Simon Kjær og dönsku læknarnir verðlaunaðir fyrir að bjarga lífi Eriksen Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 24. ágúst 2021 19:01 Simon Kjær var með þeim fyrstu til að bregðast við eftir að Eriksen hneig niður í leik gegn Finnum á Evrópumótinu í sumar. Danski landsliðsfyrirliðinn Simon Kjær, og læknateymið sem bjargaði lífi Christian Erikesen þegar hann fór í hjartastopp í leik danska landsliðsins gegn Finnum á Evrópumótinu í sumar, hljóta Forsetaverðlaun UEFA í vikunni. Kjær var fljótur að bregðast við þegar hann sá hvað hafði komið fyrir liðsfélaga sinn, og lagði hann í læsta hliðarlegu og tókst að koma í veg fyrir að Eriksen myndi gleypa tungu sína áður en sjúkraliðar komust að honum. Hann sá svo til þess að leikmenn liðsins mynduðu varnarvegg í kringum Eriksen eftir að læknateymið mætti á staðinn svo að hægt væri að hlúa að honum. Danski landsliðsfyrirliðinn hughreysti einnig eiginkonu Eriksen á vellinum, og hefur fengið mikið lof fyrir sína þátttöku í björgunaraðgerðum á vellinum. Hinn 29 ára Eriksen þakkaði fyrirliða sínum, læknateyminu og danska liðinu öllu fyrir sinn þátt í að bjarga lífi sínu. „Þið stóðuð ykkur frábærlega og björguðuð lífi mínu,“ sagði Eriksen um læknateymið eftir atvikið. „Ég vil líka þakka vini mínum og fyrirliða, Simon [Kjær], og liðsfélögum mínum öllum í danska liðinu, fyrir stuðninginn sem ég hef fengið. Bæði þann 12. júní, og eftir það.“ This week, Denmark captain Simon Kjær and the medical team that saved the life of Christian Eriksen will receive the 2021 UEFA President s Award.#UEFAawards— UEFA (@UEFA) August 24, 2021 Hjartastopp hjá Christian Eriksen Tengdar fréttir Mætti aftur til Ítalíu í dag - framhaldið óljóst Christian Eriksen, leikmaður Internazionale í Mílanó og danska landsliðsins í fótbolta, sneri aftur til Mílanó í dag. Eriksen hefur verið í fríi frá því að hann fór í hjartastopp í leik Danmerkur og Finnlands á Parken í Kaupmannahöfn á EM í sumar. 3. ágúst 2021 23:01 Eriksen og þeim sem björguðu lífi hans boðið á úrslitaleikinn Knattspyrnusamband Evrópu hefur boðið Dananum Christian Eriksen og sjúkraliðunum sem björguðu lífi hans að mæta á úrslitaleik Evrópumótsins á sunnudaginn. 7. júlí 2021 09:01 Eriksen útskrifaður af spítala Daninn Christian Eriksen hefur verið útskrifaður af spítala eftir tæplega vikudvöl í kjölfar hjartaáfalls sem hann fékk í leik Danmerkur og Finnlands á EM þann 12. júní síðastliðinn. Eriksen þakkar fyrir stuðninginn sem hann hefur hlotið í yfirlýsingu sem danska knattspyrnusambandið sendi frá sér nú síðdegis. 18. júní 2021 16:30 „Kraftaverkabræður“ frá mikið hrós fyrir að bjarga lífi Christian Eriksen Læknarnir, sem hlupu inn á völlinn og lífguðu við Christian Eriksen, eru bræður. Þeir fá mikið hrós frá dönsku landsliðsmönnunum. 15. júní 2021 09:01 Óhugnalegt fall Eriksen til jarðar kveikti strax grun um hjartastopp Kristján Guðmundsson, hjartalækni á Landspítalanum, grunaði strax sterklega hvað hafði komið fyrir danska landsliðsmanninn Christian Eriksen þegar hann féll meðvitundarlaus til jarðar án þess að bera hendur fyrir sig. 13. júní 2021 23:31 Landsliðslæknirinn staðfestir að Eriksen fór í hjartastopp Morten Boesen, læknir danska karlalandsliðsins í fótbolta, hefur staðfest það að Christian Eriksen hafi farið í hjartastopp á leik Danmerkur og Finnlands á EM í Kaupmannahöfn í gær. 13. júní 2021 14:27 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Sjá meira
Kjær var fljótur að bregðast við þegar hann sá hvað hafði komið fyrir liðsfélaga sinn, og lagði hann í læsta hliðarlegu og tókst að koma í veg fyrir að Eriksen myndi gleypa tungu sína áður en sjúkraliðar komust að honum. Hann sá svo til þess að leikmenn liðsins mynduðu varnarvegg í kringum Eriksen eftir að læknateymið mætti á staðinn svo að hægt væri að hlúa að honum. Danski landsliðsfyrirliðinn hughreysti einnig eiginkonu Eriksen á vellinum, og hefur fengið mikið lof fyrir sína þátttöku í björgunaraðgerðum á vellinum. Hinn 29 ára Eriksen þakkaði fyrirliða sínum, læknateyminu og danska liðinu öllu fyrir sinn þátt í að bjarga lífi sínu. „Þið stóðuð ykkur frábærlega og björguðuð lífi mínu,“ sagði Eriksen um læknateymið eftir atvikið. „Ég vil líka þakka vini mínum og fyrirliða, Simon [Kjær], og liðsfélögum mínum öllum í danska liðinu, fyrir stuðninginn sem ég hef fengið. Bæði þann 12. júní, og eftir það.“ This week, Denmark captain Simon Kjær and the medical team that saved the life of Christian Eriksen will receive the 2021 UEFA President s Award.#UEFAawards— UEFA (@UEFA) August 24, 2021
