Millilandaflug fer úr skorðum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 24. ágúst 2021 11:48 Arnar Hjálmsson formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra telur að Isavia hafi sýnt fagleg vinnubrögð. Vísir/Isavia Millilandaflug á Keflavíkurflugvelli fer úr skorðum á þriðjudag eftir viku þegar allt flug til og frá landinu á þriðjudagsmorgun fellur niður takist ríkissáttasemjara ekki að sætta Isavia og flugumferðarstjóra fyrir þann tíma. Verkfall þeirra hefur ekki áhrif á innanlandsflug. Flugumferðarstjórar boðuðu verkfallið í gær og hefst það klukkan fimm á þriðjudagsmorgun eftir viku og stendur í fimm klukkustundir, til klukkan tíu. Það mun aðeins taka til flugumferðarstjóra á Keflavíkurflugvelli og hefur því eingöngu áhrif á millilandaflug en ekki á innanlandsflug eða alþjóðlegt yfirflug. Vilja ekki beita verkfallsvopninu en telja sig þurfa þess Arnar Hjálmsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra (FÍF), segir það vonbrigði að ekki hafi tekist að ná samningum hjá ríkissáttasemjara í gær. „Já, það eru alltaf vonbrigði og verkfallsvopnið er ekki eitthvað sem við viljum nota, þetta er eitthvað sem við teljum okkur þurfa að nota. Við erum með það mikinn meirihluta félagsmanna á bak við þetta verkfall og þetta var síðasta verkfallið af þeim sem búið var að greiða atkvæði um og það var ákveðið á þeim forsendum að boða verkfallið í gærkvöldi,“ segir Arnar. Sjúkra- og neyðarflug og flug Landhelgisgæslunnar er þá með undanþágu frá verkfallinu. Bjartsýnn þó síðustu fundir gefi ekki tilefni til En það er vika til stefnu fyrir samninganefndirnar þó ríkissáttasemjari hafi ekki enn boðað til annars fundar í deilunni. „Það er svo sem bara í höndum ríkissáttasemjara að boða næsta fund, þar sem deilan er hjá honum. Ég er svo sem bara bjartsýnn á að það verði að minnsta kosti fleiri fundir og ég ætla bara að leyfa mér að vera bjartsýnn á að það þurfi ekki að koma til þessa verkfalls,“ segir Arnar. Arnar Hjálmsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra.FÍF Spurður hvort það sem fram hafi komið á síðustu fundum gefi honum tilefni til slíkrar bjartsýni segir hann: „Ekkert frekar, nei. Það ber talsvert í milli enn þá. En það var ákveðið að reyna ákveðna leið síðustu tvo daga og það náðist ekki lending í henni. Þannig við þurfum svolítið að byrja upp á nýtt,“ segir hann. Ágreiningurinn snýst nú fyrst og fremst um samhengi milli samningslengdar og launahækkana flugumferðarstjóra á tímabilinu. Einnig eru útfærslur á vinnutíma til skoðunar en Arnar segir að þær liggi nú í meginatriðum fyrir. Samgöngur Kjaramál Vinnumarkaður Fréttir af flugi Tengdar fréttir Félag íslenskra flugumferðastjóra boðar til verkfalls Fundi Félags íslenskra flugumferðarstjóra og Isavia var slitið upp úr klukkan 23:30 í kvöld. Fundað hafði verið frá klukkan eitt í dag en samkomulag náðist ekki milli aðila og því hefur verið boðað til verkfalls. 24. ágúst 2021 00:11 Mest lesið Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira
Flugumferðarstjórar boðuðu verkfallið í gær og hefst það klukkan fimm á þriðjudagsmorgun eftir viku og stendur í fimm klukkustundir, til klukkan tíu. Það mun aðeins taka til flugumferðarstjóra á Keflavíkurflugvelli og hefur því eingöngu áhrif á millilandaflug en ekki á innanlandsflug eða alþjóðlegt yfirflug. Vilja ekki beita verkfallsvopninu en telja sig þurfa þess Arnar Hjálmsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra (FÍF), segir það vonbrigði að ekki hafi tekist að ná samningum hjá ríkissáttasemjara í gær. „Já, það eru alltaf vonbrigði og verkfallsvopnið er ekki eitthvað sem við viljum nota, þetta er eitthvað sem við teljum okkur þurfa að nota. Við erum með það mikinn meirihluta félagsmanna á bak við þetta verkfall og þetta var síðasta verkfallið af þeim sem búið var að greiða atkvæði um og það var ákveðið á þeim forsendum að boða verkfallið í gærkvöldi,“ segir Arnar. Sjúkra- og neyðarflug og flug Landhelgisgæslunnar er þá með undanþágu frá verkfallinu. Bjartsýnn þó síðustu fundir gefi ekki tilefni til En það er vika til stefnu fyrir samninganefndirnar þó ríkissáttasemjari hafi ekki enn boðað til annars fundar í deilunni. „Það er svo sem bara í höndum ríkissáttasemjara að boða næsta fund, þar sem deilan er hjá honum. Ég er svo sem bara bjartsýnn á að það verði að minnsta kosti fleiri fundir og ég ætla bara að leyfa mér að vera bjartsýnn á að það þurfi ekki að koma til þessa verkfalls,“ segir Arnar. Arnar Hjálmsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra.FÍF Spurður hvort það sem fram hafi komið á síðustu fundum gefi honum tilefni til slíkrar bjartsýni segir hann: „Ekkert frekar, nei. Það ber talsvert í milli enn þá. En það var ákveðið að reyna ákveðna leið síðustu tvo daga og það náðist ekki lending í henni. Þannig við þurfum svolítið að byrja upp á nýtt,“ segir hann. Ágreiningurinn snýst nú fyrst og fremst um samhengi milli samningslengdar og launahækkana flugumferðarstjóra á tímabilinu. Einnig eru útfærslur á vinnutíma til skoðunar en Arnar segir að þær liggi nú í meginatriðum fyrir.
Samgöngur Kjaramál Vinnumarkaður Fréttir af flugi Tengdar fréttir Félag íslenskra flugumferðastjóra boðar til verkfalls Fundi Félags íslenskra flugumferðarstjóra og Isavia var slitið upp úr klukkan 23:30 í kvöld. Fundað hafði verið frá klukkan eitt í dag en samkomulag náðist ekki milli aðila og því hefur verið boðað til verkfalls. 24. ágúst 2021 00:11 Mest lesið Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira
Félag íslenskra flugumferðastjóra boðar til verkfalls Fundi Félags íslenskra flugumferðarstjóra og Isavia var slitið upp úr klukkan 23:30 í kvöld. Fundað hafði verið frá klukkan eitt í dag en samkomulag náðist ekki milli aðila og því hefur verið boðað til verkfalls. 24. ágúst 2021 00:11