Leggur til samræmda þjónustu fyrir þolendur heimilisofbeldis Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 27. ágúst 2021 19:01 Drífa Jónasdóttir, afbrotafræðingur. visir Ekkert samræmt verklag er á landsvísu í þjónustu við þolendur heimilisofbeldis. Lagt er til að þessu verði breytt í tillögum sem heilbrigðisráðherra tók við í dag. Afbrotafræðingur væntir þess að skýrt verklag styrki málstað þolenda. Drífa Jónasdóttir fór fyrir starfshópi sem skilaði heilbrigðisráðuneytinu tillögum að samræmdu verklagi fyrir heilbrigðisstofnanir vegna þjónustu við þolendur heimilisofbeldis. Tillögurnar eru í sex liðum. Meðal annars er lagt til, að frumkvæði embætti ríkissaksóknara, að réttarlæknisfræðileg skoðun þolenda ofbeldis verði framkvæmd á ákveðin máta. „Þeir séu skoðaðir á ákveðin máta sem nýtist áfram inn í dómstólana. Að það sé ekki bara svona eitthvað sem heilbrigðisstarfsmaður tekur niður á sínu tungumáli og vanti kannski upplýsingar. Því að heilbrigðisstarfsmaður veit ekki hvað lögreglan þarf eða dómstólarnir þannig að þetta er heildstæð skráning varðandi móttöku þolenda heimilisofbeldis á heilbrigðisstofnunum á íslandi,“ sagði Drífa Jónasdóttir. Sú skoðun yrði framkvæmd í alvarlegustu tilfellunum. „Lögreglan þá ákveður það að hér eigi að kalla til einhvern til þess að gera þessa skoðun og hún er þá miklu ítarlegri en þessi hefðbundna skoðun.“ Í dag er ekkert samræmt verklag á landinu í þjónustu við þolendur heimilisofbeldis. Drífa segir að heilbrigðisráðherra hafi tekið vel í tillögurnar og að hún ætli að beita sér fyrir því að þeim verði fylgt eftir. „Það vantar þetta samræmda verklag og skráningu, að allir geri eins. Alveg sama hvar maður lendir inni á heilbrigðisstofnun, hvort sem það er andlegt ofbeldi, líkamlegt, kynferðislegt eða hvort það verði skörun þar á. Að það sé ekki misjafnt hvað er gert.“ Hún væntir þess að skýrt verklag styrki málstað þolenda í ofbeldismálum, ekki síst ef þeir leita réttar síns. „Já væntanlega skilar þetta sér inn í dómstólana líka, ég held að það sé afleidd afurð af þessu verkefni, vonandi.“ Heimilisofbeldi Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Vinnur að því að samræma þjónustu fyrir þolendur heimilisofbeldis Drífa Jónasdóttir, afbrotafræðingur, hefur verið ráðin af heilbrigðisráðuneytinu til þess að móta og innleiða samræmt verklag fyrir heilbrigðisstofnanir vegna þjónustu við þolendur heimilisofbeldis. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. 28. maí 2021 13:28 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Sjá meira
Drífa Jónasdóttir fór fyrir starfshópi sem skilaði heilbrigðisráðuneytinu tillögum að samræmdu verklagi fyrir heilbrigðisstofnanir vegna þjónustu við þolendur heimilisofbeldis. Tillögurnar eru í sex liðum. Meðal annars er lagt til, að frumkvæði embætti ríkissaksóknara, að réttarlæknisfræðileg skoðun þolenda ofbeldis verði framkvæmd á ákveðin máta. „Þeir séu skoðaðir á ákveðin máta sem nýtist áfram inn í dómstólana. Að það sé ekki bara svona eitthvað sem heilbrigðisstarfsmaður tekur niður á sínu tungumáli og vanti kannski upplýsingar. Því að heilbrigðisstarfsmaður veit ekki hvað lögreglan þarf eða dómstólarnir þannig að þetta er heildstæð skráning varðandi móttöku þolenda heimilisofbeldis á heilbrigðisstofnunum á íslandi,“ sagði Drífa Jónasdóttir. Sú skoðun yrði framkvæmd í alvarlegustu tilfellunum. „Lögreglan þá ákveður það að hér eigi að kalla til einhvern til þess að gera þessa skoðun og hún er þá miklu ítarlegri en þessi hefðbundna skoðun.“ Í dag er ekkert samræmt verklag á landinu í þjónustu við þolendur heimilisofbeldis. Drífa segir að heilbrigðisráðherra hafi tekið vel í tillögurnar og að hún ætli að beita sér fyrir því að þeim verði fylgt eftir. „Það vantar þetta samræmda verklag og skráningu, að allir geri eins. Alveg sama hvar maður lendir inni á heilbrigðisstofnun, hvort sem það er andlegt ofbeldi, líkamlegt, kynferðislegt eða hvort það verði skörun þar á. Að það sé ekki misjafnt hvað er gert.“ Hún væntir þess að skýrt verklag styrki málstað þolenda í ofbeldismálum, ekki síst ef þeir leita réttar síns. „Já væntanlega skilar þetta sér inn í dómstólana líka, ég held að það sé afleidd afurð af þessu verkefni, vonandi.“
Heimilisofbeldi Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Vinnur að því að samræma þjónustu fyrir þolendur heimilisofbeldis Drífa Jónasdóttir, afbrotafræðingur, hefur verið ráðin af heilbrigðisráðuneytinu til þess að móta og innleiða samræmt verklag fyrir heilbrigðisstofnanir vegna þjónustu við þolendur heimilisofbeldis. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. 28. maí 2021 13:28 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Sjá meira
Vinnur að því að samræma þjónustu fyrir þolendur heimilisofbeldis Drífa Jónasdóttir, afbrotafræðingur, hefur verið ráðin af heilbrigðisráðuneytinu til þess að móta og innleiða samræmt verklag fyrir heilbrigðisstofnanir vegna þjónustu við þolendur heimilisofbeldis. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. 28. maí 2021 13:28