„Þurfum ekki að heyra af nauðgunum, pyndingum eða mansali, við eigum bara að trúa“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 28. ágúst 2021 09:00 Þær Sara Mansour og Elínborg Harpa Önundardóttir eru viðmælendur Andreu Eyland í nýjasta þætti af hlaðvarpinu Kviknar. Vísir/Vilhelm Baráttukonurnar Sara og Elínborg eru sammála um það að börn eigi ekki að þurfa koma fram í fréttum og almenningur eigi ekki að þurfa heyra þjáningarsögur fólks til þess að trúa því hve alvarlegur flóttamannavandinn sé í heiminum. Talið er að ein af hverjum tíu konum sem séu á flótta í heiminum séu barnshafandi eða með ungabarn á brjósti. Þær Sara Mansour og Elínborg Harpa Önundardóttir eru viðmælendur í nýjasta þætti af hlaðvarpinu Kviknar. Andrea Eyland, þáttastjórnandi Kviknar, ræddi við þær um flóttabörn, þungaðar konur og nýbakaða foreldra á flótta og hvað við sem samfélag getum gert til þess að hjálpa. Sara og Elínborg ræða það hvers vegna það virðist ná betur til fólks þegar fréttir af flóttafólki innihalda lítil börn eða barnshafandi konur. „Það er örugglega þessi sameiginlega reynsla af því þú átt barn eða hefur verið barn og líka væntanlega að finnast börn eiga skilið öryggi og traust. En það sem mér finnst stundum svolítið hættulegt í fréttum er það sem er kallað þjáningarblæti,“ segir Elínborg. Hagsmunir almennings settir fram fyrir rétt barna Elínborg segir að forðast beri að setja börn í þá stöðu að þurfa koma fram í fréttunum. Staðreyndin sé einfaldlega sú að fullt af börnum og barnshafandi konum séu á flótta og það eigi ekki að þurfa sýna það í fréttunum til þess að nauðsynin sé raunverulega álitin brýn. „Mér finnst oft hagsmunir almennings á því að sjá einhvers konar þjáningu vera settir fram fyrir þennan rétt. Við verðum að sjá að eitthvað sé að til þess að trúa. Í stað þess að trúa því að fólk sem hefur verið hrakið í þetta ferðalag sé alltaf með hræðilega reynslu. Við þurfum ekki að vita nákvæmlega hvað gerðist. Við þurfum ekki að heyra af nauðgunum, mansali eða pyndingum. Við eigum bara að trúa,“ segir Sara og tekur undir orð Elínborgar. Þær segja að vandamálið liggi bæði hjá samfélaginu og stjórnsýslunni. Minnsta ósamræmi í vitnisburði flóttafólks í viðtölum hjá stjórnsýslunni sé notað gegn þeim. Elínborg segir dæmi um slíkt ósamræmi vera ef einstaklingur greinir ekki frá því að hann sé hinsegin í fyrsta viðtali, einfaldlega vegna þess að í heimalandinu yrði hann drepinn fyrir það. „Þetta er kannski stærsta áfall í lífi fólks og það er bara ætlast til þess að þau komi bara til landsins og tilkynni öllum bara að þau hafi verið misnotuð,“ segir Sara. Þá eru þær sammála um það að tengslanet flóttafólks á Íslandi skipti sköpum þegar kemur að baráttunni gegn brottvísun. Því öflugri sem tengslin séu, því sterkari stöðu sé viðkomandi í. „Ég held að séu margar fjölskyldur sem við missum af, sem fá ekki tækifæri til þess að tengjast íslenskum aðgerðarsinnum eftir að þau fá síðustu neitunina sína og ná þá kannski ekki að berjast jafn grimmt fyrir sínum málum eins og sumar fjölskyldur hafa getað gert með stuðningi frá almenningi og aðgerðarsinnum,“ segir Elínborg. Þá segja þær að það sé markvisst reynt að halda flóttafólki einangruðu frá samfélaginu og vinnumarkaði til þess að þeim takist ekki að skapa sér tengslanet. „Ekki leyfa fólki að fara inn í eitthvað svona kerfistölutal“ „Þannig að það er það sem er verið að reyna gera. Það er verið að reyna einangra þetta fólk þannig það hafi engin tengsl og þá sé enginn er að fara berjast fyrir þeim.“ Andrea spyr þær hvað við sem samfélag getum gert til þess að hjálpa en þær segja umræðu, aktívisma og pólitískan þrýsting skipta miklu máli. „Það er mikilvægt að draga fólk til ábyrgðar og vera óhrætt að taka þessar umræður og einmitt fara inn á mannlega þáttinn og ekki leyfa fólki að fara inn á eitthvað svona kerfistölutal,“ segir Elínborg. „Við þurfum að trúa fólki og ekki ganga út frá því að ástæðan fyrir brottvísun sé að ákvarðanirnar séu skynsamlegar eða siðferðislegar. Þær eru það ekki.“ Hlusta má á þáttinn í heild sinni á Spotify eða í spilaranum hér að ofan. Kviknar birtist á Vísi og á öðrum efnisveitum eins og Spotify, Eldri þætti má finna hér. Hlaðvarpið Kviknar fjallar um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Það fjallar líka um raunina eftir að barnið er komið í heiminn. Eðvarð Egilsson sér um tónlistina í þáttunum en umsjónarkona Kviknar er Andrea Eyland. Kviknar Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Breytingaskeiðið er meira en sveittar og pirraðar eldri konur „Þetta byrjar oft með því að konur fara að fá styttri tíðahring, það er í raun fyrsta merkið um að þú ert að nálgast þetta breytingaskeið,“ segir Hanna Lilja Oddgeirsdóttir sérnámslæknir í kvensjúkdóma- og fæðingarlækningum. 24. ágúst 2021 07:01 Trúa því að drengurinn sé faðir Elínar endurfæddur „Ég hef alltaf séð fyrir mér mig sem móður og hefur alltaf langað til þess að eignast fjölskyldu,“ segir Elín Kristjánsdóttir sem eignaðist á dögunum sitt fyrsta barn. 15. ágúst 2021 08:00 Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira
Þær Sara Mansour og Elínborg Harpa Önundardóttir eru viðmælendur í nýjasta þætti af hlaðvarpinu Kviknar. Andrea Eyland, þáttastjórnandi Kviknar, ræddi við þær um flóttabörn, þungaðar konur og nýbakaða foreldra á flótta og hvað við sem samfélag getum gert til þess að hjálpa. Sara og Elínborg ræða það hvers vegna það virðist ná betur til fólks þegar fréttir af flóttafólki innihalda lítil börn eða barnshafandi konur. „Það er örugglega þessi sameiginlega reynsla af því þú átt barn eða hefur verið barn og líka væntanlega að finnast börn eiga skilið öryggi og traust. En það sem mér finnst stundum svolítið hættulegt í fréttum er það sem er kallað þjáningarblæti,“ segir Elínborg. Hagsmunir almennings settir fram fyrir rétt barna Elínborg segir að forðast beri að setja börn í þá stöðu að þurfa koma fram í fréttunum. Staðreyndin sé einfaldlega sú að fullt af börnum og barnshafandi konum séu á flótta og það eigi ekki að þurfa sýna það í fréttunum til þess að nauðsynin sé raunverulega álitin brýn. „Mér finnst oft hagsmunir almennings á því að sjá einhvers konar þjáningu vera settir fram fyrir þennan rétt. Við verðum að sjá að eitthvað sé að til þess að trúa. Í stað þess að trúa því að fólk sem hefur verið hrakið í þetta ferðalag sé alltaf með hræðilega reynslu. Við þurfum ekki að vita nákvæmlega hvað gerðist. Við þurfum ekki að heyra af nauðgunum, mansali eða pyndingum. Við eigum bara að trúa,“ segir Sara og tekur undir orð Elínborgar. Þær segja að vandamálið liggi bæði hjá samfélaginu og stjórnsýslunni. Minnsta ósamræmi í vitnisburði flóttafólks í viðtölum hjá stjórnsýslunni sé notað gegn þeim. Elínborg segir dæmi um slíkt ósamræmi vera ef einstaklingur greinir ekki frá því að hann sé hinsegin í fyrsta viðtali, einfaldlega vegna þess að í heimalandinu yrði hann drepinn fyrir það. „Þetta er kannski stærsta áfall í lífi fólks og