Gert ómögulegt að ljúga til um aldur með nýrri tækni Snorri Másson skrifar 29. ágúst 2021 22:05 Voðinn er vís fyrir (of) ungt fólk sem vill komast inn á skemmtistaði. Vísir/Egill Skemmtistaðir sjá fram á að geta aftur farið að taka stafræn ökuskírteini gild þegar nýtt forrit mun gera þeim kleift að skanna skírteinin til að sannreyna þau. Víðtækar falsanir hafa reynst mikill vandi, en gætu nú verið úr sögunni. „Þetta getur girt algerlega fyrir það varðandi stafrænu skírteinin,“ segir Andri Heiðar Kristinsson, stafrænn leiðtogi í fjármálaráðuneytinu, um nýtt forrit frá island.is. Þar verður hægt að skanna rafræn skilríki fólks með QR-kóða. „Fólk er enn að leika sér að gömlu plastskírteinunum og það er hægt ef viljinn er fyrir hendi þó að það sé ólöglegt, að villa á sér heimildir og falsa skírteinin. En með þessu erum við að gera stafrænu skírteinin miklu öryggari en þessi hefðbundnu úr plasti. Fólk hefur auðvitað núna enga leið til að staðfesta þau þegar þau eru sýnd,“ segir Andri. Andri Heiðar Kristinsson, stafrænn leiðtogi í fjármálaráðuneytinu.Vísir/Egill Geoffrey Huntingdon-Williams, eigandi á Prikinu, segir að dyraverðir hafi í rauninni hætt að taka við rafrænum ökuskírteinum vegna þess hve gífurlega algengt var að fólk væri að eiga við þau. Þegar forritið verður aðgengilegt almenningi á næstu vikum eða mánuðum sér Prikið fram á að geta tekið skírteinin aftur gild. „Það væri náttúrulega æðisleg leið til að sanntryggja skilríkin og að aldurinn sé réttur hjá viðkomandi. Þangað til er erfitt að sjá hvort þetta sé satt eða ekki þegar kemur að þessum rafrænu skilríkjum. Við höfum verið að fara fram á allt frá vegabréfum til harðspjalda ökuskírteina og nafnskírteina. Margir sem hafa vaðið fyrir neðan sig mæta á skemmtanalífið og taka með sér gamla góða vegabréfið eða fæðingarvottorðið, liggur við,“ segir Geoffrey. Geoffrey Huntingdon-Williams, meðeigandi og rekstrarstjóri á Prikinu.Vísir/Egill Andri segir ekki loku fyrir það skotið að ungmenni sem hafi verið að eiga sjö dagana sæla með vel fölsuðum rafrænum skilríkjum undanfarið verði nú fyrir vonbrigðum. „Þá er það nú bara þannig. Ég bara biðla til þeirra að hugsa aðeins betur um hvað þau eru að gera. Það er náttúrulega bara þannig að alveg eins og það er hægt að ganga yfir á rauðu ljósi, þá er það bannað,“ segir Andri. Stafræn þróun Næturlíf Veitingastaðir Tengdar fréttir Unglingar falsa stafræn ökuskírteini til að komast inn á staði Næturlífið er að ná vopnum sínum og ný kynslóð er að fóta sig eftir langan vetur. Hún þarf að laga sig að nýrri tækni: Borið hefur á því að ungmenni fái myndvinnslumenn til þess að lappa upp á stafræn ökuskírteini sín til þess að færa aldurinn nær löglegum viðmiðum. 19. júní 2021 09:01 Stafræn ökuskírteini líta dagsins ljós Stafræn ökuskírteini voru formlega kynnt til sögunnar á blaðamannafundi í fjármála- og efnahagsráðuneytinu í dag. 1. júlí 2020 11:15 Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Sýna íslensku með hreim þolinmæði Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira
„Þetta getur girt algerlega fyrir það varðandi stafrænu skírteinin,“ segir Andri Heiðar Kristinsson, stafrænn leiðtogi í fjármálaráðuneytinu, um nýtt forrit frá island.is. Þar verður hægt að skanna rafræn skilríki fólks með QR-kóða. „Fólk er enn að leika sér að gömlu plastskírteinunum og það er hægt ef viljinn er fyrir hendi þó að það sé ólöglegt, að villa á sér heimildir og falsa skírteinin. En með þessu erum við að gera stafrænu skírteinin miklu öryggari en þessi hefðbundnu úr plasti. Fólk hefur auðvitað núna enga leið til að staðfesta þau þegar þau eru sýnd,“ segir Andri. Andri Heiðar Kristinsson, stafrænn leiðtogi í fjármálaráðuneytinu.Vísir/Egill Geoffrey Huntingdon-Williams, eigandi á Prikinu, segir að dyraverðir hafi í rauninni hætt að taka við rafrænum ökuskírteinum vegna þess hve gífurlega algengt var að fólk væri að eiga við þau. Þegar forritið verður aðgengilegt almenningi á næstu vikum eða mánuðum sér Prikið fram á að geta tekið skírteinin aftur gild. „Það væri náttúrulega æðisleg leið til að sanntryggja skilríkin og að aldurinn sé réttur hjá viðkomandi. Þangað til er erfitt að sjá hvort þetta sé satt eða ekki þegar kemur að þessum rafrænu skilríkjum. Við höfum verið að fara fram á allt frá vegabréfum til harðspjalda ökuskírteina og nafnskírteina. Margir sem hafa vaðið fyrir neðan sig mæta á skemmtanalífið og taka með sér gamla góða vegabréfið eða fæðingarvottorðið, liggur við,“ segir Geoffrey. Geoffrey Huntingdon-Williams, meðeigandi og rekstrarstjóri á Prikinu.Vísir/Egill Andri segir ekki loku fyrir það skotið að ungmenni sem hafi verið að eiga sjö dagana sæla með vel fölsuðum rafrænum skilríkjum undanfarið verði nú fyrir vonbrigðum. „Þá er það nú bara þannig. Ég bara biðla til þeirra að hugsa aðeins betur um hvað þau eru að gera. Það er náttúrulega bara þannig að alveg eins og það er hægt að ganga yfir á rauðu ljósi, þá er það bannað,“ segir Andri.
Stafræn þróun Næturlíf Veitingastaðir Tengdar fréttir Unglingar falsa stafræn ökuskírteini til að komast inn á staði Næturlífið er að ná vopnum sínum og ný kynslóð er að fóta sig eftir langan vetur. Hún þarf að laga sig að nýrri tækni: Borið hefur á því að ungmenni fái myndvinnslumenn til þess að lappa upp á stafræn ökuskírteini sín til þess að færa aldurinn nær löglegum viðmiðum. 19. júní 2021 09:01 Stafræn ökuskírteini líta dagsins ljós Stafræn ökuskírteini voru formlega kynnt til sögunnar á blaðamannafundi í fjármála- og efnahagsráðuneytinu í dag. 1. júlí 2020 11:15 Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Sýna íslensku með hreim þolinmæði Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira
Unglingar falsa stafræn ökuskírteini til að komast inn á staði Næturlífið er að ná vopnum sínum og ný kynslóð er að fóta sig eftir langan vetur. Hún þarf að laga sig að nýrri tækni: Borið hefur á því að ungmenni fái myndvinnslumenn til þess að lappa upp á stafræn ökuskírteini sín til þess að færa aldurinn nær löglegum viðmiðum. 19. júní 2021 09:01
Stafræn ökuskírteini líta dagsins ljós Stafræn ökuskírteini voru formlega kynnt til sögunnar á blaðamannafundi í fjármála- og efnahagsráðuneytinu í dag. 1. júlí 2020 11:15