Spítalinn gerir athugasemdir við málflutning formanns félags sjúkrahúslækna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. ágúst 2021 14:44 Landspítalinn í Fossvogi. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjórn Landspítalans gerir efnislegar athugasemdir við málflutning Theodórs Skúla Sigurðssonar, formanns félags sjúkrahúslækna, sem hefur að undanförnu komið fram í fjölmiðlum og gert vanda spítalans að umfjöllunarefni sínu. Í fyrradag sagði hann til að mynda fullyrðingar forsætisráðherra og fjármálaráðherra um að helsti vandi spítalans lægi í mönnun vera rangar, og að sparnaðaraðgerðir stjórnvalda hafi gegnið svo langt að heilbrigðisstarfsfólk hafi hreinlega átt að hætta að hjúkra og lækna. Þá hvatti hann ráðherra til að hlusta á starfsfólk Landspítala, heldur en stjórnendur hans. Í tilkynningu á vef Landspítalans, sem send er út í nafni framkvæmdastjórnar hans, eru gerðar þó nokkrar athugasemdir. „Varðandi fjármögnun Landspítala er hið rétta að forstjóri spítalans og aðrir stjórnendur hafa ítrekað vakið máls á vanfjármögnun spítalans, meðal annars í samtölum við ráðamenn á nýlegum fundum. Stjórnendur og starfsmenn spítalans hafa barist fyrir auknum fjárframlögum í samtölum við stjórnvöld og með formlegum hætti á vettvangi fjárveitingavaldsins auk þess að eiga um það fjölmörg viðtöl við fjölmiðla. Fjölgun gjörgæslurýma er á meðal þess sem aukin fjárframlög ættu að renna til. Sérstaklega hefur verið bent á þá staðreynd að gjörgæslurými eru með þeim fæstu sem gerast í löndum OECD enda hafa raddir starfsmanna verið skýrar þar um,“ segir í fyrsta lið athugasemdanna. Nánast öllum boðið starf en nú auglýst aftur Í öðrum lið er þá vikið að orðum Theodórs Skúla um að í vetur hafi mun fleiri hjúkrunarfræðingar sótt um vinnu á gjörgæsludeildum en fengu, þar sem takmarkaður fjöldi stöðugilda hafi verið í boði. Í yfirlýsingu framkvæmdastjórnarinnar segir að síðastliðinn vetur hafi verið auglýst eftir hjúkrunarfræðingum með gjörgæslusérhæfingu. Öllum sem höfðu hæfni og starfsleyfi hafi verið boðið starf, utan eins sem hafi haldið áfram störfum á gjörgæslukjarnanum og annars sem starfi á gjörgæslusviði. Nú hafi að gefnu tilefni aftur verið auglýst eftir hjúkrunarfræðingum á gjörgæsludeildir spítalans. „Starfsemi gjörgæsludeilda er gríðarlega mannaflafrek, enda flókin starfsemi sem krefst mikillar sérhæfingar. Gera þarf ráð fyrir 90-100 starfsmönnum á sólarhring til að unnt sé að reka gjörgæsludeildir Landspítala, ekki 60 eins og haldið hefur verið fram. Gjörgæslurýmum var tímabundið fækkað í sumar vegna sumarleyfa starfsfólks, en rýmum fjölgað á þeim tíma eftir þörfum. Þannig var rýmum t.d. fjölgað um 70% á tímabili. Nú eru 14 gjörgæslurými mönnuð og unnt að fjölga þeim eftir þörfum, þótt mönnun sé takmarkandi þáttur.“ Tekist á um sumarfrí Theodór Skúli hefur einnig sagt að hætt hafi verið að bjóða starfsmönnum 25 prósent lengingu á fríum sem tekin væru utan sumarleyfistíma. Þetta segir framkvæmdastjórnin ekki vera rétt. Um sé að ræða breytingu á kjarasamningum sem kveði á um að ef vinnuveitandi getur ekki veitt sumarfrí á sumarorlofstíma fái starfsmaður 25 prósent lengra frí, og að þessu ákvæði hafi verið beitt í sumar. „Samið var um þetta í miðlægum kjarasamningum sem spítalinn hefur ekki aðkomu að en verið var að breyta orlofskafla kjarasamninga og komu aðrir þættir inn í kaflann á móti þessu. Til dæmis var samið um aukinn orlofsrétt fyrir yngra starfsfólk, þannig að það fengi strax 30 daga orlof í stað 24-27 daga orlofs sem áður var. Undirritaður kjarasamningur er borinn undir atkvæði félagsmanna stéttarfélaga og voru kjarasamningar samþykktir af félagsmönnum áður en þeir tóku gildi.