„Rútuferðirnar voru örugglega hluti af þessu“ Sindri Sverrisson skrifar 25. ágúst 2021 20:48 Ásdís Karen Halldórsdóttir fyrir miðju í meistarafögnuði Vals í kvöld. Hún var að vonum hæstánægð með sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil. vísir/hulda margrét „Tvær rútuferðir. Ein á Húsavík og önnur á Krókinn. Eftir það var þetta pottþétt,“ sagði Pétur Pétursson, þjálfari nýkrýndra Íslandsmeistara Vals, sposkur á svip þegar hann var spurður hvað hefði skilað liðinu titlinum. Pétur vildi ekki fara nánar út í það hvað rútuferðirnar í sumar hefðu gert fyrir Valsliðið en sagðist kannski gera það síðar. „En núna má opna kampavínið. Við fögnum þessum titlum eins og öllum sem við vinnum,“ sagði Pétur á Hlíðarenda í kvöld þar sem Valur varð Íslandsmeistari í fótbolta kvenna í tólfta sinn. Þetta er annar Íslandsmeistaratitill Péturs á þeim fjórum árum sem hann hefur þjálfað Val og hann er hvergi hættur: „Þetta er að mörgu leyti nýtt lið sem að stelpurnar bjuggu til og við gerðum það bara frábærlega vel í sumar. Mér fannst þetta rosalega mikið „lið“. Eftir erfiða byrjun fannst mér þetta breytast í rosalega gott knattspyrnulið og það skilaði þessum titli fyrst og fremst. Ef að ég er hérna þá er stefnan að halda áfram að vinna titla,“ sagði Pétur, og verður hann áfram? „Já, ég held að það hljóti að vera.“ Pétur Pétursson hefur ærna ástæðu til að fagna enda Íslandsmeistari í annað sinn á þremur árum.vísir/hulda margrét Eitthvað sem ég hef beðið lengi eftir og unnið hart að Ásdís Karen Halldórsdóttir hló aðspurð hvort það væri rétt hjá Pétri að rútuferðir út á land hefðu lagt grunninn að titlinum: „Rútuferðirnar voru örugglega hluti af þessu. Þær þjöppuðu okkur saman. En mér finnst bara allir hafa gert sitt allra besta í sumar, leikmenn og þjálfarar og bara allir, svo þetta er okkur öllum að þakka,“ sagði Ásdís Karen. „Þetta er fyrsti titillinn minn og eitthvað sem ég hef beðið lengi eftir og unnið hart að. Þetta er frábær tilfinning,“ sagði Ásdís Karen sem er á sinni annarri leiktíð með Val og hefur verið í stóru hlutverki í sumar: „Það er gaman að fá traustið til að spila og þetta hefur bara verið geggjað,“ segir Ásdís Karen og hún tekur undir að hún hafi vaxið með hverri raun í sumar: „Alveg hundrað prósent. Maður fær meira sjálfstraust með spilatímanum og það er búið að skila sér.“ Pepsi Max-deild kvenna Valur Tengdar fréttir „Þó að það blési á móti þá héldum við alltaf áfram“ „Mér líður frábærlega. Þetta er virkilega skemmtilegt,“ sagði Elín Metta Jensen, framherji nýkrýndra Íslandsmeistara Vals í fótbolta. 25. ágúst 2021 20:23 Leik lokið: Valur - Tindastóll 6-1 | Tólfti titill Valskvenna Valskonur tryggðu sér í kvöld sinn tólfta Íslandsmeistaratitil í fótbolta með öruggum sigri á botnliði Tindastóls í þriðja síðasta leik sínum í sumar. 25. ágúst 2021 19:44 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Sjá meira
Pétur vildi ekki fara nánar út í það hvað rútuferðirnar í sumar hefðu gert fyrir Valsliðið en sagðist kannski gera það síðar. „En núna má opna kampavínið. Við fögnum þessum titlum eins og öllum sem við vinnum,“ sagði Pétur á Hlíðarenda í kvöld þar sem Valur varð Íslandsmeistari í fótbolta kvenna í tólfta sinn. Þetta er annar Íslandsmeistaratitill Péturs á þeim fjórum árum sem hann hefur þjálfað Val og hann er hvergi hættur: „Þetta er að mörgu leyti nýtt lið sem að stelpurnar bjuggu til og við gerðum það bara frábærlega vel í sumar. Mér fannst þetta rosalega mikið „lið“. Eftir erfiða byrjun fannst mér þetta breytast í rosalega gott knattspyrnulið og það skilaði þessum titli fyrst og fremst. Ef að ég er hérna þá er stefnan að halda áfram að vinna titla,“ sagði Pétur, og verður hann áfram? „Já, ég held að það hljóti að vera.“ Pétur Pétursson hefur ærna ástæðu til að fagna enda Íslandsmeistari í annað sinn á þremur árum.vísir/hulda margrét Eitthvað sem ég hef beðið lengi eftir og unnið hart að Ásdís Karen Halldórsdóttir hló aðspurð hvort það væri rétt hjá Pétri að rútuferðir út á land hefðu lagt grunninn að titlinum: „Rútuferðirnar voru örugglega hluti af þessu. Þær þjöppuðu okkur saman. En mér finnst bara allir hafa gert sitt allra besta í sumar, leikmenn og þjálfarar og bara allir, svo þetta er okkur öllum að þakka,“ sagði Ásdís Karen. „Þetta er fyrsti titillinn minn og eitthvað sem ég hef beðið lengi eftir og unnið hart að. Þetta er frábær tilfinning,“ sagði Ásdís Karen sem er á sinni annarri leiktíð með Val og hefur verið í stóru hlutverki í sumar: „Það er gaman að fá traustið til að spila og þetta hefur bara verið geggjað,“ segir Ásdís Karen og hún tekur undir að hún hafi vaxið með hverri raun í sumar: „Alveg hundrað prósent. Maður fær meira sjálfstraust með spilatímanum og það er búið að skila sér.“
Pepsi Max-deild kvenna Valur Tengdar fréttir „Þó að það blési á móti þá héldum við alltaf áfram“ „Mér líður frábærlega. Þetta er virkilega skemmtilegt,“ sagði Elín Metta Jensen, framherji nýkrýndra Íslandsmeistara Vals í fótbolta. 25. ágúst 2021 20:23 Leik lokið: Valur - Tindastóll 6-1 | Tólfti titill Valskvenna Valskonur tryggðu sér í kvöld sinn tólfta Íslandsmeistaratitil í fótbolta með öruggum sigri á botnliði Tindastóls í þriðja síðasta leik sínum í sumar. 25. ágúst 2021 19:44 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Sjá meira
„Þó að það blési á móti þá héldum við alltaf áfram“ „Mér líður frábærlega. Þetta er virkilega skemmtilegt,“ sagði Elín Metta Jensen, framherji nýkrýndra Íslandsmeistara Vals í fótbolta. 25. ágúst 2021 20:23
Leik lokið: Valur - Tindastóll 6-1 | Tólfti titill Valskvenna Valskonur tryggðu sér í kvöld sinn tólfta Íslandsmeistaratitil í fótbolta með öruggum sigri á botnliði Tindastóls í þriðja síðasta leik sínum í sumar. 25. ágúst 2021 19:44