er við miklum fólksflutningum frá landinu á næstu misserum vegna þessa en mikil örvænting hefur gripið um sig við alþjóðaflugvöllinn í höfuðborginni Kabúl þar sem gríðarlegur fjöldi hefur reynt að komast úr landi. Bretland tilkynnti nýverið að þar yrði tekið við tuttugu þúsund afgönskum flóttamönnum og hyggst Kanada gera slíkt hið sama. Á sunnudag var greint frá því embættismenn og 90 flóttamenn frá Afganistan hafi verið fluttir til Danmerkur. Á meðal farþega var íslensk fjölskylda sem var föst í Afganistan. Fréttin hefur verið uppfærð.
Flóttafólk á Íslandi Afganistan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flóttamenn Tengdar fréttir Skilar líklega tillögum sínum varðandi móttöku flóttamanna í dag Flóttamannanefnd hyggst að öllum líkindum skila minnisblaði með tillögum sínum varðandi móttöku flóttamanna frá Afganistan til Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra, í dag. 23. ágúst 2021 07:38 Bregðast þurfi við í samstarfi við nágrannaþjóðir Félagsmálaráðherra segir að íslensk stjórnvöld geti ekki brugðist við stöðunni í Afganistan öðruvísi en í samstarfi við aðrar nágrannaþjóðir. Staðan sé afar flókin enda engin hefðbundin flóttamannamóttaka þar ytra lengur og ekkert hefðbundið flug. 23. ágúst 2021 13:08 Kanna hvernig taka megi á móti afgönsku flóttafólki Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segist bíða eftir tillögum flóttamannanefndar um hvernig megi taka við afgönsku flóttafólki. 18. ágúst 2021 07:35 Ringulreið við flugvöllinn í Kabúl þar sem minnst tuttugu hafa látist Sjö afganskir borgarar létust nýverið í troðningi við alþjóðaflugvöllinn í höfuðborginni Kabúl, að sögn breska hersins. Mikið öngþveiti og örvænting hefur ríkt þar síðustu daga eftir að Talibanar náðu völdum í landinu. Þúsundir keppast við að komast inn á flugvallarsvæðið og yfirgefa landið. 22. ágúst 2021 08:55 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Skilar líklega tillögum sínum varðandi móttöku flóttamanna í dag Flóttamannanefnd hyggst að öllum líkindum skila minnisblaði með tillögum sínum varðandi móttöku flóttamanna frá Afganistan til Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra, í dag. 23. ágúst 2021 07:38
Bregðast þurfi við í samstarfi við nágrannaþjóðir Félagsmálaráðherra segir að íslensk stjórnvöld geti ekki brugðist við stöðunni í Afganistan öðruvísi en í samstarfi við aðrar nágrannaþjóðir. Staðan sé afar flókin enda engin hefðbundin flóttamannamóttaka þar ytra lengur og ekkert hefðbundið flug. 23. ágúst 2021 13:08
Kanna hvernig taka megi á móti afgönsku flóttafólki Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segist bíða eftir tillögum flóttamannanefndar um hvernig megi taka við afgönsku flóttafólki. 18. ágúst 2021 07:35
Ringulreið við flugvöllinn í Kabúl þar sem minnst tuttugu hafa látist Sjö afganskir borgarar létust nýverið í troðningi við alþjóðaflugvöllinn í höfuðborginni Kabúl, að sögn breska hersins. Mikið öngþveiti og örvænting hefur ríkt þar síðustu daga eftir að Talibanar náðu völdum í landinu. Þúsundir keppast við að komast inn á flugvallarsvæðið og yfirgefa landið. 22. ágúst 2021 08:55