Aflétting aðgerða: 500 mega koma saman ef þátttakendur framvísa niðurstöðum hraðprófs Hólmfríður Gísladóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 26. ágúst 2021 11:45 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Vísir/Vilhelm Engar takmarkanir verða á sundstöðum og líkamsræktarstöðvum þegar nýjar sóttvarnareglur taka gildi. Þá mega 200 koma saman á íþróttaæfingum og á veitingahúsum og skemmtistöðum. Aðgerðirnar eiga að taka gildi 28. ágúst næstkomandi og gilda í þrjár vikur. Fjarlægðarreglan á sitjandi viðburðum fellur úr gildi en grímuskyldan gildir áfram. Halda má 500 manna viðburði ef þeir sem mæta geta framvísað niðurstöðum hraðprófs. Þetta var ákveðið á ríkisstjórnarfundi sem lauk rétt í þessu. „Ég fékk sem sagt minnisblaðið margumrædda frá Þórólfi með ýmsum tillögum og þar eru tilslakanir sem hann leggur til í ljósi þess að faraldurinn er á hægri niðurleið. Þó gengur það nú ekki mjög hratt satt að segja. Og spítalinn virðist vera kominn fyrir vind, vegna ráðstafana bæði utanhúss og innan,“ sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Að sögn ráðherra var farið að tillögu sóttvarnalæknis í hvívetna. Klippa: Svandís: 500 manna viðburðir leyfilegir Í samræmi við framtíðarsýn sóttvarnalæknis Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins eru tilslakanir aðgerðanna tíundaðar nánar. Þar segir að temprun á útbreiðslu smita virðist ákjósanlegasta og ábyrgasta leiðin til þess að koma íslensku samfélagi smám saman úr hættuástandi vegna Covid-19. Það feli í sér að viðhafa aðgerðir sem hægi á útbreiðslu veirunnar, fremur en að grípa til harðra aðgerða eða leyfa veirunni að ganga óheftri um samfélagið. „Þessi aðferð er að verulegu leyti í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis um framtíðarfyrirkomulag sóttvarna á Íslandi. Stefnt er að því að aðferðafræði temprunar gildi í takmarkaðan tíma, nema alvarlegar breytingar verði á eðli faraldursins, til dæmis vegna nýrra afbrigða. Temprun smita felur í sér að tekin eru skref í átt að frekari opnun en álag vegna veikinda dreifist á lengra tímabil heldur en ef aðgerðir eru aflagðar í einu vetfangi.“ Augljóslega þurfi að taka mið af stöðu faraldursins og nýjum gögnum og upplýsingum sem fram muni koma við allar ákvarðanir. Í megindráttum sé þó stefnt að því að viðhafa aðgerðir sem hægi á útbreiðslu þegar ástæða sé til en samfélagið þurfi að laga sig að því að lifa með veirunni án þess að hún hafi of mikil áhrif á daglegt líf. Hér að neðan má lesa tilkynninguna í heild sinni: Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögur sóttvarnalæknis um tilslakanir frá núgildandi reglum sem voru ræddar á fundi ríkisstjórnar í morgun. Lagt er til að þær taki gildi þann 28. ágúst eða á laugardag og fela þær í sérfull afköst í sundlaugum og líkamsrækt í stað 75% eins og verið hefur, iðkendum verði fjölgað í 200 manns á íþróttaæfingum og -keppnum og sviðslistum, eins metra regla falli niður meðal áhorfenda á sitjandi viðburðum, veitingasala heimiluð í hléum og leyfilegur hámarksfjöldi gesta á veitingastöðum fari úr 100 í 200 í rými. Þá verður á næstu dögum unnið að útfærslu á tillögum sóttvarnalæknis um að hægt verði að hafa allt að 500 manns í hólfi á sitjandi viðburðum og engin fjarlægðarmörk gegn hraðprófum. Sú útfærsla verður unnin í nánu samráði við þau sem standa fyrir stórum viðburðum. Reglum um sóttkví var breytt í vikunni með það að markmiði að þær séu síður íþyngjandi og settar hafa verið reglur um sjálfspróf og reglur um hraðpróf uppfærðar. Temprun á útbreiðslu smita virðist ákjósanlegasta og ábyrgasta leiðin til þess að koma íslensku samfélagi smám saman úr hættuástandi vegna Covid-19. Það felur í sér að í stað þess að bæla niður smit með hörðum aðgerðum eða leyfa veirusmitum að ganga óheftum yfir samfélagið er stefnt að því að viðhafa aðgerðir og ráðstafanir sem hægja á útbreiðslu veirunnar. Þessi aðferð er að verulegu leyti í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis um framtíðarfyrirkomulag sóttvarna á Íslandi. Stefnt er að því að aðferðafræði temprunar gildi í takmarkaðan tíma, nema alvarlegar breytingar verði á eðli faraldursins, til dæmis vegna nýrra afbrigða. Temprun smita felur í sér að tekin eru skref í átt að frekari opnun en álag vegna veikinda dreifist á lengra tímabil heldur en ef aðgerðir eru aflagðar í einu vetfangi. Á fundum ríkisstjórnar með fjölbreyttum hópi sérfræðinga og hagsmunaaðila hafa komið fram rík sjónarmið um mikilvægi þess að halda samfélaginu gangandi og takmörkunum sem minnstum í ljósi þess að bólusetning veitir góða vernd gegn alvarlegum veikindum. Í minnisblaði sóttvarnalæknis til heilbrigðisráðherra kemur fram að líkur á smiti hjá óbólusettum eru tvöfaldar miðað við hjá bólusettum. Á sama hátt kemur í ljós að líkur á innlögn á sjúkrahús eru fjórfaldar hjá óbólusettum miðað við bólusetta og líkur á innlögn á gjörgæslu sex til sjöfaldar. Þannig má fullyrða að útbreidd bólusetning hér á landi hefur dregið úr útbreiðslu en sérstaklega hindrað alvarlegar afleiðingar Covid-19. Augljóslega þarf áfram að taka mið af stöðu faraldursins og nýjum gögnum og upplýsingum sem fram munu koma við allar ákvarðanir en í megindráttum er stefnt að því að viðhafa aðgerðir sem hægja á útbreiðslu veirunnar þegar ástæða er til en samfélagið þurfi að laga sig að því að lifa með veirunni án þess að hún hafi of mikil áhrif á daglegt líf. Heilbrigðisráðherra hefur ráðist í umfangsmiklar ráðstafanir til að styrkja stöðu Landspítalans sem meðal annars fela í sér opnun fleiri gjörgæslurýma opnun hágæslurýna og opnun nýrra endurhæfingar- og líknarrýma. Þá hefur legurýmum verið fjölgað á öðrum stofnunum og samningar verið gerðir við einkaaðila um sérhæft starfsfólk. Áfram verður unnið með Landspítala að styrkingu spítalans til skemmri og lengri tíma. Samhliða styrkingu heilbrigðiskerfisins til þess að bregðast við alvarlegum veikindum, örvunarbólusetningu þeirra hópa sem líklegastir eru til að veikjast alvarlega og öðrum aðgerðum sem þörf er á, er það sýn stjórnvalda að leið temprunar feli í sér sífellt minni takmarkanir eftir því sem ónæmi og mótstöðuþrek vex. Þannig verði smám saman unnt að draga úr kröfum um sýnatöku, sóttkví og einangrun, fjöldatakmarkanir verði rýmkaðar, grímunotkun verði gerð valkvæð, áhersla aukin á einstaklingsbundna smitgát og sérstakar takmarkanir á opnunartíma veitinga- og skemmtistaða verði afnumdar í áföngum. Eftir því sem lífið færist í sitt fyrra horf verður minni þörf fyrir ýmsar mótvægisaðgerðir af efnahagslegum og vinnumarkaðslegum toga en úrræði eins og átakið hefjum störf, framlenging á greiðslu tekjutengdra atvinnuleysisbóta, viðspyrnu- og lokunarstyrkir og greiðsla launa í sóttkví munu áfram styðja við fólk og fyrirtæki sem verða fyrir tekjumissi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Sjá meira
