Hraðpróf geta reynst stjórnvöldum rándýr Snorri Másson skrifar 27. ágúst 2021 20:16 Próf til að fara út á flugvöll kostar tæpar 7.000 krónur. Vísir Stjórnvöld hafa ákveðið að greiða fyrir hraðpróf til að liðka fyrir sitjandi viðburðahaldi, en óljóst er hver mun annast framkvæmd þeirra. Þá tilkynntu stjórnvöld óvænt um auknar tilslakanir í dag. Þótt stjórnvöld hafi lýst því yfir að þau ætli að greiða fyrir hraðprófin, er enn óljóst hver kostnaðurinn við slíka niðurgreiðslu verður. Hraðpróf fyrir utanlandsferð kostar um 7.000 krónur en samkvæmt þjónustuaðilum yrðu hraðpróf fyrir viðburði nokkru ódýrari. Ef við setjum sem svo að hvert próf myndi kosta hið opinbera 5.000 krónur og 500 manns myndu mæta á viðburðinn, þá myndi það þýða að ein fullsetin sýning á Stóra sviðinu í Borgarleikhúsinu myndi kosta heilbrigðisráðuneytið tvær og hálfa milljón. Síðan er ljóst að fjöldi svona leiksýninga er haldinn í hverjum mánuði og sömuleiðis aðrir fjölmennir viðburðir. Hið opinbera borgar brúsann, rétt eins og í Danmörku og Þýskalandi, en þar í löndum annast einkaaðilar framkvæmdirnar. Gætu annað töluverðum fjölda Hér eru einnig aðilar sem komið hafa upp innviðum til að annast verkefnið, meðal annars Öryggismiðstöðin, sem var að koma upp risavöxnu skimunarrými við hlið Kringlunnar. Ómar Brynjólfsson, framkvæmdastjóri AVIÖR, segir að fyrirtækið hefði svigrúm til að framkvæmda 2-3.000 skimanir á hverjum degi. Ómar Brynjólfsson, framkvæmdastjóri AVIÖR, sem er svið innan Öryggismiðstöðvarinnar.Vísir/Arnar Öryggismiðstöðin hefur verið að bjóða upp á flugvallarskimanir í raun í samkeppni við heilsugæsluna og er nýjasta útibúið þriðji þjónustustaður þeirra. Í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu segir að nú sé í undirbúningi að leita samninga um framkvæmdina. „Við gætum annað hérna töluverðum fjölda. Þetta gæti verið einhvers konar lausn við þeim vanda sem margir viðburðahaldarar standa fyrir. Hafið þið verið í viðræðum við þau um það? Nei en við höfum sent þeim skilaboð þess efnis að við séum tilbúnir að koma til viðræðna við þau," segir Ómar. Einkasamkvæmi með veitingaleyfi leyfð fram á nótt Samkvæmt viðbótartilslökunum sem kynntar voru í dag hefur fólk nú heimild til að halda einkasamkvæmi fram yfir miðnætti í veislusölum sem þó hafa veitingaleyfi. Þar er skilyrði að veitingaleyfið sé ekki í notkun á viðburðinum. Stjórnvöld segja að með þessari breytingu sé verið að skýra reglugerðina, en nær lagi er að verið sé að breyta henni. Lögreglan hefur enda litið á það sem skyldu sína hingað til að stöðva svona einkasamkvæmi jafnvel þó veitingaleyfi staða sé ekki í notkun. Við þetta má bæta að sagt var frá því í morgun að annar hafi látist af völdum kórónuveirunnar og eru þar með tveir látnir í þessari bylgju veirunnar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hraðpróf verða gjaldfrjáls fyrir viðburðagesti Fólk sem hyggst sækja viðburði þar sem gerð er krafa um niðurstöðu úr hraðprófi mun geta farið í slíkt próf að endurgjaldslausu. 27. ágúst 2021 16:23 Gætu selt 6.500 miða á landsleikina en útfærsla vegna hraðprófa enn óljós Til stóð að hefja miðasölu á morgun á fyrstu heimaleiki Íslands í undankeppni HM karla í fótbolta. Enn er hins vegar óljóst hve marga miða verður hægt að selja. 26. ágúst 2021 14:31 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss suðvestur af Klaustri Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Sjá meira
