Fréttir

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Heimir Már Pétursson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf. vísir

Í hádegisfréttum greinum við frá því að sviðslistafólk voni að fimm hundruð manns fái að koma saman og hraðgreiningarpróf komi í stað fjarlægðartakmarkana þegar ríkisstjórnin kynnir nýjar aðgerðir í sóttvarnamálum á morgun.

Núgildandi sóttvarnaaðgerðir renna út á föstudag og hafa bæði heilbrigðisráðherra og sóttvarnalæknir sagt að tilefni væri til að slaka á aðgerðum. Áttatíu og fjórir greindust smitaðir innanlands í gær, tuttugu fleiri en í fyrradag, þar af voru 47 prósent utan sóttkvíar.

Samfylkingin kynnti kosningastefnuskrá sína í morgun. Formaður flokksins segir ekki þörf á að huga að endurnýjun forystunnar þótt flokkurinn hafi mælst með níu til fjórtán prósent í könnunum að undanförnu. Flokkurinn ætli að leiða saman í annars konar ríkisstjórn eftir kosningar en nú sitji.

Kamala Harris varaforseti Bandaríkjanna hvetur Víetnama til samstöðu gegn yfirgangi Kína á Suðurkínahafi. Hún greindi frá fjölbreyttum stuðningi við Víetnam í upphafi opinberrar heimsóknar sinnar þangað í morgun.

Þetta og fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar sem einnig eru sendar út beint hér á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×