Heilbrigðisráðuneytið treysti ekki rannsóknarstofu Krabbameinsfélagsins Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. ágúst 2021 10:09 Það tók ráðuneytið sex vikur að svara fyrirspurn kvennanna en Facebook-hópurinn telur nærri 17 þúsund meðlimi. Það er mat heilbrigðisráðuneytisins að rannsóknarstofa Krabbameinsfélagsins hafi ekki uppfyllt gæðaskilyrði til að sinna rannsóknum á leghálssýnum. Þetta kemur fram í svari ráðuneytisins við fyrirspurn sem send var fyrir hönd Facebook-hópsins „Aðför að heilsu kvenna“. Þar segir að í kjölfar „alvarlegra gæðavandamála“ hjá Krabbameinsfélagi Íslands, hafi öryggi kvenna og gæði rannsókna á leghálssýnum verið best tryggt með samningi við rannsóknarstofu Hvidovre-sjúkrahússins. „Bent er á að á þeim tíma þegar samningur við rannsóknarstofu Hvidovre-sjúkrahússins var gerður, var ekki til staðar nein rannsóknarstofa á Íslandi sem gat tekið verkefnið að sér að uppfylltum settum gæðaskilyrðum,“ segir í svarinu. Þar kemur hins vegar ekki fram að þrátt fyrir að það hefði legið fyrir í heilt ár að skimunarverkefnið yrði fært frá KÍ til Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu um áramótin síðustu, var ekki gengið frá samningi við Hvidovre-sjúkrahúsið fyrr en í febrúar á þessu ári. Þá áttu sér aldrei stað viðræður við Landspítala um að taka að sér rannsóknirnar, fyrr en nú, eftir hörð mótmæli kvenna og heilbrigðisstarfsfólk. Í svarinu segir að unnið sé að undirbúningi þess að Landspítalinn sinni rannsóknunum en að honum loknum verði samningnum við Hvidovre-sjúkrahúsið sagt upp. Þar kemur einnig fram að það var ekki fyrr en um áramótin, þegar Heilsugæslan tók við verkefninu, að landlæknisembættinu var falið að halda utan um svokallaða skimunarskrá og að samið var við KÍ um kaup á tölvukerfum félagsins. Þar segir að mikil vinna hafi farið í að aðlaga upplýsingakerfið að aukinni sjálfvirkni en kerfið frá KÍ hafi verið komið til ára sinna. Eins og fram hefur komið má rekja það til þeirrar óvissu sem hefur ríkt um framtíðartilhögun skimunarmála á Íslandi um árabil. Biðin eftir niðurstöðum úr rannsóknum er sagður vera sex vikur en hefur farið í allt að fimm mánuði eftir að Heilsugæslan tók við verkefninu. „Eftiráskýringar“ Konurnar sem sendu fyrirspurnina fyrir hönd Facebook-hópsins sendu frá sér tilkynningu í morgun, þar sem þær gagnrýna meðal annars að það hafi tekið ráðuneytið sex vikur að svara. Þær segja vandamálið ekki eingöngu snúa að þeirri ákvörðun að senda rannsóknirnar úr landi, heldur sé það óafsakanlegt hversu undirbúningnum við flutning verkefnisins var ábótavant. „Ljóst er að hvorki heilbrigðisráðuneytið né heilsugæslan hafa metið umfangið á þeim breytingum sem gerðar voru og staða verkefnisins er því miður enn ekki á þeim stað sem notendur þjónustunnar gera kröfu um og lög um sjúklinga nr. 74/1997 áskilja,“ segir í tilkynningunni. Svör ráðuneytisins eru máttlaus, segir þar. „Nú er enn bætt við nýrri skýringu á stöðunni og talað um að samkæmt skýrslu frá EL hafi verið alvarleg gæðavandamál hjá Krabbameinsfélagi Íslands sem hafi orðið til þess valdandi að samið hafi verið við rannsóknastofuna í Hvidovre. Þetta er eftir á skýring sem við teljum að standist ekki skoðun.