Þótt stjórnvöld hafi lýst því yfir að þau ætli að greiða fyrir hraðprófin, er enn óljóst hver kostnaðurinn við slíka niðurgreiðslu verður. Hraðpróf fyrir utanlandsferð kostar um 7.000 krónur en samkvæmt þjónustuaðilum yrðu hraðpróf fyrir viðburði nokkru ódýrari. Ef við setjum sem svo að hvert próf myndi kosta hið opinbera 5.000 krónur og 500 manns myndu mæta á viðburðinn, þá myndi það þýða að ein fullsetin sýning á Stóra sviðinu í Borgarleikhúsinu myndi kosta heilbrigðisráðuneytið tvær og hálfa milljón. Síðan er ljóst að fjöldi svona leiksýninga er haldinn í hverjum mánuði og sömuleiðis aðrir fjölmennir viðburðir. Hið opinbera borgar brúsann, rétt eins og í Danmörku og Þýskalandi, en þar í löndum annast einkaaðilar framkvæmdirnar. Gætu annað töluverðum fjölda Hér eru einnig aðilar sem komið hafa upp innviðum til að annast verkefnið, meðal annars Öryggismiðstöðin, sem var að koma upp risavöxnu skimunarrými við hlið Kringlunnar. Ómar Brynjólfsson, framkvæmdastjóri AVIÖR, segir að fyrirtækið hefði svigrúm til að framkvæmda 2-3.000 skimanir á hverjum degi. Ómar Brynjólfsson, framkvæmdastjóri AVIÖR, sem er svið innan Öryggismiðstöðvarinnar.Vísir/Arnar Öryggismiðstöðin hefur verið að bjóða upp á flugvallarskimanir í raun í samkeppni við heilsugæsluna og er nýjasta útibúið þriðji þjónustustaður þeirra. Í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu segir að nú sé í undirbúningi að leita samninga um framkvæmdina. „Við gætum annað hérna töluverðum fjölda. Þetta gæti verið einhvers konar lausn við þeim vanda sem margir viðburðahaldarar standa fyrir. Hafið þið verið í viðræðum við þau um það? Nei en við höfum sent þeim skilaboð þess efnis að við séum tilbúnir að koma til viðræðna við þau," segir Ómar. Einkasamkvæmi með veitingaleyfi leyfð fram á nótt Samkvæmt viðbótartilslökunum sem kynntar voru í dag hefur fólk nú heimild til að halda einkasamkvæmi fram yfir miðnætti í veislusölum sem þó hafa veitingaleyfi. Þar er skilyrði að veitingaleyfið sé ekki í notkun á viðburðinum. Stjórnvöld segja að með þessari breytingu sé verið að skýra reglugerðina, en nær lagi er að verið sé að breyta henni. Lögreglan hefur enda litið á það sem skyldu sína hingað til að stöðva svona einkasamkvæmi jafnvel þó veitingaleyfi staða sé ekki í notkun. Við þetta má bæta að sagt var frá því í morgun að annar hafi látist af völdum kórónuveirunnar og eru þar með tveir látnir í þessari bylgju veirunnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hraðpróf verða gjaldfrjáls fyrir viðburðagesti Fólk sem hyggst sækja viðburði þar sem gerð er krafa um niðurstöðu úr hraðprófi mun geta farið í slíkt próf að endurgjaldslausu. 27. ágúst 2021 16:23 Gætu selt 6.500 miða á landsleikina en útfærsla vegna hraðprófa enn óljós Til stóð að hefja miðasölu á morgun á fyrstu heimaleiki Íslands í undankeppni HM karla í fótbolta. Enn er hins vegar óljóst hve marga miða verður hægt að selja. 26. ágúst 2021 14:31 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss suðvestur af Klaustri Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Sjá meira
Hraðpróf verða gjaldfrjáls fyrir viðburðagesti Fólk sem hyggst sækja viðburði þar sem gerð er krafa um niðurstöðu úr hraðprófi mun geta farið í slíkt próf að endurgjaldslausu. 27. ágúst 2021 16:23
Gætu selt 6.500 miða á landsleikina en útfærsla vegna hraðprófa enn óljós Til stóð að hefja miðasölu á morgun á fyrstu heimaleiki Íslands í undankeppni HM karla í fótbolta. Enn er hins vegar óljóst hve marga miða verður hægt að selja. 26. ágúst 2021 14:31