Fjarlægðarreglan á sitjandi viðburðum fellur úr gildi en grímuskyldan gildir áfram. Halda má 500 manna viðburði ef þeir sem mæta geta framvísað niðurstöðum hraðprófs. Þetta var ákveðið á ríkisstjórnarfundi sem lauk rétt í þessu. „Ég fékk sem sagt minnisblaðið margumrædda frá Þórólfi með ýmsum tillögum og þar eru tilslakanir sem hann leggur til í ljósi þess að faraldurinn er á hægri niðurleið. Þó gengur það nú ekki mjög hratt satt að segja. Og spítalinn virðist vera kominn fyrir vind, vegna ráðstafana bæði utanhúss og innan,“ sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Að sögn ráðherra var farið að tillögu sóttvarnalæknis í hvívetna. Klippa: Svandís: 500 manna viðburðir leyfilegir Í samræmi við framtíðarsýn sóttvarnalæknis Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins eru tilslakanir aðgerðanna tíundaðar nánar. Þar segir að temprun á útbreiðslu smita virðist ákjósanlegasta og ábyrgasta leiðin til þess að koma íslensku samfélagi smám saman úr hættuástandi vegna Covid-19. Það feli í sér að viðhafa aðgerðir sem hægi á útbreiðslu veirunnar, fremur en að grípa til harðra aðgerða eða leyfa veirunni að ganga óheftri um samfélagið. „Þessi aðferð er að verulegu leyti í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis um framtíðarfyrirkomulag sóttvarna á Íslandi. Stefnt er að því að aðferðafræði temprunar gildi í takmarkaðan tíma, nema alvarlegar breytingar verði á eðli faraldursins, til dæmis vegna nýrra afbrigða. Temprun smita felur í sér að tekin eru skref í átt að frekari opnun en álag vegna veikinda dreifist á lengra tímabil heldur en ef aðgerðir eru aflagðar í einu vetfangi.“ Augljóslega þurfi að taka mið af stöðu faraldursins og nýjum gögnum og upplýsingum sem fram muni koma við allar ákvarðanir. Í megindráttum sé þó stefnt að því að viðhafa aðgerðir sem hægi á útbreiðslu þegar ástæða sé til en samfélagið þurfi að laga sig að því að lifa með veirunni án þess að hún hafi of mikil áhrif á daglegt líf. Hér að neðan má lesa tilkynninguna í heild sinni: Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögur sóttvarnalæknis um tilslakanir frá núgildandi reglum sem voru ræddar á fundi ríkisstjórnar í morgun. Lagt er til að þær taki gildi þann 28. ágúst eða á laugardag og fela þær í sérfull afköst í sundlaugum og líkamsrækt í stað 75% eins og verið hefur, iðkendum verði fjölgað í 200 manns á íþróttaæfingum og -keppnum og sviðslistum, eins metra regla falli niður meðal áhorfenda á sitjandi viðburðum, veitingasala heimiluð í hléum og leyfilegur hámarksfjöldi gesta á veitingastöðum fari úr 100 í 200 í rými. Þá verður á næstu dögum unnið að útfærslu á tillögum sóttvarnalæknis um að hægt verði að hafa allt að 500 manns í hólfi á sitjandi viðburðum og engin fjarlægðarmörk gegn hraðprófum. Sú útfærsla verður unnin í nánu samráði við þau sem standa fyrir stórum viðburðum. Reglum um sóttkví var breytt í vikunni með það að markmiði að þær séu síður íþyngjandi og settar hafa verið reglur um sjálfspróf og reglur um hraðpróf uppfærðar. Temprun á útbreiðslu smita virðist ákjósanlegasta og ábyrgasta leiðin til þess að koma íslensku samfélagi smám saman úr hættuástandi vegna Covid-19. Það felur í sér að í stað þess að bæla niður smit með hörðum aðgerðum eða leyfa veirusmitum að ganga óheftum yfir samfélagið er stefnt að því að viðhafa aðgerðir og ráðstafanir sem hægja á útbreiðslu veirunnar. Þessi aðferð er að verulegu leyti í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis um framtíðarfyrirkomulag sóttvarna á Íslandi. Stefnt er að því að aðferðafræði temprunar gildi í takmarkaðan tíma, nema alvarlegar breytingar verði á eðli faraldursins, til dæmis vegna nýrra afbrigða. Temprun smita felur í sér að tekin eru skref í átt að frekari opnun en álag vegna veikinda dreifist á lengra tímabil heldur en ef aðgerðir eru aflagðar í einu vetfangi. Á fundum ríkisstjórnar með fjölbreyttum hópi sérfræðinga og hagsmunaaðila hafa komið fram rík sjónarmið um mikilvægi þess að halda samfélaginu gangandi og takmörkunum sem minnstum í ljósi þess að bólusetning veitir góða vernd gegn alvarlegum veikindum. Í minnisblaði sóttvarnalæknis til heilbrigðisráðherra kemur fram að líkur á smiti hjá óbólusettum eru tvöfaldar miðað við hjá bólusettum. Á sama hátt kemur í ljós að líkur á innlögn á sjúkrahús eru fjórfaldar hjá óbólusettum miðað við bólusetta og líkur á innlögn á gjörgæslu sex til sjöfaldar. Þannig má fullyrða að útbreidd bólusetning hér á landi hefur dregið úr útbreiðslu en sérstaklega hindrað alvarlegar afleiðingar Covid-19. Augljóslega þarf áfram að taka mið af stöðu faraldursins og nýjum gögnum og upplýsingum sem fram munu koma við allar ákvarðanir en í megindráttum er stefnt að því að viðhafa aðgerðir sem hægja á útbreiðslu veirunnar þegar ástæða er til en samfélagið þurfi að laga sig að því að lifa með veirunni án þess að hún hafi of mikil áhrif á daglegt líf. Heilbrigðisráðherra hefur ráðist í umfangsmiklar ráðstafanir til að styrkja stöðu Landspítalans sem meðal annars fela í sér opnun fleiri gjörgæslurýma opnun hágæslurýna og opnun nýrra endurhæfingar- og líknarrýma. Þá hefur legurýmum verið fjölgað á öðrum stofnunum og samningar verið gerðir við einkaaðila um sérhæft starfsfólk. Áfram verður unnið með Landspítala að styrkingu spítalans til skemmri og lengri tíma. Samhliða styrkingu heilbrigðiskerfisins til þess að bregðast við alvarlegum veikindum, örvunarbólusetningu þeirra hópa sem líklegastir eru til að veikjast alvarlega og öðrum aðgerðum sem þörf er á, er það sýn stjórnvalda að leið temprunar feli í sér sífellt minni takmarkanir eftir því sem ónæmi og mótstöðuþrek vex. Þannig verði smám saman unnt að draga úr kröfum um sýnatöku, sóttkví og einangrun, fjöldatakmarkanir verði rýmkaðar, grímunotkun verði gerð valkvæð, áhersla aukin á einstaklingsbundna smitgát og sérstakar takmarkanir á opnunartíma veitinga- og skemmtistaða verði afnumdar í áföngum. Eftir því sem lífið færist í sitt fyrra horf verður minni þörf fyrir ýmsar mótvægisaðgerðir af efnahagslegum og vinnumarkaðslegum toga en úrræði eins og átakið hefjum störf, framlenging á greiðslu tekjutengdra atvinnuleysisbóta, viðspyrnu- og lokunarstyrkir og greiðsla launa í sóttkví munu áfram styðja við fólk og fyrirtæki sem verða fyrir tekjumissi.
Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögur sóttvarnalæknis um tilslakanir frá núgildandi reglum sem voru ræddar á fundi ríkisstjórnar í morgun. Lagt er til að þær taki gildi þann 28. ágúst eða á laugardag og fela þær í sérfull afköst í sundlaugum og líkamsrækt í stað 75% eins og verið hefur, iðkendum verði fjölgað í 200 manns á íþróttaæfingum og -keppnum og sviðslistum, eins metra regla falli niður meðal áhorfenda á sitjandi viðburðum, veitingasala heimiluð í hléum og leyfilegur hámarksfjöldi gesta á veitingastöðum fari úr 100 í 200 í rými. Þá verður á næstu dögum unnið að útfærslu á tillögum sóttvarnalæknis um að hægt verði að hafa allt að 500 manns í hólfi á sitjandi viðburðum og engin fjarlægðarmörk gegn hraðprófum. Sú útfærsla verður unnin í nánu samráði við þau sem standa fyrir stórum