það er bara ætlast til þess að þau komi bara til landsins og tilkynni öllum bara að þau hafi verið misnotuð,“ segir Sara. Þá eru þær sammála um það að tengslanet flóttafólks á Íslandi skipti sköpum þegar kemur að baráttunni gegn brottvísun. Því öflugri sem tengslin séu, því sterkari stöðu sé viðkomandi í. „Ég held að séu margar fjölskyldur sem við missum af, sem fá ekki tækifæri til þess að tengjast íslenskum aðgerðarsinnum eftir að þau fá síðustu neitunina sína og ná þá kannski ekki að berjast jafn grimmt fyrir sínum málum eins og sumar fjölskyldur hafa getað gert með stuðningi frá almenningi og aðgerðarsinnum,“ segir Elínborg. Þá segja þær að það sé markvisst reynt að halda flóttafólki einangruðu frá samfélaginu og vinnumarkaði til þess að þeim takist ekki að skapa sér tengslanet. „Ekki leyfa fólki að fara inn í eitthvað svona kerfistölutal“ „Þannig að það er það sem er verið að reyna gera. Það er verið að reyna einangra þetta fólk þannig það hafi engin tengsl og þá sé enginn er að fara berjast fyrir þeim.“ Andrea spyr þær hvað við sem samfélag getum gert til þess að hjálpa en þær segja umræðu, aktívisma og pólitískan þrýsting skipta miklu máli. „Það er mikilvægt að draga fólk til ábyrgðar og vera óhrætt að taka þessar umræður og einmitt fara inn á mannlega þáttinn og ekki leyfa fólki að fara inn á eitthvað svona kerfistölutal,“ segir Elínborg. „Við þurfum að trúa fólki og ekki ganga út frá því að ástæðan fyrir brottvísun sé að ákvarðanirnar séu skynsamlegar eða siðferðislegar. Þær eru það ekki.“ Hlusta má á þáttinn í heild sinni á Spotify eða í spilaranum hér að ofan. Kviknar birtist á Vísi og á öðrum efnisveitum eins og Spotify, Eldri þætti má finna hér. Hlaðvarpið Kviknar fjallar um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Það fjallar líka um raunina eftir að barnið er komið í heiminn. Eðvarð Egilsson sér um tónlistina í þáttunum en umsjónarkona Kviknar er Andrea Eyland.
Kviknar birtist á Vísi og á öðrum efnisveitum eins og Spotify, Eldri þætti má finna hér. Hlaðvarpið Kviknar fjallar um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Það fjallar líka um raunina eftir að barnið er komið í heiminn. Eðvarð Egilsson sér um tónlistina í þáttunum en umsjónarkona Kviknar er Andrea Eyland.
Kviknar Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Breytingaskeiðið er meira en sveittar og pirraðar eldri konur „Þetta byrjar oft með því að konur fara að fá styttri tíðahring, það er í raun fyrsta merkið um að þú ert að nálgast þetta breytingaskeið,“ segir Hanna Lilja Oddgeirsdóttir sérnámslæknir í kvensjúkdóma- og fæðingarlækningum. 24. ágúst 2021 07:01 Trúa því að drengurinn sé faðir Elínar endurfæddur „Ég hef alltaf séð fyrir mér mig sem móður og hefur alltaf langað til þess að eignast fjölskyldu,“ segir Elín Kristjánsdóttir sem eignaðist á dögunum sitt fyrsta barn. 15. ágúst 2021 08:00 Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira
Breytingaskeiðið er meira en sveittar og pirraðar eldri konur „Þetta byrjar oft með því að konur fara að fá styttri tíðahring, það er í raun fyrsta merkið um að þú ert að nálgast þetta breytingaskeið,“ segir Hanna Lilja Oddgeirsdóttir sérnámslæknir í kvensjúkdóma- og fæðingarlækningum. 24. ágúst 2021 07:01
Trúa því að drengurinn sé faðir Elínar endurfæddur „Ég hef alltaf séð fyrir mér mig sem móður og hefur alltaf langað til þess að eignast fjölskyldu,“ segir Elín Kristjánsdóttir sem eignaðist á dögunum sitt fyrsta barn. 15. ágúst 2021 08:00