Fjölbreytt atvinnulíf er öruggt atvinnulíf Elva Hrönn Hjartardóttir skrifar 24. ágúst 2021 13:00 Það er okkur öllum mikilvægt að atvinnulífið hér á landi sé öruggt og að við getum sem flest tekið þátt í því. Hluti af því verkefni er að tryggja að atvinnulífið sé fjölbreytt. Síðustu ár hefur ferðaþjónusta á Íslandi blómstrað og verið ómetanlegur þáttur í efnahagskerfinu okkar eftir hrun og mörg störf hafa skapast hér vegna hennar. Það skyldi því engan undra hve mikið traust við höfum lagt á þessa atvinnugrein og hve miklar væntingar við höfum borið til áhrifa hennar á efnahagskerfið. En kannski höfum við treyst um of á þessa einu atvinnugrein síðustu ár. Heimsfaraldurinn hefur sýnt okkur hvað það er mikilvægt að vera við öllu búin. Við vitum ekki hvað framtíðin ber í skauti sér. Því er gríðarlega mikilvægt að byggja hér upp fjölbreytt atvinnulíf sem byggir á grænum og sjálfbærum áherslum og gerir sem flestum kleift að taka þátt í því. Vinstri græn hafa frá stofnun hreyfingarinnar talað fyrir fjölbreyttu atvinnulífi og mikilvægi þess að setja ekki öll eggin í sömu körfuna. Að stórefla umgjörð í kringum nýsköpun og rannsóknir er liður í því. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur þannig aukið framlög til nýsköpunar á kjörtímabilinu um 73% og hafa framlögin aldrei verið hærri. Þá hafa framlög til rannsóknasjóða heldur aldrei verið hærri. Á þessari braut viljum við í VG halda áfram; með skýra stefnu að leiðarljósi og alvöru aðgerðir sem skila árangri. Setjum ekki öll eggin í eina körfu Við erum öflugt og fjölbreytt samfélag í stöðugri þróun og atvinnulífið þarf að þróast í takt við það. Við þurfum vissulega að byggja upp ferðaþjónustuna á ný, en við þurfum að vera sjálfbærari á öllum sviðum samfélagsins. Hvort sem það er í ferðaþjónustu, matvælaframleiðslu eða annarri atvinnugrein eða hvort sem um neysluvenjur okkar er að ræða. Við þurfum að læra af reynslunni og laga okkur að þeim raunveruleika sem við búum við núna. Nú er tækifærið til að gera enn betur. Með fjölbreytni og sjálfbærni að leiðarljósi öðlumst við hér öruggara atvinnulíf. Höfundur er frambjóðandi Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmi suður og stjórnmálafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Vinnumarkaður Vinstri græn Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Það er okkur öllum mikilvægt að atvinnulífið hér á landi sé öruggt og að við getum sem flest tekið þátt í því. Hluti af því verkefni er að tryggja að atvinnulífið sé fjölbreytt. Síðustu ár hefur ferðaþjónusta á Íslandi blómstrað og verið ómetanlegur þáttur í efnahagskerfinu okkar eftir hrun og mörg störf hafa skapast hér vegna hennar. Það skyldi því engan undra hve mikið traust við höfum lagt á þessa atvinnugrein og hve miklar væntingar við höfum borið til áhrifa hennar á efnahagskerfið. En kannski höfum við treyst um of á þessa einu atvinnugrein síðustu ár. Heimsfaraldurinn hefur sýnt okkur hvað það er mikilvægt að vera við öllu búin. Við vitum ekki hvað framtíðin ber í skauti sér. Því er gríðarlega mikilvægt að byggja hér upp fjölbreytt atvinnulíf sem byggir á grænum og sjálfbærum áherslum og gerir sem flestum kleift að taka þátt í því. Vinstri græn hafa frá stofnun hreyfingarinnar talað fyrir fjölbreyttu atvinnulífi og mikilvægi þess að setja ekki öll eggin í sömu körfuna. Að stórefla umgjörð í kringum nýsköpun og rannsóknir er liður í því. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur þannig aukið framlög til nýsköpunar á kjörtímabilinu um 73% og hafa framlögin aldrei verið hærri. Þá hafa framlög til rannsóknasjóða heldur aldrei verið hærri. Á þessari braut viljum við í VG halda áfram; með skýra stefnu að leiðarljósi og alvöru aðgerðir sem skila árangri. Setjum ekki öll eggin í eina körfu Við erum öflugt og fjölbreytt samfélag í stöðugri þróun og atvinnulífið þarf að þróast í takt við það. Við þurfum vissulega að byggja upp ferðaþjónustuna á ný, en við þurfum að vera sjálfbærari á öllum sviðum samfélagsins. Hvort sem það er í ferðaþjónustu, matvælaframleiðslu eða annarri atvinnugrein eða hvort sem um neysluvenjur okkar er að ræða. Við þurfum að læra af reynslunni og laga okkur að þeim raunveruleika sem við búum við núna. Nú er tækifærið til að gera enn betur. Með fjölbreytni og sjálfbærni að leiðarljósi öðlumst við hér öruggara atvinnulíf. Höfundur er frambjóðandi Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmi suður og stjórnmálafræðingur.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun