Fjögur svefnherbergi er í húsinu en birt stærð eignar samkvæmt Þjóðskrá Íslands er 310 fermetrar. Baldur Svavarsson arkitekt hannaði húsið en um innanhúshönnun sá Rut Kára. Hönnun lýsingar var svo í höndum Rut Kára og Lumex.
Hjónaherbergið er einstaklega flott en það er með góðu fataherbergi, sér baðherbergi og þaðan er útgengt á verönd á bak við húsið þar sem er staðsettur heitur pottur.

Fasteignamat eignarinnar er 168.400.000 en ekkert verð er skráð á auglýsinguna heldur er óskað eftir tilboðum. Nánari upplýsingar er að finna á Fasteignavef Vísis.








