„Öll franska þjóðin er saman komin til að berjast gegn vegabréfunum,“ segir í Twitter færslu, sem birt var á sunnudag, og sýnir myndband af Íslendingum á Arnarhóli. Frakkar hafa vissulega mótmælt þessum vegabréfum en óhætt er að segja að myndin sé sannarlega ekki frá mótmælunum. Fréttastofa AFP greinir frá.
Hér fyrir neðan má sjá myndbandið sem dreift hefur verið á frönskum samfélagsmiðlum:
The Entire Nation of France Has Come Together To Fight Against The Passports pic.twitter.com/7W8Pwpy96i
— wartime (@wartime171717) August 22, 2021
Bólusetningarvegabréfin sem Frakkar mótmæla hafa verið tekin í gildi víða í Frakklandi, ekki bara við ferðalög. Frakkar þurfa nú að sýna annað hvort fram á bólusetningu eða fyrra smit til þess að komast inn á veitingastaði, leikhús, bíósali, langferðarlestir og verslunarmiðstöðvar.
Hér er upprunalega myndbandið af Arnarhóli:
AMAZING: Over 10,000 Thousand Icelanders Do The Viking-Clap...#Isl #Euro2016
— BenchWarmers (@BeWarmers) July 4, 2016
Credit: @siminn pic.twitter.com/uyj5TDm4fg
Eins og flestir Íslendingar muna eftir söfnuðust fótboltaáhugamenn saman á Arnarhóli til að fagna heimkomu íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu eftir gott gengi í Evrópumeistaramótinu árið 2016. Það sem flestir muna kannski enn betur eftir er að mannfjöldinn á Arnarhóli tók víkingaklappið og sýnir myndbandið það einmitt.