“ Þá segir að sumarumbun hafi verið sérstakt átaksverkefni á árunum 2016 til 2019, með það að markmiði að hvetja vaktavinnufólk til þess að vinna álagsvaktir, einkum um helgar og á rauðum dögum, yfir sumarmánuðina. Með tilkomu nýrra miðlægra kjarasamninga, þar sem samið hafi verið um betri vinnutíma og styttingu vinnuvikunnar, sé innbyggð hvatning til að taka fjölbreyttari vaktir en áður, svo sem helgarvaktir og rauða daga. Sú hvatning hafi því komið í stað sumarumbunar. Félagsdómur skeri úr um ágreining Theodór Skúli sagði þá að læknar hafi verið beðnir um að lækka starfshlutfall sitt í sparnaðarskyni og að ekki hafi átt að greiða þeim aukagreiðslur fyrir að taka vaktir vegna forfalla. Spítalinn svarar því til að um launahækkanir og starfskjör sé smið í miðlægum kjarasamningum milli stéttarfélaga og fjármálaráðuneytisins, án aðkomu spítalans. „Upp hefur komið ágreiningur um ákvæði kjarasamnings lækna sem snýr að því hvort greiða beri læknum viðbótargreiðslur fyrir aukavaktir. Samningsaðilar kjarasamnings eru tveir; Læknafélag Íslands og fjármálaráðuneytið. Því leitaði spítalinn til ráðuneytisins um túlkun og staðfesti ráðuneytið (kjara- og mannauðssýsla ríkisins) túlkun spítalans. Læknafélag Íslands vísaði deilunni til félagsdóms, sem er réttur aðili til að skera úr um ágreiningsatriði á milli samningsaðila.“ Stjórnendum hafi fækkað hlutfallslega Þá segir í yfirlýsingunni að Theodór Skúli hafi haldið því fram að vöxtur hafi verið í hópi stjórnenda spítalans, en hið rétta sé að fækkað hafi verið um 40 prósent í framkvæmdastjórn og öðrum stjórnendum hafi einnig fækkað, þó ekki sé tekið fram við hvaða tímabil er miðað. Nokkur fjölgun hafi orðið á starfsfólki spítalans en fjölgun stjórnenda ekki haldist í hendur við þá þróun, og þeim fækkað hlutfallslega. Stjórnunarspönn stjórnenda á spítalanum hafi verið og sé áfram mjög stór, þannig að hver stjórnandi á Landspítala hafi mun fleiri starfsmenn en almennt þekkist. Þetta graf sýnir hlutfall greiddra stöðugilda stjórnenda á móti hlutfalli stöðugilda annarra starfsmanna.Landspítalinn Þá segir að klínísk stoðþjónusta spítalans hafi verið efld á undanförnum árum, til þess að minnka skrifstofuvinnu hjá klínísku starfsfólki, til að mynda læknum og hjúkrunarfræðingum, svo þeir geti betur sinnt sínu kjarnahlutverki. „Markmið okkar allra er upplýst og uppbyggileg umræða um spítalans og framtíð hans. Farsælla er þegar slík umræða er byggð á staðreyndum og er áhugasamt starfsfólk hvatt til að afla sér gagna, sem m.a. er unnt að fá í starfsemisupplýsingum spítalans og frá hagdeild hans,“ segir að lokum í yfirlýsingunni, sem nálgast má hér. Yfirlæknir segir fjármögnun ekki vandamál Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítala, var inntur eftir sínum viðbrögðum við gagnrýni Theodórs Skúla á stjórnvöld og stjórnendur spítalans í dag. „Mitt hlutverk er að reyna að skipuleggja farsóttarmál og viðbragð spítalans við farsóttarmálum innan þess ramma sem spítalinn er búinn. Við höfum haft aðgang að öllum þeim lyfjum, tólum og tækjum sem við höfum talið þurfa. Þannig að það er svona mitt svar við því en hann verður að svara fyrir sínar ávirðingar.“ Fjármögnun er ekki vandamál innan þessa ramma? „Ekki innan þessa ramma, nei.“ Landspítalinn Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Sjá meira
