Fréttir

Bein útsending: Hádegisfréttir á Bylgjunni

Heimir Már Pétursson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf. vísir

Einn sjúklingur lést á Landspítalanum síðast liðna nótt vegna covid 19 og hafa þá þrjátíu og einn látist hér á landi vegna veirunnar frá upphafi faraldursins á síðasta ári. Þetta er fyrsta andlátið vegna covid veikinda frá því í maí á þessu ári.

Hundrað og þrír greindust með veiruna innanlands í gær. Sextíu og þrír greindust utan sóttkvíar eða 61,2 prósent en fjörtíu voru í sóttkví eða 38,8 prósent.

Ríkisstjórnin kynnir væntanlega um hádegisbil breytingar á sóttvarnareglum en núgildandi reglur renna úr gildi á morgun.

Hanna Björg Vilhjálmsdóttir kynjafræðingur segir formann Knattspyrnusambands Íslands vera í afneitun gagnvart kynferðisbrotum innan íþróttahreyfingarinnar. Við heyrum í henni í hádeginu.

Þetta og fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar sem einnig eru sendar út beint hér á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×