Lífið

Þetta eru einhleypu einstaklingarnir sem fara á stefnumót í Fyrsta blikinu í kvöld

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Fyrsti þáttur af Fyrsta blikið er á Stöð 2 í kvöld.
Fyrsti þáttur af Fyrsta blikið er á Stöð 2 í kvöld. Fyrsta blikið

Fyrsti þáttur Fyrsta blikinu er sýndur 18:55 í kvöld á Stöð 2. Í þessum raunveruleikaþáttum munu áhorfendur kynnast fólki í leit að ástinni sem hefur verið parað saman á blind stefnumót.

Við heyrum sögur þeirra, vonir og þrár og fáum að fylgjast með stóra kvöldinu. Hér fyrir neðan má sjá þá fjóra einhleypu Íslendinga sem áhorfendur fá að kynnast í fyrsta þættinum. 

Yfir þúsund manns sóttu um að vera með í stefnumótaþættinum og verður þátturinn í umsjón Ásu Ninnu Pétursdóttur blaðamanns á Vísi, en hún sér um flokkinn Makamál. Veitingastjórinn og lífskúnsterinn Sveinn Rúnar Einarsson er Ásu Ninnu innan handar í þáttunum sem teknir voru upp fyrr í sumar.

KristbjörgFyrsta blikið
SölviFyrsta blikið
Sigga HrönnFyrsta blikið
Ágúst.Fyrsta blikið

Ása Ninna ræddi þættina í Bítinu í vikunni og má heyra viðtalið hér fyrir neðan.

FYRSTA BLIKIÐ eru nýir íslenskir raunveruleikaþættir sem fjalla um ástina, leitina að henni og þessa fyrstu stund þegar við hittumst og reynum að finna hvort að töfrar svífi yfir vötnum. Þessa stund sem við kjósum að kalla stefnumót. Í þáttunum hittum við fyrir fólk á öllum aldri sem er í leit að ástinni og kynnumst þeim meðal annars í gegnum skemmtileg og einlæg viðtöl. Einnig tökum við tal á aðstandendum þátttakenda til að fá meiri innsýn í líf þeirra og persónuleika.


Tengdar fréttir

„Ég held að þetta muni koma fólki á óvart“

„Þetta verða brjálæðislega skemmtilegir þættir með ólíku fólki á öllum aldri í leit að ást og félagsskap,“ segir Ása Ninna Pétursdóttir blaðamaður og þáttastjórnandi Fyrsta bliksins sem fer í loftið á Stöð 2 á föstudag.

Spenna, forvitni og fiðringur í Fyrsta blikinu

Raunveruleikaþættirnir Fyrsta blikið byrja í sýningu á Stöð 2 þann 27. ágúst. Í þáttunum munu áhorfendur kynnast fólki í leit að ástinni sem hefur verið parað saman á blind stefnumót. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.