“ Þá segir að sú þarfagreining sem nú standi yfir með Landspítalanum og öðrum sem að verkefninu koma hefði átt að eiga sér stað fyrir tveimur árum. „Þegar upp er staðið blasir við sú vanvirðing sem íslenskum konum hefur verið sýnd í öllu þessu ferli. Einnig kemur fram í umræddu svarbréfi að samræður séu við ytri hagsmunaaðila en notendur þjónustunnar eru hvergi nefndar á nafn, þó má ætla það að notendur þjónustunnar séu raunverulega stærstu hagsmunaaðilarnir.“ Konurnar munu eiga stuttan fund með heilbrigðisráðherra við ráðuneytið kl. 13 í dag. Heilsugæsla Landspítalinn Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segir umræðuna um leghálskrabbamein hafa snúist um hræðsluáróður Konur sem koma í leghálsskimun þurfa nú að bíða í sex vikur, jafnvel fjórar, eftir niðurstöðum. Þetta segir Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Fréttablaðið. 20. ágúst 2021 07:52 Konurnar fái niðurstöður í þessari eða næstu viku Þær konur sem beðið hafa lengst eftir svörum vegna leghálsskimana eiga von á niðurstöðum í þessari viku eða þeirri næstu. Þetta segir framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. 16. ágúst 2021 12:01 Konur sem fóru í skimun í mars bíða enn svara Þær konur sem beðið hafa lengst eftir svörum vegna leghálsskimunar hafa beðið meira en fjóra mánuði. Konur sem fóru í skimun í lok mars eiga enn eftir að fá niðurstöðu. Þetta kemur fram í svörum Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu við fyrirspurn Vísis. 16. ágúst 2021 06:33 Kristján segir sig frá krabbameinsskimunum Kristján Oddsson, svæðisstjóri Heilsugæslunnar Hamraborgar, hefur sagt sig frá Samhæfingarstöð krabbameinsskimana, sem hann hefur stýrt frá miðju síðasta ári. Samhæfingarstöðin sá meðal annars um skimanir fyrir leghálskrabbameini eftir að þær voru færðar frá Krabbameinsfélagi Íslands til Heilsugæslunnar. 14. ágúst 2021 14:01 Heilsugæslan boðar rannsóknir á Landspítala en ekki fyrr en næstu áramót Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu hefur ákveðið að hefja undirbúning þess að flytja rannsóknir á leghálssýnum aftur heim til Íslands, nánar tiltekið á Landspítala. Ákvörðunin er tekin í samráði við heilbrigðisráðuneytið. 1. júlí 2021 17:59 „Þetta er grafalvarlegt mál“ Á þriðja tug kvenna hafa kvartað til umboðsmanns Alþingis vegna stöðu skimana fyrir leghálskrabbameini hér á landi. Umboðsmaður segir um grafalvarlegt mál að ræða og að hann fylgist grannt með stöðu mála. 30. júní 2021 14:37 Heilsugæslan segist ekki „henda“ sýnum Forsvarsmenn Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu segjast ekki „henda“ sýnum sem berast Samhæfingarstöð krabbameinsskimana. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef heilsugæslunnar. 30. júní 2021 10:43 Læknar ræða að fá Landspítala til að rannsaka einkennasýni Læknar skoða nú þann möguleika að Landspítalinn taki að sér rannsóknir á einkennasýnum frá leghálsi. Vísir hefur heimildir fyrir því að þetta hafi verið rætt innan Landspítalans. 30. júní 2021 07:40 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Fleiri fréttir „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér Sjá meira
