Lögreglumaðurinn sem banaði innrásarkonu stígur fram Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. ágúst 2021 23:00 Myndin er tekin í byrjun janúar þegar æstur múgur réðist inn í bandaríska þinghúsið. Getty/Brent Stirton Lögreglumaðurinn sem skaut konu, sem tók þátt í innrásinni í bandaríska þinghúsið, til bana mun á morgun stíga fram og segja sögu sína í sjónvarpsviðtali. Fyrst þá verður nafn lögreglumannsins þekkt en aðeins tveir dagar eru liðnir frá því að tilkynnt var að lögreglumaðurinn muni ekki sæta viðurlögum fyrir manndrápið. Konan sem var skotin til bana hét Ashli Babbit, var 35 ára gamall Kaliforníubúi og hafði verið í flugher Bandaríkjanna í um fjórtán ár. Hún var ötull stuðningsmaður Donalds Trumps, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, og var skotin þegar hún og aðrir stuðningsmenn hans brutu sér leið inn í þinghúsið til að stöðva staðfestingum úrslita forsetakosningnanna í nóvember. Babbit var skotin þegar hún og aðrir voru að reyna að brjóta sér leið inn í sal þar sem vopnaðir lögregluþjónar höfðu lokað að sér. Hún var skotin af lögreglumanninum í vinstri öxlina þegar hún reyndi að troða sér í gegn um gat á rúðu, sem var á hurð salarins. Hún var flutt á sjúkrahús stuttu síðar og var þar úrskurðuð látin. Frá andláti hennar hefur Babbit orðið eins konar píslarvottur skoðanabræðra hennar á hægri væng bandarískra stjórnvalda. Stuðningsmenn Trumps hafa til að mynda safnað þúsundum Bandaríkjadala í gegn um safnanir á Internetinu og forsetinn fyrrverandi hefur sjálfur rætt við foreldra hennar. Fyrr í sumar hélt Trump því til að mynda fram að Babbit hafi verið „myrt af einhverjum sem hefði aldrei átt að taka í gikkinn á byssunni sinni“. Fjölskylda Babbit hefur jafnframt heitið því að hún muni sækja lögregluna í Washington til saka og sömuleiðis lögreglumanninn sem skaut hana. Þá hefur fjölskylda hennar krafið stjórnvöld í Washington um að birta upplýsingar um það hvert nafn lögreglumannsins er. Fjölskyldan þarf þó ekki að bíða þess mikið lengur að fá að vita nafn mannsins, en hann mun koma fram í viðtalinu klukkan 18:30 að staðartíma á morgun á sjónvarpsstöð NBC. Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Fleiri fréttir Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Sjá meira
Konan sem var skotin til bana hét Ashli Babbit, var 35 ára gamall Kaliforníubúi og hafði verið í flugher Bandaríkjanna í um fjórtán ár. Hún var ötull stuðningsmaður Donalds Trumps, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, og var skotin þegar hún og aðrir stuðningsmenn hans brutu sér leið inn í þinghúsið til að stöðva staðfestingum úrslita forsetakosningnanna í nóvember. Babbit var skotin þegar hún og aðrir voru að reyna að brjóta sér leið inn í sal þar sem vopnaðir lögregluþjónar höfðu lokað að sér. Hún var skotin af lögreglumanninum í vinstri öxlina þegar hún reyndi að troða sér í gegn um gat á rúðu, sem var á hurð salarins. Hún var flutt á sjúkrahús stuttu síðar og var þar úrskurðuð látin. Frá andláti hennar hefur Babbit orðið eins konar píslarvottur skoðanabræðra hennar á hægri væng bandarískra stjórnvalda. Stuðningsmenn Trumps hafa til að mynda safnað þúsundum Bandaríkjadala í gegn um safnanir á Internetinu og forsetinn fyrrverandi hefur sjálfur rætt við foreldra hennar. Fyrr í sumar hélt Trump því til að mynda fram að Babbit hafi verið „myrt af einhverjum sem hefði aldrei átt að taka í gikkinn á byssunni sinni“. Fjölskylda Babbit hefur jafnframt heitið því að hún muni sækja lögregluna í Washington til saka og sömuleiðis lögreglumanninn sem skaut hana. Þá hefur fjölskylda hennar krafið stjórnvöld í Washington um að birta upplýsingar um það hvert nafn lögreglumannsins er. Fjölskyldan þarf þó ekki að bíða þess mikið lengur að fá að vita nafn mannsins, en hann mun koma fram í viðtalinu klukkan 18:30 að staðartíma á morgun á sjónvarpsstöð NBC.
Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Fleiri fréttir Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Sjá meira