viðburðum. Reglum um sóttkví var breytt í vikunni með það að markmiði að þær séu síður íþyngjandi og settar hafa verið reglur um sjálfspróf og reglur um hraðpróf uppfærðar. Temprun á útbreiðslu smita virðist ákjósanlegasta og ábyrgasta leiðin til þess að koma íslensku samfélagi smám saman úr hættuástandi vegna Covid-19. Það felur í sér að í stað þess að bæla niður smit með hörðum aðgerðum eða leyfa veirusmitum að ganga óheftum yfir samfélagið er stefnt að því að viðhafa aðgerðir og ráðstafanir sem hægja á útbreiðslu veirunnar. Þessi aðferð er að verulegu leyti í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis um framtíðarfyrirkomulag sóttvarna á Íslandi. Stefnt er að því að aðferðafræði temprunar gildi í takmarkaðan tíma, nema alvarlegar breytingar verði á eðli faraldursins, til dæmis vegna nýrra afbrigða. Temprun smita felur í sér að tekin eru skref í átt að frekari opnun en álag vegna veikinda dreifist á lengra tímabil heldur en ef aðgerðir eru aflagðar í einu vetfangi. Á fundum ríkisstjórnar með fjölbreyttum hópi sérfræðinga og hagsmunaaðila hafa komið fram rík sjónarmið um mikilvægi þess að halda samfélaginu gangandi og takmörkunum sem minnstum í ljósi þess að bólusetning veitir góða vernd gegn alvarlegum veikindum. Í minnisblaði sóttvarnalæknis til heilbrigðisráðherra kemur fram að líkur á smiti hjá óbólusettum eru tvöfaldar miðað við hjá bólusettum. Á sama hátt kemur í ljós að líkur á innlögn á sjúkrahús eru fjórfaldar hjá óbólusettum miðað við bólusetta og líkur á innlögn á gjörgæslu sex til sjöfaldar. Þannig má fullyrða að útbreidd bólusetning hér á landi hefur dregið úr útbreiðslu en sérstaklega hindrað alvarlegar afleiðingar Covid-19. Augljóslega þarf áfram að taka mið af stöðu faraldursins og nýjum gögnum og upplýsingum sem fram munu koma við allar ákvarðanir en í megindráttum er stefnt að því að viðhafa aðgerðir sem hægja á útbreiðslu veirunnar þegar ástæða er til en samfélagið þurfi að laga sig að því að lifa með veirunni án þess að hún hafi of mikil áhrif á daglegt líf. Heilbrigðisráðherra hefur ráðist í umfangsmiklar ráðstafanir til að styrkja stöðu Landspítalans sem meðal annars fela í sér opnun fleiri gjörgæslurýma opnun hágæslurýna og opnun nýrra endurhæfingar- og líknarrýma. Þá hefur legurýmum verið fjölgað á öðrum stofnunum og samningar verið gerðir við einkaaðila um sérhæft starfsfólk. Áfram verður unnið með Landspítala að styrkingu spítalans til skemmri og lengri tíma. Samhliða styrkingu heilbrigðiskerfisins til þess að bregðast við alvarlegum veikindum, örvunarbólusetningu þeirra hópa sem líklegastir eru til að veikjast alvarlega og öðrum aðgerðum sem þörf er á, er það sýn stjórnvalda að leið temprunar feli í sér sífellt minni takmarkanir eftir því sem ónæmi og mótstöðuþrek vex. Þannig verði smám saman unnt að draga úr kröfum um sýnatöku, sóttkví og einangrun, fjöldatakmarkanir verði rýmkaðar, grímunotkun verði gerð valkvæð, áhersla aukin á einstaklingsbundna smitgát og sérstakar takmarkanir á opnunartíma veitinga- og skemmtistaða verði afnumdar í áföngum. Eftir því sem lífið færist í sitt fyrra horf verður minni þörf fyrir ýmsar mótvægisaðgerðir af efnahagslegum og vinnumarkaðslegum toga en úrræði eins og átakið hefjum störf, framlenging á greiðslu tekjutengdra atvinnuleysisbóta, viðspyrnu- og lokunarstyrkir og greiðsla launa í sóttkví munu áfram styðja við fólk og fyrirtæki sem verða fyrir tekjumissi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Sjá meira