Tvöfalt kerfi í tvöföldu kerfi Ómar Torfason skrifar 27. ágúst 2021 07:00 Það er landanum sennilega löngu ljóst að heilbrigðismálin eru með erfiðari málaflokkum, ekki síst með hækkandi meðalaldri okkar. Krafan um sparnað verður óhjákvæmilega meira krefjandi. Það er því mikilvægt að þeir sem stýra málum séu raunveruleikatengdir, þar sem ekki fer endilega saman krafan um þjónustu og útlagður kostnaður. Nú víkur svo við að núverandi heilbrigðisráðherra, væntanlega með stuðningi og mögulega að áeggjan þess sem stýrir Sjúkratryggingum Íslands (SÍ), stefnir í sparnað með því að útiloka nýútskrifaða einstaklinga frá aðkomu að Sjúkratryggingum Íslands á þeim forsendum að þeir séu nýútskrifaðir, þ.e. miðað við tvö s.l. ár. Menntun þeirra er fullgild og Embætti landlæknis hefur gefið þeim grænt ljós, en grunnkerfið neitar eigi að síður og það án þess að fyrir liggi haldbær rök. Skjólstæðingar verða því að greiða þar fullt gjald fyrir þjónustuna án aðkomu SÍ. Þar með er komið tvöfalt kerfi. Á sama tíma er annað ferli í gangi sem mun mynda víðtækara tvöfalt kerfi, sem liggur í því að núverandi ráðherra heilbrigðismála, með fullum stuðningi forsvarsmanna SÍ, stefnir í alþjóðlegt útboð á sjúkraþjálfun þar sem sumar stofur, þ.e. hæstbjóðendur í undirboði, fá meðferðarkvóta en aðrar ekki. Þeir sem eitthvað hafa aflögu milli handanna geta þá leitað til stofa utan kerfisins og fengið þjónustu svo gott sem strax meðan hinir, sem minna mega sín fjárhagslega, verða að koma sér í röðina hjá handhöfum aðgengisheimildar að SÍ. Þannig verður hver og einn í borg og bý með verðmiða á bakinu líkt og fiskurinn í sjónum. Auk þess lýtur þessi reglugerð erfðafjárlögum og mun ef að líkum lætur snúast upp í það framsalsspillingardæmi sem ríkir í sjávarútveginum. Það er mikilvægt að heilbrigð skynsemi fái að ríkja í landinu, og sem betur fer gætir hennar víða. Alþingi Íslendinga getur á engan hátt talið sig yfir skynsemiskröfuna hafið, en hér virðist nokkur brestur á. Það er vert að minna hæstvirta ráðamenn á, að kosningar eru á næsta leiti. Það verður aldrei nógsamlega þakkað fyrir lýðræðið. Höfundur er sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Halldór 28.12.2024 Halldór Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Enginn á að vera hryggur um jólin Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Það er landanum sennilega löngu ljóst að heilbrigðismálin eru með erfiðari málaflokkum, ekki síst með hækkandi meðalaldri okkar. Krafan um sparnað verður óhjákvæmilega meira krefjandi. Það er því mikilvægt að þeir sem stýra málum séu raunveruleikatengdir, þar sem ekki fer endilega saman krafan um þjónustu og útlagður kostnaður. Nú víkur svo við að núverandi heilbrigðisráðherra, væntanlega með stuðningi og mögulega að áeggjan þess sem stýrir Sjúkratryggingum Íslands (SÍ), stefnir í sparnað með því að útiloka nýútskrifaða einstaklinga frá aðkomu að Sjúkratryggingum Íslands á þeim forsendum að þeir séu nýútskrifaðir, þ.e. miðað við tvö s.l. ár. Menntun þeirra er fullgild og Embætti landlæknis hefur gefið þeim grænt ljós, en grunnkerfið neitar eigi að síður og það án þess að fyrir liggi haldbær rök. Skjólstæðingar verða því að greiða þar fullt gjald fyrir þjónustuna án aðkomu SÍ. Þar með er komið tvöfalt kerfi. Á sama tíma er annað ferli í gangi sem mun mynda víðtækara tvöfalt kerfi, sem liggur í því að núverandi ráðherra heilbrigðismála, með fullum stuðningi forsvarsmanna SÍ, stefnir í alþjóðlegt útboð á sjúkraþjálfun þar sem sumar stofur, þ.e. hæstbjóðendur í undirboði, fá meðferðarkvóta en aðrar ekki. Þeir sem eitthvað hafa aflögu milli handanna geta þá leitað til stofa utan kerfisins og fengið þjónustu svo gott sem strax meðan hinir, sem minna mega sín fjárhagslega, verða að koma sér í röðina hjá handhöfum aðgengisheimildar að SÍ. Þannig verður hver og einn í borg og bý með verðmiða á bakinu líkt og fiskurinn í sjónum. Auk þess lýtur þessi reglugerð erfðafjárlögum og mun ef að líkum lætur snúast upp í það framsalsspillingardæmi sem ríkir í sjávarútveginum. Það er mikilvægt að heilbrigð skynsemi fái að ríkja í landinu, og sem betur fer gætir hennar víða. Alþingi Íslendinga getur á engan hátt talið sig yfir skynsemiskröfuna hafið, en hér virðist nokkur brestur á. Það er vert að minna hæstvirta ráðamenn á, að kosningar eru á næsta leiti. Það verður aldrei nógsamlega þakkað fyrir lýðræðið. Höfundur er sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfari.
Enginn á að vera hryggur um jólin Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Enginn á að vera hryggur um jólin Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun