Ronaldo orðinn leikmaður Manchester United á ný Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. ágúst 2021 15:54 Cristiano Ronaldo fagnar marki í leik með Manchester United. getty/Matthew Peters Cristiano Ronaldo er orðinn leikmaður enska úrvalsdeildarfélagsins Manchester United á nýjan leik. Þessi magnaði leikmaður skrifar undir tveggja ára samning á Old Trafford. United staðfesti komu Ronaldos á Twitter nú rétt í þessu. Hann gengst væntanlega undir læknisskoðun í Lissabon í kvöld. Welcome , @Cristiano #MUFC | #Ronaldo— Manchester United (@ManUtd) August 27, 2021 Ekki er langt síðan Ronaldo gaf það út að hann væri tilbúinn í tímabilið með Juventus og allar getgátur um framtíð hans væru óþarfi. Skömmu síðar fóru sögusagnir á kreik að Juve vildi losna við hinn 36 ára gamla Portúgala og Englandsmeisturum Manchester City hefði verið boðið að kaupa hann. Ronaldo sat á bekknum í fyrsta leik tímabilsins hjá Juventus og virðist sem ítalska félagið hafi ekki verið tilbúið að halda áfram að borga Ronaldo þau himinháu laun sem hann samdi um er hann gekk til liðs við félagið árið 2018. Manchester City var þarna nýbúið að gefa Harry Kane upp á bátinn og eitt af fáum liðum sem hefði ráðið við launakröfur Ronaldo. Leikmaðurinn gerði hins vegar garðinn frægan með Manchester United frá árunum 2003 til 2009. Þar fór hann úr því að vera kvikur vængmaður sem gerði um það til tuttugu skæri í leik í marka og stoðsendinga vél sem skilaði tölfræði sem hafði vart sést áður. Það hefði því verið þungt högg í maga Manchester United stuðningsfólks að sjá Ronaldo í ljósblárri treyju Manchester City. Þegar öll von virtist úti og það var í raun aðeins beðið eftir að Ronaldo væri myndaður skælbrosandi með Pep Guaridola, þjálfara City, þá fór hver fréttamaðurinn á fætur öðrum að birta fregnir af því að Ronaldo væru á leið til Manchester-borgar. Hann væri hins vegar á leið heim til Manchester, heim á Old Trafford þar sem hann er enn í guðatölu eftir frábær ár hjá félaginu. Sir Alex Ferguson, þjálfari Ronaldo er hann var hjá Man Utd, ku hafa hringt í sinn fyrrum lærisvein og sannfært hann um að snúa aftur. Saman unnu þeir allt sem hægt var að vinna hjá félaginu. 3x Englandsmeistari 2x Deildarbikarinn 1x FA bikarinn 1x Meistaradeild Evrópu 1x HM félagsliða Eftir að hafa unnið tvennuna - og verið grátlega nálægt því að eiga möguleika á þrennunni - tímabilið 2007/2008 vildi Ronaldo færa sig um set. Honum langaði að fara til Madrídar líkt og Kylian Mbappé langar nú. Sir Alex sannfærði Ronaldo um að vera áfram hjá Man United eitt tímabil í viðbót og svo mætti hann fara. Ronaldo hlýddi, liðið varð Englandsmeistari, og svo hélt hann til höfuðborgar Spánar. Þar hélt markaskorun og titlasöfnun Portúgalans áfram. Hann og Lionel Messi voru í eilífðar keppni um hvor væri betri. Verður eflaust deilt um það næstu áratugina en það sem verður ekki deilt um er tölfræði Ronaldo hjá Real. Ronaldo á fimm Meistaradeildartitla.Ina Fassbender/Getty Images 438 leikir - 450 mörk - 132 stoðsendingar 2x La Liga, spænska úrvalsdeildin, 2x spænski Konungsbikarinn 3x Ofurbikar Spánar 3x Ofurbikar Evrópu 3x HM félagsliða 4x Meistaradeild Evrópu Eftir næstum áratug hjá Real ákvað Ronaldo að söðla um og halda til Ítalíu. Hann gekk í raðir Juventus og hélt áfram að raða inn mörkum og vinna titla. 134 leikir - 101 mark - 22 stoðsendingar 2x Serie A, ítalska úrvalsdeildin 1x ítalski bikarinn 1x Ofurbikar Ítalíu Þá varð Ronaldo Evrópumeistari með Portúgal sumarið 2016 ásamt því að vinna Þjóðadeildina þremur árum síðar. Einnig hefur Ronaldo verið valinn besti leikmaður í heimi (Ballon d'Or) fimm sinnum ásamt fjöldanum öllum af öðrum einstaklings verðlaunum. Ronaldo með Evróputitilinn eftir 1-0 sigur Portúgals á Frakklandi í París sumarið 2016.Getty Images Núna, sumarið 2021 - tólf árum eftir að Ronaldo yfirgaf Old Trafford í Manchester, er hann á leið aftur í Leikhús Draumanna. Þrátt fyrir að vera orðinn 36 ára gamall þá má reikna með að mikil ábyrgð verði lögð á herðar hans. Hann er jú að uppfylla draum margra með því að snúa aftur til Manchester United. Hann sýndi það á EM í sumar - þar sem hann vann gullskóinn - að aldur er afstæður. Nú er bara að endurtaka leikinn í ensku úrvalsdeildinni enn einu sinni. Enski boltinn Mest lesið Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ Körfubolti Draumaprinsinn Benóný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Fótbolti Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Fótbolti Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og hvaða lið verður síðast inn í átta liða úrslitin Sport Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Enski boltinn Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Enski boltinn „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Körfubolti Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Körfubolti Fleiri fréttir Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benóný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Sjá meira
United staðfesti komu Ronaldos á Twitter nú rétt í þessu. Hann gengst væntanlega undir læknisskoðun í Lissabon í kvöld. Welcome , @Cristiano #MUFC | #Ronaldo— Manchester United (@ManUtd) August 27, 2021 Ekki er langt síðan Ronaldo gaf það út að hann væri tilbúinn í tímabilið með Juventus og allar getgátur um framtíð hans væru óþarfi. Skömmu síðar fóru sögusagnir á kreik að Juve vildi losna við hinn 36 ára gamla Portúgala og Englandsmeisturum Manchester City hefði verið boðið að kaupa hann. Ronaldo sat á bekknum í fyrsta leik tímabilsins hjá Juventus og virðist sem ítalska félagið hafi ekki verið tilbúið að halda áfram að borga Ronaldo þau himinháu laun sem hann samdi um er hann gekk til liðs við félagið árið 2018. Manchester City var þarna nýbúið að gefa Harry Kane upp á bátinn og eitt af fáum liðum sem hefði ráðið við launakröfur Ronaldo. Leikmaðurinn gerði hins vegar garðinn frægan með Manchester United frá árunum 2003 til 2009. Þar fór hann úr því að vera kvikur vængmaður sem gerði um það til tuttugu skæri í leik í marka og stoðsendinga vél sem skilaði tölfræði sem hafði vart sést áður. Það hefði því verið þungt högg í maga Manchester United stuðningsfólks að sjá Ronaldo í ljósblárri treyju Manchester City. Þegar öll von virtist úti og það var í raun aðeins beðið eftir að Ronaldo væri myndaður skælbrosandi með Pep Guaridola, þjálfara City, þá fór hver fréttamaðurinn á fætur öðrum að birta fregnir af því að Ronaldo væru á leið til Manchester-borgar. Hann væri hins vegar á leið heim til Manchester, heim á Old Trafford þar sem hann er enn í guðatölu eftir frábær ár hjá félaginu. Sir Alex Ferguson, þjálfari Ronaldo er hann var hjá Man Utd, ku hafa hringt í sinn fyrrum lærisvein og sannfært hann um að snúa aftur. Saman unnu þeir allt sem hægt var að vinna hjá félaginu. 3x Englandsmeistari 2x Deildarbikarinn 1x FA bikarinn 1x Meistaradeild Evrópu 1x HM félagsliða Eftir að hafa unnið tvennuna - og verið grátlega nálægt því að eiga möguleika á þrennunni - tímabilið 2007/2008 vildi Ronaldo færa sig um set. Honum langaði að fara til Madrídar líkt og Kylian Mbappé langar nú. Sir Alex sannfærði Ronaldo um að vera áfram hjá Man United eitt tímabil í viðbót og svo mætti hann fara. Ronaldo hlýddi, liðið varð Englandsmeistari, og svo hélt hann til höfuðborgar Spánar. Þar hélt markaskorun og titlasöfnun Portúgalans áfram. Hann og Lionel Messi voru í eilífðar keppni um hvor væri betri. Verður eflaust deilt um það næstu áratugina en það sem verður ekki deilt um er tölfræði Ronaldo hjá Real. Ronaldo á fimm Meistaradeildartitla.Ina Fassbender/Getty Images 438 leikir - 450 mörk - 132 stoðsendingar 2x La Liga, spænska úrvalsdeildin, 2x spænski Konungsbikarinn 3x Ofurbikar Spánar 3x Ofurbikar Evrópu 3x HM félagsliða 4x Meistaradeild Evrópu Eftir næstum áratug hjá Real ákvað Ronaldo að söðla um og halda til Ítalíu. Hann gekk í raðir Juventus og hélt áfram að raða inn mörkum og vinna titla. 134 leikir - 101 mark - 22 stoðsendingar 2x Serie A, ítalska úrvalsdeildin 1x ítalski bikarinn 1x Ofurbikar Ítalíu Þá varð Ronaldo Evrópumeistari með Portúgal sumarið 2016 ásamt því að vinna Þjóðadeildina þremur árum síðar. Einnig hefur Ronaldo verið valinn besti leikmaður í heimi (Ballon d'Or) fimm sinnum ásamt fjöldanum öllum af öðrum einstaklings verðlaunum. Ronaldo með Evróputitilinn eftir 1-0 sigur Portúgals á Frakklandi í París sumarið 2016.Getty Images Núna, sumarið 2021 - tólf árum eftir að Ronaldo yfirgaf Old Trafford í Manchester, er hann á leið aftur í Leikhús Draumanna. Þrátt fyrir að vera orðinn 36 ára gamall þá má reikna með að mikil ábyrgð verði lögð á herðar hans. Hann er jú að uppfylla draum margra með því að snúa aftur til Manchester United. Hann sýndi það á EM í sumar - þar sem hann vann gullskóinn - að aldur er afstæður. Nú er bara að endurtaka leikinn í ensku úrvalsdeildinni enn einu sinni.
Enski boltinn Mest lesið Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ Körfubolti Draumaprinsinn Benóný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Fótbolti Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Fótbolti Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og hvaða lið verður síðast inn í átta liða úrslitin Sport Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Enski boltinn Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Enski boltinn „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Körfubolti Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Körfubolti Fleiri fréttir Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benóný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Sjá meira