Þar segir að í kjölfar „alvarlegra gæðavandamála“ hjá Krabbameinsfélagi Íslands, hafi öryggi kvenna og gæði rannsókna á leghálssýnum verið best tryggt með samningi við rannsóknarstofu Hvidovre-sjúkrahússins. „Bent er á að á þeim tíma þegar samningur við rannsóknarstofu Hvidovre-sjúkrahússins var gerður, var ekki til staðar nein rannsóknarstofa á Íslandi sem gat tekið verkefnið að sér að uppfylltum settum gæðaskilyrðum,“ segir í svarinu. Þar kemur hins vegar ekki fram að þrátt fyrir að það hefði legið fyrir í heilt ár að skimunarverkefnið yrði fært frá KÍ til Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu um áramótin síðustu, var ekki gengið frá samningi við Hvidovre-sjúkrahúsið fyrr en í febrúar á þessu ári. Þá áttu sér aldrei stað viðræður við Landspítala um að taka að sér rannsóknirnar, fyrr en nú, eftir hörð mótmæli kvenna og heilbrigðisstarfsfólk. Í svarinu segir að unnið sé að undirbúningi þess að Landspítalinn sinni rannsóknunum en að honum loknum verði samningnum við Hvidovre-sjúkrahúsið sagt upp. Þar kemur einnig fram að það var ekki fyrr en um áramótin, þegar Heilsugæslan tók við verkefninu, að landlæknisembættinu var falið að halda utan um svokallaða skimunarskrá og að samið var við KÍ um kaup á tölvukerfum félagsins. Þar segir að mikil vinna hafi farið í að aðlaga upplýsingakerfið að aukinni sjálfvirkni en kerfið frá KÍ hafi verið komið til ára sinna. Eins og fram hefur komið má rekja það til þeirrar óvissu sem hefur ríkt um framtíðartilhögun skimunarmála á Íslandi um árabil. Biðin eftir niðurstöðum úr rannsóknum er sagður vera sex vikur en hefur farið í allt að fimm mánuði eftir að Heilsugæslan tók við verkefninu. „Eftiráskýringar“ Konurnar sem sendu fyrirspurnina fyrir hönd Facebook-hópsins sendu frá sér tilkynningu í morgun, þar sem þær gagnrýna meðal annars að það hafi tekið ráðuneytið sex vikur að svara. Þær segja vandamálið ekki eingöngu snúa að þeirri ákvörðun að senda rannsóknirnar úr landi, heldur sé það óafsakanlegt hversu undirbúningnum við flutning verkefnisins var ábótavant. „Ljóst er að hvorki heilbrigðisráðuneytið né heilsugæslan hafa metið umfangið á þeim breytingum sem gerðar voru og staða verkefnisins er því miður enn ekki á þeim stað sem notendur þjónustunnar gera kröfu um og lög um sjúklinga nr. 74/1997 áskilja,“ segir í tilkynningunni. Svör ráðuneytisins eru máttlaus, segir þar. „Nú er enn bætt við nýrri skýringu á stöðunni og talað um að samkæmt skýrslu frá EL hafi verið alvarleg gæðavandamál hjá Krabbameinsfélagi Íslands sem hafi orðið til þess valdandi að samið hafi verið við rannsóknastofuna í Hvidovre. Þetta er eftir á skýring sem við teljum að standist ekki skoðun.“ Þá segir að sú þarfagreining sem nú standi yfir með Landspítalanum og öðrum sem að verkefninu koma hefði átt að eiga sér stað fyrir tveimur árum. „Þegar upp er staðið blasir við sú vanvirðing sem íslenskum konum hefur verið sýnd í öllu þessu ferli. Einnig kemur fram í umræddu svarbréfi að samræður séu við ytri hagsmunaaðila en notendur þjónustunnar eru hvergi nefndar á nafn, þó má ætla það að notendur þjónustunnar séu raunverulega stærstu hagsmunaaðilarnir.“ Konurnar munu eiga stuttan fund með heilbrigðisráðherra við ráðuneytið kl. 13 í dag.