Hjartastopp hjá Christian Eriksen Tengdar fréttir Mætti aftur til Ítalíu í dag - framhaldið óljóst Christian Eriksen, leikmaður Internazionale í Mílanó og danska landsliðsins í fótbolta, sneri aftur til Mílanó í dag. Eriksen hefur verið í fríi frá því að hann fór í hjartastopp í leik Danmerkur og Finnlands á Parken í Kaupmannahöfn á EM í sumar. 3. ágúst 2021 23:01 Eriksen og þeim sem björguðu lífi hans boðið á úrslitaleikinn Knattspyrnusamband Evrópu hefur boðið Dananum Christian Eriksen og sjúkraliðunum sem björguðu lífi hans að mæta á úrslitaleik Evrópumótsins á sunnudaginn. 7. júlí 2021 09:01 Eriksen útskrifaður af spítala Daninn Christian Eriksen hefur verið útskrifaður af spítala eftir tæplega vikudvöl í kjölfar hjartaáfalls sem hann fékk í leik Danmerkur og Finnlands á EM þann 12. júní síðastliðinn. Eriksen þakkar fyrir stuðninginn sem hann hefur hlotið í yfirlýsingu sem danska knattspyrnusambandið sendi frá sér nú síðdegis. 18. júní 2021 16:30 „Kraftaverkabræður“ frá mikið hrós fyrir að bjarga lífi Christian Eriksen Læknarnir, sem hlupu inn á völlinn og lífguðu við Christian Eriksen, eru bræður. Þeir fá mikið hrós frá dönsku landsliðsmönnunum. 15. júní 2021 09:01 Óhugnalegt fall Eriksen til jarðar kveikti strax grun um hjartastopp Kristján Guðmundsson, hjartalækni á Landspítalanum, grunaði strax sterklega hvað hafði komið fyrir danska landsliðsmanninn Christian Eriksen þegar hann féll meðvitundarlaus til jarðar án þess að bera hendur fyrir sig. 13. júní 2021 23:31 Landsliðslæknirinn staðfestir að Eriksen fór í hjartastopp Morten Boesen, læknir danska karlalandsliðsins í fótbolta, hefur staðfest það að Christian Eriksen hafi farið í hjartastopp á leik Danmerkur og Finnlands á EM í Kaupmannahöfn í gær. 13. júní 2021 14:27 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Sjá meira
Mætti aftur til Ítalíu í dag - framhaldið óljóst Christian Eriksen, leikmaður Internazionale í Mílanó og danska landsliðsins í fótbolta, sneri aftur til Mílanó í dag. Eriksen hefur verið í fríi frá því að hann fór í hjartastopp í leik Danmerkur og Finnlands á Parken í Kaupmannahöfn á EM í sumar. 3. ágúst 2021 23:01
Eriksen og þeim sem björguðu lífi hans boðið á úrslitaleikinn Knattspyrnusamband Evrópu hefur boðið Dananum Christian Eriksen og sjúkraliðunum sem björguðu lífi hans að mæta á úrslitaleik Evrópumótsins á sunnudaginn. 7. júlí 2021 09:01
Eriksen útskrifaður af spítala Daninn Christian Eriksen hefur verið útskrifaður af spítala eftir tæplega vikudvöl í kjölfar hjartaáfalls sem hann fékk í leik Danmerkur og Finnlands á EM þann 12. júní síðastliðinn. Eriksen þakkar fyrir stuðninginn sem hann hefur hlotið í yfirlýsingu sem danska knattspyrnusambandið sendi frá sér nú síðdegis. 18. júní 2021 16:30
„Kraftaverkabræður“ frá mikið hrós fyrir að bjarga lífi Christian Eriksen Læknarnir, sem hlupu inn á völlinn og lífguðu við Christian Eriksen, eru bræður. Þeir fá mikið hrós frá dönsku landsliðsmönnunum. 15. júní 2021 09:01
Óhugnalegt fall Eriksen til jarðar kveikti strax grun um hjartastopp Kristján Guðmundsson, hjartalækni á Landspítalanum, grunaði strax sterklega hvað hafði komið fyrir danska landsliðsmanninn Christian Eriksen þegar hann féll meðvitundarlaus til jarðar án þess að bera hendur fyrir sig. 13. júní 2021 23:31
Landsliðslæknirinn staðfestir að Eriksen fór í hjartastopp Morten Boesen, læknir danska karlalandsliðsins í fótbolta, hefur staðfest það að Christian Eriksen hafi farið í hjartastopp á leik Danmerkur og Finnlands á EM í Kaupmannahöfn í gær. 13. júní 2021 14:27