Innlent

Grænt ljós á mosku við Suðurlandsbraut

Kjartan Kjartansson skrifar
Teikning af bænahúsinu sem var lögð fyrir þegar umsókn Félags íslenskra múslima var samþykkt árið 2019.
Teikning af bænahúsinu sem var lögð fyrir þegar umsókn Félags íslenskra múslima var samþykkt árið 2019. Félag íslenskra múslima

Borgaryfirvöld hafa veitt Félagi múslima á Íslandi leyfi til að reisa mosku við Suðurlandsbraut 76. Bænahúsið verður á tveimur hæðum og rúmir 677 fermetrar að stærð.

Þetta kemur fram í fundargerð bygginarfulltrúa og skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar frá 24. ágúst. Mbl.is sagði fyrst frá í gær. Byggingin verður úr forsteyptum einingum. Neðri hæðin verður 598,3 fermetrar en sú efri 79,3 fermetrar.

Hugmyndir hafa lengi verið uppi um að reisa mosku á lóðinni við Suðurlandsbraut. Félag múslima fékk umsókn um bygginguna samþykkta árið 2019 en ekkert varð af framkvæmdum. 

Borgaryfirvöld samþykktu að veita félaginu lóðina án endurgjalds árið 2013. Það varð að kosningamáli í borgarstjórnarkosningunum árið 2014 þar sem frambjóðandi Framsóknarflokksins vildi að borgin afturkallaði lóðina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×