Í fyrradag sagði hann til að mynda fullyrðingar forsætisráðherra og fjármálaráðherra um að helsti vandi spítalans lægi í mönnun vera rangar, og að sparnaðaraðgerðir stjórnvalda hafi gegnið svo langt að heilbrigðisstarfsfólk hafi hreinlega átt að hætta að hjúkra og lækna. Þá hvatti hann ráðherra til að hlusta á starfsfólk Landspítala, heldur en stjórnendur hans. Í tilkynningu á vef Landspítalans, sem send er út í nafni framkvæmdastjórnar hans, eru gerðar þó nokkrar athugasemdir. „Varðandi fjármögnun Landspítala er hið rétta að forstjóri spítalans og aðrir stjórnendur hafa ítrekað vakið máls á vanfjármögnun spítalans, meðal annars í samtölum við ráðamenn á nýlegum fundum. Stjórnendur og starfsmenn spítalans hafa barist fyrir auknum fjárframlögum í samtölum við stjórnvöld og með formlegum hætti á vettvangi fjárveitingavaldsins auk þess að eiga um það fjölmörg viðtöl við fjölmiðla. Fjölgun gjörgæslurýma er á meðal þess sem aukin fjárframlög ættu að renna til. Sérstaklega hefur verið bent á þá staðreynd að gjörgæslurými eru með þeim fæstu sem gerast í löndum OECD enda hafa raddir starfsmanna verið skýrar þar um,“ segir í fyrsta lið athugasemdanna. Nánast öllum boðið starf en nú auglýst aftur Í öðrum lið er þá vikið að orðum Theodórs Skúla um að í vetur hafi mun fleiri hjúkrunarfræðingar sótt um vinnu á gjörgæsludeildum en fengu, þar sem takmarkaður fjöldi stöðugilda hafi verið í boði. Í yfirlýsingu framkvæmdastjórnarinnar segir að síðastliðinn vetur hafi verið auglýst eftir hjúkrunarfræðingum með gjörgæslusérhæfingu. Öllum sem höfðu hæfni og starfsleyfi hafi verið boðið starf, utan eins sem hafi haldið áfram störfum á gjörgæslukjarnanum og annars sem starfi á gjörgæslusviði. Nú hafi að gefnu tilefni aftur verið auglýst eftir hjúkrunarfræðingum á gjörgæsludeildir spítalans. „Starfsemi gjörgæsludeilda er gríðarlega mannaflafrek, enda flókin starfsemi sem krefst mikillar sérhæfingar. Gera þarf ráð fyrir 90-100 starfsmönnum á sólarhring til að unnt sé að reka gjörgæsludeildir Landspítala, ekki 60 eins og haldið hefur verið fram. Gjörgæslurýmum var tímabundið fækkað í sumar vegna sumarleyfa starfsfólks, en rýmum fjölgað á þeim tíma eftir þörfum. Þannig var rýmum t.d. fjölgað um 70% á tímabili. Nú eru 14 gjörgæslurými mönnuð og unnt að fjölga þeim eftir þörfum, þótt mönnun sé takmarkandi þáttur.“ Tekist á um sumarfrí Theodór Skúli hefur einnig sagt að hætt hafi verið að bjóða starfsmönnum 25 prósent lengingu á fríum sem tekin væru utan sumarleyfistíma. Þetta segir framkvæmdastjórnin ekki vera rétt. Um sé að ræða breytingu á kjarasamningum sem kveði á um að ef vinnuveitandi getur ekki veitt sumarfrí á sumarorlofstíma fái starfsmaður 25 prósent lengra frí, og að þessu ákvæði hafi verið beitt í sumar. „Samið var um þetta í miðlægum kjarasamningum sem spítalinn hefur ekki aðkomu að en verið var að breyta orlofskafla kjarasamninga og komu aðrir þættir inn í kaflann á móti þessu. Til dæmis var samið um aukinn orlofsrétt fyrir yngra starfsfólk, þannig að það fengi strax 30 daga orlof í stað 24-27 daga orlofs sem áður var. Undirritaður kjarasamningur er borinn undir atkvæði félagsmanna stéttarfélaga og voru kjarasamningar samþykktir af félagsmönnum áður en þeir tóku gildi.