Fréttir

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Heimir Már Pétursson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf. vísir

Heilbrigðisráðherra boðar slökun á sóttvarnareglum innanlands í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis. Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að taka á móti allt að hundrað og tuttugu flóttamönnum frá Afganistan.

Sextíu greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Þrjátíu og átta greindust utan sóttkvíar eða 63,3 prósent en tuttugu og tveir voru í sóttkví eða 36,7 prósent. Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að leyfa notun sjálfsprófa fyrir kórónuveirunni.

Ríkisstjórnin ákvað í morgun að taka á móti að minnsta kosti hundrað og tuttugu flóttamönnum frá Afganistan og féllst þar á tillögur flóttamannanefndar. Samkvæmt tillögunum á að styðja við þær fjölskyldur sem eru hér á landi og eiga rétt á sameiningu við fjölskyldumeðlimi í Afganistan.

Allt flug til og frá landinu fellur niður milli klukkan fimm að morgni til klukkan tíu á þriðjudag í næstu viku náist ekki samningar við flugumferðarstjóra fyrir þann tíma.

Myndbandaspilari er að hlaða.
Núverandi tími 0:00
Lengd -:-
Hlaðið: 0%
Streymistegund BEINT
Eftirstandandi tími 0:00
 
1x
    • Kaflar
    • lýsingar af, valið
    • textar af, valið

      Þetta og fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar sem einnig eru sendar út beint hér á Vísi.




      Fleiri fréttir

      Sjá meira


      ×