Umferðaröryggi

Fréttamynd

Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar

Banaslys sem varð á Reykjanesbraut við Straumsvík í janúar í fyrra orsakaðist af því að ökumaður jepplings missti stjórn á honum og ók yfir á rangan vegarhelming að hluta. Þar lenti jepplingurinn framan á vörubifreið. Ökumaður jepplingsins lést átta dögum eftir slysið.

Innlent
Fréttamynd

Svæðis­stjóri Vega­gerðarinnar sleginn vegna bana­slyssins

Svæðisstjóri Vegagerðarinnar á Suðursvæði kveðst sleginn vegna banaslyss sem varð á mánudaginn þegar grjót hrundi niður Steinafjall og á bifreið. Honum finnst fullmikið að segja að Vegagerðin hafi fengið ítrekaðar ábendingar um hættuna þótt hún hafi verið meðvituð um vandann en strax verði ráðist í að skoða hvort ekki sé hægt að ráðast í framkvæmdir við vegarkaflann.

Innlent
Fréttamynd

Blikkandi viðvörunar­ljós

Með stuttu millibili hafa orðið nokkur alvarleg bílslys hér á landi með þeim afleiðingum að nokkrir hafa látist. Lítið barn, maður á besta aldri og kona sem var á ferð um landið. Vegir um allt land eru að molna í sundur og víða er vörnum við vegi ábótavant.

Skoðun
Fréttamynd

„Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykja­vík?“

Kona sem býr steinsnar frá vettvangi banaslyss sem varð á Suðurlandi í gær segir að það hafi verið viðbúið að eitthvað hræðilegt myndi gerast á svæðinu í ljósi þess hve algengt er að það hrynji úr skriðum Steinafjalls. Hún bindur vonir við að Vegagerðin taki við sér áður en næsta stórslys verður.

Innlent
Fréttamynd

Ekið á gangandi veg­faranda

Alvarlegt umferðarslys varð við Reykjanesbraut við brúna milli Nýbýlavegs og Breiðholtsbrautar. Ekið var á gangandi vegfaranda.

Innlent
Fréttamynd

Bana­slys á Suður­lands­vegi eftir grjót­hrun

Banaslys varð í dag þegar grjót hrundi úr Steinafjalli á bíl á Suðurlandsvegi við Holtsós undir Eyjafjöllum, laust fyrir klukkan 13. Þrír erlendir ferðamenn voru í bílnum. Einn þeirra lést en hinir tveir hlutu minniháttar áverka.

Innlent
Fréttamynd

Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suður­landi

Byggðaþróunarfulltrúi uppsveita Árnessýslu segir að eitthvað stórt eigi eftir að gerast í umferðinni á sínu atvinnusvæði vegna lélegra vega og samgangna. Fulltrúinn, sem býr í Þorlákshöfn taldi 150 holur í veginum á leið sinni í Aratungu í Bláskógabyggð en gafst þá upp að telja en þá átti viðkomandi samt eftir hálftíma í Aratungu

Innlent
Fréttamynd

Undir­búa vilja­yfir­lýsingu um jarð­göng í gegnum Reynis­fjall

Sveitarfélögin Mýrdalshreppur, Skaftárhreppur og Hornafjörður ásamt Summu rekstrarfélagi undirbúa gerð sameiginlegrar viljayfirlýsingar „vegna fjármögnunar á göngum í gegnum Reynisfjall“. Summa rekstrarfélag yrði samstarfsaðili fyrir hönd innviðasjóða í eigu nítján lífeyrissjóða og tryggingafélags.

Innlent
Fréttamynd

Göturnar sem verða mal­bikaðar í sumar í Reykja­vík

Malbikað verður fyrir einn milljarð í Reykjavík í sumar og til viðbótar verður farið í malbiksviðgerðir fyrir 200 milljónir króna. Gert er ráð fyrir því að hægt verði að hefja framkvæmdir við fræsun og yfirlagnir í maí og áætlað er að þeim ljúki í september. Malbiksviðgerðir eru unnar allt árið og samhliða fræsun og yfirlögnum.

Innlent
Fréttamynd

„Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“

Vegakerfið er byggt upp á löngum tíma og stór hluti þess er kominn á tíma. Á sama tíma hefur fjárfesting ekki verið nægileg, sama hvort það er í tengslum við viðhald eða nýframkvæmdir. Þetta, og margt annað, kom fram í Pallborði um umferðaröryggi og vegakerfið á Vísi í dag.

