Gott fyrir börnin að æfa gönguleiðina í skólann Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 25. ágúst 2021 12:32 Í þessari viku hefst kennsla á ný í flestum grunnskólum landsins og mörg börn ganga í skólann. Vísir/Vilhelm Nú eru skólarnir að fara aftur af stað og mörg börn að fara í fyrsta sinn ein út í umferðina. Hildur Guðjónsdóttir, hópstjóri í Öryggis- og fræðsludeild Samgöngustofu, segir mikilvægt að æfa gönguleiðina áður en börnin byrja að ganga ein í skólann. „Foreldrar og þau sem eru að senda börnin af stað þurfa að hafa það í huga að undirbúa þau vel,“ sagði Hildur í viðtali á Bítinu á Bylgjunni í dag. „Það er frábær hugmynd að æfa leiðina til og frá skóla og velja öruggustu leiðina, því stysta leiðin er ekkert endilega sú öruggasta.“ Hildur segir að ef það sé gata á gönguleiðinni í skólann sé gott að æfa að fara yfir hana og velja staðsetningu þar sem er kannski gangbraut eða ljós. „Við erum að reyna að höfða til foreldra að taka þessa ábyrgð og reyna að æfa börnin og að allir sem eru á ferðinni, taki tillit til þessara krakka. Þetta er á fimmta þúsund um land allt og þetta eru óttaleg kríli.“ Viðtalið má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Augun á umhverfinu en ekki símanum Það er líka mikið um rafhlaupahjól og önnur farartæki í umferðinni og geta foreldrar líka rætt við eldri börn um notkun þeirra. „Við erum búin að taka saman slysin yfir fyrsta hálfa árið á þessu ári og það er alveg áberandi að það er þessi yngsti hópur, sem er til dæmis á rafhlaupahjólunum, sem að er kannski að lenda í óhöppum af því að þjálfunin hefur ekki verið næg.“ Hún hvetur ökumenn allra ökutækja til að horfa vel í kringum sig, sérstaklega nú þegar skólarnir eru að hefjast og börnin flykkjast út í umferðina. „Það þarf að vera með athyglina á veginum og gangstéttunum og alls ekki á símanum.“ Hildur segir að foreldrar geti gert ýmislegt annað til þess að tryggja öryggi barnanna í umferðinni eins og að velja frekar skæra liti en dökka þegar kaupa á útiföt. Einnig sé mikilvægt að nota endurskynsmerki og á vef Samgöngustofu má finna lista yfir söluaðila. Leiðbeiningar um notkun endurskinsmerkja.Samgöngustofa Börn og uppeldi Umferðaröryggi Bítið Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Tom Cruise og Ana de Armas sögð stinga saman nefjum Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið Fleiri fréttir Tom Cruise og Ana de Armas sögð stinga saman nefjum Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi „Sorgleg þróun“ Líf og fjör í teiti 66°Norður í Kaupmannahöfn „Fann það á mér að það væri of mikil fórn“ Kanye og Censori séu við það að skilja Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Blár hvalur í kveðjugjöf „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Russell Brand stefnt vegna kynferðislegrar áreitni Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja Sjá meira
„Foreldrar og þau sem eru að senda börnin af stað þurfa að hafa það í huga að undirbúa þau vel,“ sagði Hildur í viðtali á Bítinu á Bylgjunni í dag. „Það er frábær hugmynd að æfa leiðina til og frá skóla og velja öruggustu leiðina, því stysta leiðin er ekkert endilega sú öruggasta.“ Hildur segir að ef það sé gata á gönguleiðinni í skólann sé gott að æfa að fara yfir hana og velja staðsetningu þar sem er kannski gangbraut eða ljós. „Við erum að reyna að höfða til foreldra að taka þessa ábyrgð og reyna að æfa börnin og að allir sem eru á ferðinni, taki tillit til þessara krakka. Þetta er á fimmta þúsund um land allt og þetta eru óttaleg kríli.“ Viðtalið má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Augun á umhverfinu en ekki símanum Það er líka mikið um rafhlaupahjól og önnur farartæki í umferðinni og geta foreldrar líka rætt við eldri börn um notkun þeirra. „Við erum búin að taka saman slysin yfir fyrsta hálfa árið á þessu ári og það er alveg áberandi að það er þessi yngsti hópur, sem er til dæmis á rafhlaupahjólunum, sem að er kannski að lenda í óhöppum af því að þjálfunin hefur ekki verið næg.“ Hún hvetur ökumenn allra ökutækja til að horfa vel í kringum sig, sérstaklega nú þegar skólarnir eru að hefjast og börnin flykkjast út í umferðina. „Það þarf að vera með athyglina á veginum og gangstéttunum og alls ekki á símanum.“ Hildur segir að foreldrar geti gert ýmislegt annað til þess að tryggja öryggi barnanna í umferðinni eins og að velja frekar skæra liti en dökka þegar kaupa á útiföt. Einnig sé mikilvægt að nota endurskynsmerki og á vef Samgöngustofu má finna lista yfir söluaðila. Leiðbeiningar um notkun endurskinsmerkja.Samgöngustofa
Börn og uppeldi Umferðaröryggi Bítið Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Tom Cruise og Ana de Armas sögð stinga saman nefjum Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið Fleiri fréttir Tom Cruise og Ana de Armas sögð stinga saman nefjum Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi „Sorgleg þróun“ Líf og fjör í teiti 66°Norður í Kaupmannahöfn „Fann það á mér að það væri of mikil fórn“ Kanye og Censori séu við það að skilja Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Blár hvalur í kveðjugjöf „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Russell Brand stefnt vegna kynferðislegrar áreitni Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja Sjá meira