Heilsugæsla Landspítalinn Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segir umræðuna um leghálskrabbamein hafa snúist um hræðsluáróður Konur sem koma í leghálsskimun þurfa nú að bíða í sex vikur, jafnvel fjórar, eftir niðurstöðum. Þetta segir Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Fréttablaðið. 20. ágúst 2021 07:52 Konurnar fái niðurstöður í þessari eða næstu viku Þær konur sem beðið hafa lengst eftir svörum vegna leghálsskimana eiga von á niðurstöðum í þessari viku eða þeirri næstu. Þetta segir framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. 16. ágúst 2021 12:01 Konur sem fóru í skimun í mars bíða enn svara Þær konur sem beðið hafa lengst eftir svörum vegna leghálsskimunar hafa beðið meira en fjóra mánuði. Konur sem fóru í skimun í lok mars eiga enn eftir að fá niðurstöðu. Þetta kemur fram í svörum Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu við fyrirspurn Vísis. 16. ágúst 2021 06:33 Kristján segir sig frá krabbameinsskimunum Kristján Oddsson, svæðisstjóri Heilsugæslunnar Hamraborgar, hefur sagt sig frá Samhæfingarstöð krabbameinsskimana, sem hann hefur stýrt frá miðju síðasta ári. Samhæfingarstöðin sá meðal annars um skimanir fyrir leghálskrabbameini eftir að þær voru færðar frá Krabbameinsfélagi Íslands til Heilsugæslunnar. 14. ágúst 2021 14:01 Heilsugæslan boðar rannsóknir á Landspítala en ekki fyrr en næstu áramót Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu hefur ákveðið að hefja undirbúning þess að flytja rannsóknir á leghálssýnum aftur heim til Íslands, nánar tiltekið á Landspítala. Ákvörðunin er tekin í samráði við heilbrigðisráðuneytið. 1. júlí 2021 17:59 „Þetta er grafalvarlegt mál“ Á þriðja tug kvenna hafa kvartað til umboðsmanns Alþingis vegna stöðu skimana fyrir leghálskrabbameini hér á landi. Umboðsmaður segir um grafalvarlegt mál að ræða og að hann fylgist grannt með stöðu mála. 30. júní 2021 14:37 Heilsugæslan segist ekki „henda“ sýnum Forsvarsmenn Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu segjast ekki „henda“ sýnum sem berast Samhæfingarstöð krabbameinsskimana. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef heilsugæslunnar. 30. júní 2021 10:43 Læknar ræða að fá Landspítala til að rannsaka einkennasýni Læknar skoða nú þann möguleika að Landspítalinn taki að sér rannsóknir á einkennasýnum frá leghálsi. Vísir hefur heimildir fyrir því að þetta hafi verið rætt innan Landspítalans. 30. júní 2021 07:40 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Fleiri fréttir „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér Sjá meira
Segir umræðuna um leghálskrabbamein hafa snúist um hræðsluáróður Konur sem koma í leghálsskimun þurfa nú að bíða í sex vikur, jafnvel fjórar, eftir niðurstöðum. Þetta segir Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Fréttablaðið. 20. ágúst 2021 07:52
Konurnar fái niðurstöður í þessari eða næstu viku Þær konur sem beðið hafa lengst eftir svörum vegna leghálsskimana eiga von á niðurstöðum í þessari viku eða þeirri næstu. Þetta segir framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. 16. ágúst 2021 12:01
Konur sem fóru í skimun í mars bíða enn svara Þær konur sem beðið hafa lengst eftir svörum vegna leghálsskimunar hafa beðið meira en fjóra mánuði. Konur sem fóru í skimun í lok mars eiga enn eftir að fá niðurstöðu. Þetta kemur fram í svörum Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu við fyrirspurn Vísis. 16. ágúst 2021 06:33
Kristján segir sig frá krabbameinsskimunum Kristján Oddsson, svæðisstjóri Heilsugæslunnar Hamraborgar, hefur sagt sig frá Samhæfingarstöð krabbameinsskimana, sem hann hefur stýrt frá miðju síðasta ári. Samhæfingarstöðin sá meðal annars um skimanir fyrir leghálskrabbameini eftir að þær voru færðar frá Krabbameinsfélagi Íslands til Heilsugæslunnar. 14. ágúst 2021 14:01
Heilsugæslan boðar rannsóknir á Landspítala en ekki fyrr en næstu áramót Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu hefur ákveðið að hefja undirbúning þess að flytja rannsóknir á leghálssýnum aftur heim til Íslands, nánar tiltekið á Landspítala. Ákvörðunin er tekin í samráði við heilbrigðisráðuneytið. 1. júlí 2021 17:59
„Þetta er grafalvarlegt mál“ Á þriðja tug kvenna hafa kvartað til umboðsmanns Alþingis vegna stöðu skimana fyrir leghálskrabbameini hér á landi. Umboðsmaður segir um grafalvarlegt mál að ræða og að hann fylgist grannt með stöðu mála. 30. júní 2021 14:37
Heilsugæslan segist ekki „henda“ sýnum Forsvarsmenn Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu segjast ekki „henda“ sýnum sem berast Samhæfingarstöð krabbameinsskimana. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef heilsugæslunnar. 30. júní 2021 10:43
Læknar ræða að fá Landspítala til að rannsaka einkennasýni Læknar skoða nú þann möguleika að Landspítalinn taki að sér rannsóknir á einkennasýnum frá leghálsi. Vísir hefur heimildir fyrir því að þetta hafi verið rætt innan Landspítalans. 30. júní 2021 07:40