Innlent
Fréttamynd

Pall­borðið: Um­ferðar­öryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld

Fjórir hafa farist í umferðarslysum á árinu, þar af þrír á fjögurra daga tímabili. Fjöldi þeirra sem látast eða slasast alvarlega í umferðinni fer hækkandi þvert á markmið. Fjallað verður um umferðaröryggi og ástand samgönguinnviða á Íslandi í Pallborðinu á Vísi klukkan 12:30 í dag. 

Innlent
Fréttamynd

Ó­trú­lega oft ekið á bú­fé á Suður­landi

Varðstjóri hjá Lögreglunni á Suðurlandi hefur verulegar áhyggjur af því hvað ekið er mikið á búfé í umdæminu með tilheyrandi skemmdum á bílum og dauðum skepnum, aðallega sauðfé. Á árunum 2014 til 2024 var ekið 1550 sinnum á búfé með tilheyrandi tjónum.

Innlent
Fréttamynd

Vinna hafin við nýja göngu­brú í Vogahverfinu

Framkvæmdir eru hafnar við nýja göngu- og hjólabrú yfir Sæbraut. Uppsetning á stálvirki fyrir undirstöðurnar stendur nú yfir auk þess sem unnið er að samsetningu brúarinnar sem verður sett í heilu lagi á sinn stað. Gert er ráð fyrir að brúin verði tilbúin fyrir miðjan maí ef veðuraðstæður leyfa. Greint er frá þessu í tilkynningu frá Betri samgöngum ohf..

Innlent
Fréttamynd

Slysaþróun þvert á mark­mið: Fjöldi nýrra á­skorana

Fjórir hafa látist í banaslysum í umferðinni það sem af er ári og þar af létust þrír á fjögurra daga tímabili. Fjöldi þeirra sem látast eða slasast alvarlega í umferðinni fer hækkandi þvert á markmið og deildarstjóri öryggis- og fræðslumála hjá Samgöngustofu segir fjölda nýrra áskorana í umferðaröryggi.

Innlent
Fréttamynd

Skrifræðismartröð í Hæðar­garði

Hugmyndin um Kafkaískt skrifræði kemur úr bókum tékkneska rithöfundarins Frans Kafka en hann lýsti í verkum sínum martraðakenndu skrifræði betur en nokkur annar. Alveg sama hvað þú gerir, hvernig þú gerir það og hve oft þú reynir – alltaf lendirðu á vegg.

Skoðun
Fréttamynd

Þrjú bana­slys á fjórum dögum

Þrír hafa látið lífið í umferðarslysum á síðustu fjórum dögum, þar á meðal barn á öðru aldursári. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir aðdraganda banaslyss sem varð í Berufirði í dag enn til rannsóknar.

Innlent
Fréttamynd

Einn látinn eftir á­rekstur í Berufirði

Einn hefur verið úrskurðaður látinn eftir árekstur tveggja bíla á Hringveginum á milli Djúpavogs og Breiðdalsvíkur. Hinir þrír um borð í bílunum voru fluttir með þyrlum Landhelgisgæslunnar.

Innlent
Fréttamynd

Hættu­legustu gatna­mótin við Miklu­braut

Hættulegustu gatnamótin í Reykjavík eru gatnamótin við Miklubraut og Kringlumýrarbraut og svo gatnamótin við Miklubraut og Grensásveg. Aðalvarðstjóri umferðardeildar telur að hægt sé að bæta umferðaröryggi með því að bæta ljósastýringu við Grensásveg.

Innlent
Fréttamynd

Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun öku­mannsins

Landsréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að tryggingafélagið Sjóvá eigi að greiða ungri konu rúmar tvær milljónir, auk vaxta, vegna líkamstjóns sem hún varð fyrir þegar hún lenti í bílslysi á Hlíðarfjallsvegi við Akureyri. Ágreiningsefni málsins varðaði það hvort konan hefði átt að gera sér grein fyrir því hvort ökumaður bílsins væri ölvaður.

Innlent
Fréttamynd

Slit­lag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar

Vegagerðin hefur boðið út endurbyggingu síðasta ómalbikaða kafla Grafningsvegar, brekkuna á vesturbakka Sogsins sem liggur upp frá brúnni við Írafossvirkjun og í átt að Ljósafossvirkjun. Fyrirhugað er að drífa verkið áfram og skal því að fullu lokið í sumar, fyrir 1. ágúst 2025.

Innlent