“ Þá segir að sumarumbun hafi verið sérstakt átaksverkefni á árunum 2016 til 2019, með það að markmiði að hvetja vaktavinnufólk til þess að vinna álagsvaktir, einkum um helgar og á rauðum dögum, yfir sumarmánuðina. Með tilkomu nýrra miðlægra kjarasamninga, þar sem samið hafi verið um betri vinnutíma og styttingu vinnuvikunnar, sé innbyggð hvatning til að taka fjölbreyttari vaktir en áður, svo sem helgarvaktir og rauða daga. Sú hvatning hafi því komið í stað sumarumbunar. Félagsdómur skeri úr um ágreining Theodór Skúli sagði þá að læknar hafi verið beðnir um að lækka starfshlutfall sitt í sparnaðarskyni og að ekki hafi átt að greiða þeim aukagreiðslur fyrir að taka vaktir vegna forfalla. Spítalinn svarar því til að um launahækkanir og starfskjör sé smið í miðlægum kjarasamningum milli stéttarfélaga og fjármálaráðuneytisins, án aðkomu spítalans. „Upp hefur komið ágreiningur um ákvæði kjarasamnings lækna sem snýr að því hvort greiða beri læknum viðbótargreiðslur fyrir aukavaktir. Samningsaðilar kjarasamnings eru tveir; Læknafélag Íslands og fjármálaráðuneytið. Því leitaði spítalinn til ráðuneytisins um túlkun og staðfesti ráðuneytið (kjara- og mannauðssýsla ríkisins) túlkun spítalans. Læknafélag Íslands vísaði deilunni til félagsdóms, sem er réttur aðili til að skera úr um ágreiningsatriði á milli samningsaðila.“ Stjórnendum hafi fækkað hlutfallslega Þá segir í yfirlýsingunni að Theodór Skúli hafi haldið því fram að vöxtur hafi verið í hópi stjórnenda spítalans, en hið rétta sé að fækkað hafi verið um 40 prósent í framkvæmdastjórn og öðrum stjórnendum hafi einnig fækkað, þó ekki sé tekið fram við hvaða tímabil er miðað. Nokkur fjölgun hafi orðið á starfsfólki spítalans en fjölgun stjórnenda ekki haldist í hendur við þá þróun, og þeim fækkað hlutfallslega. Stjórnunarspönn stjórnenda á spítalanum hafi verið og sé áfram mjög stór, þannig að hver stjórnandi á Landspítala hafi mun fleiri starfsmenn en almennt þekkist. Þetta graf sýnir hlutfall greiddra stöðugilda stjórnenda á móti hlutfalli stöðugilda annarra starfsmanna.Landspítalinn Þá segir að klínísk stoðþjónusta spítalans hafi verið efld á undanförnum árum, til þess að minnka skrifstofuvinnu hjá klínísku starfsfólki, til að mynda læknum og hjúkrunarfræðingum, svo þeir geti betur sinnt sínu kjarnahlutverki. „Markmið okkar allra er upplýst og uppbyggileg umræða um spítalans og framtíð hans. Farsælla er þegar slík umræða er byggð á staðreyndum og er áhugasamt starfsfólk hvatt til að afla sér gagna, sem m.a. er unnt að fá í starfsemisupplýsingum spítalans og frá hagdeild hans,“ segir að lokum í yfirlýsingunni, sem nálgast má hér. Yfirlæknir segir fjármögnun ekki vandamál Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítala, var inntur eftir sínum viðbrögðum við gagnrýni Theodórs Skúla á stjórnvöld og stjórnendur spítalans í dag. „Mitt hlutverk er að reyna að skipuleggja farsóttarmál og viðbragð spítalans við farsóttarmálum innan þess ramma sem spítalinn er búinn. Við höfum haft aðgang að öllum þeim lyfjum, tólum og tækjum sem við höfum talið þurfa. Þannig að það er svona mitt svar við því en hann verður að svara fyrir sínar ávirðingar.“ Fjármögnun er ekki vandamál innan þessa ramma? „Ekki innan þessa ramma, nei.“
Landspítalinn Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Sjá meira