Hjól og hælisleitendur Indriði Stefánsson skrifar 25. ágúst 2021 07:01 Fyrir mörgum er reiðhjól ansi ómerkilegur hlutur. Undanfarin ár og áratugi hefur reiðhjólið hins vegar sótt mikið á sem ferðamáti, líkamsrækt og tómstundaiðkun. Búnaðurinn hefur líka orðið dýrari og betri; Nú má fá allt frá rafmagnshjólum og rafskútum yfir í kolefnistrefjagötuhjól. Reiðhjólaþjófnaður er jafnframt orðið daglegt brauð og dýrari hjól gera tjónið fyrir eigandann þeim mun meira. Það sem verra er, möguleikar hans á að endurheima hjólið eru sáralitlir. Þegar leitað er til lögreglunnar ber hún fyrir sig að hafa hvorki mannskap né fjármagn til að leita að stolnum hjólum. Vilji eigandinn endurheimta hjólið er mun líklegra til árangurs að leita á samfélagsmiðlum. Það felst í því nokkuð ranglæti að lögreglan geti ekki framfylgt landslögum, sérstaklega þegar um er að ræða hjól fyrir fleiri hundruð þúsund. En skiljanlega þarf lögreglan að forgangsraða. Hún hefur ekki úr endalausum mannskap eða peningum að moða. Það er ekki síst í því ljósi sem sumum þykir undarlegt að þegar annars konar glæpir berast í tal, eins og til dæmis varsla fíkniefna, þá ber lögreglan fyrir sig að geta ekki valið að framfylgja ekki landslögum. Jafnvel þó um minniháttar vörsluskammta sé að ræða.Þetta er líka viðkvæðið þegar kemur að útlendingamálum. Fjölmörg dæmi eru um að bæði Útlendingastofnun og lögreglan brjóti lög og reglugerðir til að framfylgja úrskurðum í útlendingamálum. Nýlegasta dæmið er þegar hælisleitendur, einn af viðkvæmari hópum samfélagsins, var sviptur öllum stuðningi á kolólöglegan hátt. Skiptir það okkur engu máli af því að um útlendinga er að ræða? Allt var þetta gert í nafni réttlætis og hinnar ófrávíkjanlegu skyldu um að framfylgja landslögum. Það skýtur skökku við að lögreglan geti ákveðið að láta glæpi eins og mörg hundruð þúsunda króna reiðhjólaþjófnað eiga sig en á sama tíma sækja af hörku glæpi sem oft skaða engan nema hugsanlega gerandann sjálfan. Þá skortir ekki mannskap eða fjármagn. Ef það er ranglæti að lögreglan geti ekki brugðist við þegar hjóli er stolið en réttlæti þegar vímuefnaneytendur og hælisleitendur eru beittir hörku þá má alveg taka undir með Jóni Hreggviðssyni. Verra er þeirra réttlæti. Höfundur er tölvunarfræðingur og frambjóðandi á lista Pírata til Alþingiskosninga 2021. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Indriði Stefánsson Píratar Skoðun: Kosningar 2021 Flóttamenn Hjólreiðar Fíkniefnabrot Mest lesið Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun Skoðun Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Leikskólinn – vara á markaði? Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Hugvekja í raforkuskorti Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Gæti Ísland skráð sig í sögubækurnar? Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Allra besta jólagjöfin Tinna Tómasdóttir,Lovísa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvorugt er né hefur verið raunin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar krísa er nýtt til að fyrirtækjavæða menntun Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Efni í nýjan stjórnarsáttmála Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Orkan og álið Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Eru skoðanir ungs fólks þýðingalitlar og ómarktækar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar Skoðun Verður verðmætasköpun í öndvegi á nýju kjörtímabili? Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Geturðu gert betur? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sérréttindablinda BHM og BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Hvað með allt þetta frí? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason skrifar Sjá meira
Fyrir mörgum er reiðhjól ansi ómerkilegur hlutur. Undanfarin ár og áratugi hefur reiðhjólið hins vegar sótt mikið á sem ferðamáti, líkamsrækt og tómstundaiðkun. Búnaðurinn hefur líka orðið dýrari og betri; Nú má fá allt frá rafmagnshjólum og rafskútum yfir í kolefnistrefjagötuhjól. Reiðhjólaþjófnaður er jafnframt orðið daglegt brauð og dýrari hjól gera tjónið fyrir eigandann þeim mun meira. Það sem verra er, möguleikar hans á að endurheima hjólið eru sáralitlir. Þegar leitað er til lögreglunnar ber hún fyrir sig að hafa hvorki mannskap né fjármagn til að leita að stolnum hjólum. Vilji eigandinn endurheimta hjólið er mun líklegra til árangurs að leita á samfélagsmiðlum. Það felst í því nokkuð ranglæti að lögreglan geti ekki framfylgt landslögum, sérstaklega þegar um er að ræða hjól fyrir fleiri hundruð þúsund. En skiljanlega þarf lögreglan að forgangsraða. Hún hefur ekki úr endalausum mannskap eða peningum að moða. Það er ekki síst í því ljósi sem sumum þykir undarlegt að þegar annars konar glæpir berast í tal, eins og til dæmis varsla fíkniefna, þá ber lögreglan fyrir sig að geta ekki valið að framfylgja ekki landslögum. Jafnvel þó um minniháttar vörsluskammta sé að ræða.Þetta er líka viðkvæðið þegar kemur að útlendingamálum. Fjölmörg dæmi eru um að bæði Útlendingastofnun og lögreglan brjóti lög og reglugerðir til að framfylgja úrskurðum í útlendingamálum. Nýlegasta dæmið er þegar hælisleitendur, einn af viðkvæmari hópum samfélagsins, var sviptur öllum stuðningi á kolólöglegan hátt. Skiptir það okkur engu máli af því að um útlendinga er að ræða? Allt var þetta gert í nafni réttlætis og hinnar ófrávíkjanlegu skyldu um að framfylgja landslögum. Það skýtur skökku við að lögreglan geti ákveðið að láta glæpi eins og mörg hundruð þúsunda króna reiðhjólaþjófnað eiga sig en á sama tíma sækja af hörku glæpi sem oft skaða engan nema hugsanlega gerandann sjálfan. Þá skortir ekki mannskap eða fjármagn. Ef það er ranglæti að lögreglan geti ekki brugðist við þegar hjóli er stolið en réttlæti þegar vímuefnaneytendur og hælisleitendur eru beittir hörku þá má alveg taka undir með Jóni Hreggviðssyni. Verra er þeirra réttlæti. Höfundur er tölvunarfræðingur og frambjóðandi á lista Pírata til Alþingiskosninga 2021.
„Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar
„Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun