Þolanda landsliðsmanns var boðinn þagnarskyldusamningur Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. ágúst 2021 19:31 Landsliðsmaðurinn var tekinn tímabundið úr liðinu. Vísir/Vilhelm Ung kona sem var beitt kynferðisofbeldi af leikmanni karlalandsliðsins segir formann Knattspyrnusambands Íslands hafa verið meðvitaðan um brotið. Formaðurinn segist ekki hafa verið meðvitaður um að brotið hafi verið af kynferðislegum toga. „Hann grípur sem sagt í klofið á mér. Síðan á sér stað líkamsárás aðeins seinna þar sem hann tekur mig hálstaki í stutta stund. Þar sem það skarst annar einstaklingurinn inn í. Ég var með áverka í tvær til þrjár vikur eftir hann. Strax daginn eftir fæ ég áverkavottorð og fer síðan niður á lögreglustöð og legg fram kæru. Við vorum tvær sem urðum fyrir því sama af hans hálfu þetta umrædda kvöld og við fórum saman að kæra.“ Svona lýsir Þórhildur Gyða Arnarsdóttir kynferðisofbeldi, sem hún varð fyrir af hálfu leikmannsins, í kvöldfréttum RÚV. Hún varð fyrir ofbeldinu í september 2017 en hún hafði hitt knattspyrnumanninn á skemmtistað. Hringdi í foreldra hennar Þórhildur segir að lögreglurannsókn hafi gengið hægt. Hálfu ári eftir atvikið hafi pabbi hennar sent stjórnendum KSÍ tölvupóst þar sem hann greindi þeim frá kærunni. Guðni Bergsson hafi svarað þeim tölvupósti. „Hann hringir í foreldra mína báða, í símann hans pabba en hann talar við báða foreldra mína,“ segir Þórhildur. Guðni hafi þar tilkynnt að málinu væri tekið alvarlega og knattspyrnumaðurinn myndi þurfa að taka afleiðingum gjörða sinna. Leikmaðurinn hafi verið tekinn úr hópnum um tíma. „Eftir minni bestu vitund þá átti Guðni alveg að gera sér grein fyrir því að þetta var alvarlegt og ég veit ekki betur en að þetta sé tilkynning um ofbeldi.“ Sagði engar ábendingar um ofbeldi hafa borist sambandinu Guðni sagði í vikunni að Knattspyrnusambandinu hafi ekki borist tilkynningar um ofbeldi af hálfu landsliðsleikmanna sambandsins, sem hefur verið í umræðunni undanfarið. Slík mál hafi ekki komið inn á borð sambandsins með formlegum hætti. „Ekki, ekki í raun og veru með formlegum hætti. Við höfum ekki fengið, ekki í raun og veru kvörtun eða einhvers konar ábendingu með það að einhver tiltekinn hafi gerst sekur um kynferðisbrot,“ sagði Guðni í Kastljósi í gær. Þórhildur segir að eftir að faðir hennar hafi tilkynnt brotið til KSÍ hafi hún verið boðuð á fund af lögmönnum leikmannsins þar sem hún var spurð hvort hún væri tilbúin að skrifa undir þagnarskyldusamning, sem hún neitaði að gera. Hún hafi síðar verið boðuð á annan fund þar sem leikmaðurinn hugðist biðja hana afsökunar. Guðni Bergsson, formaður KSÍ. Vísir/Daniel Þór Á fundinum baðst landsliðsmaðurinn afsökunar að sögn Þórhildar og gekkst við brotinu. „Hann baðst afsökunar og játaði það sem ég sagði honum að hann hefði gert mér. Hann dró það ekki í efa,“ segir Þórhildur í viðtalinu hjá RÚV. Hann hafi jafnframt greitt henni miskabætur. „Samt sem áður var ég ekki að búast við því að hann yrði valinn aftur í landsliðið af því að KSÍ veit af brotinu og velur að vera með gerendur ofbeldis innan sinna raða.“ Ummælin mistök Guðni Bergsson, segir í samtali við fréttastofu RÚV að ummæli hans í Kastljósi í gær hafi verið mistök. Hann hafi minnt að umrætt brot hafi verið ofbeldisbrot en ekki af kynferðislegum toga. Hann biðst afsökunar á ummælunum. „Ja, ég gerði það eftir bestu vitund. Mig minnti að þetta brot hefði verið ofbeldisbrot og ekki af kynferðislegum toga. En miðað við það sem þú sendir á mig og ég las svo yfir þá sé að svar mitt var ekki nákvæmt og í raun og veru ekki rétt miðað við þessa atvikalýsingu. Og ég biðst velvirðingar á því að sjálfsögðu,“ segir Guðni í samtali við RÚV. Gerandinn hafi ekki haft sömu sögu að segja og Þórhildur. „Gerandi var ekki með sömu sögu að segja um það en alla vega eins og ég sagði þá minntist ég þess þannig að þetta hefði verið ofbeldisbrot.“ Fréttin hefur verið uppfærð með svörum Guðna. Kynferðisofbeldi KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir „Blaut tuska í andlitið á þolendum“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, kynjafræðingur og formaður jafnréttisnefndar Kennarasambands Íslands, segir formann Knattspyrnusambands Íslands ekki vera að axla ábyrgð á kynferðisbrotamálum innan hreyfingarinnar og sakar hann um að ljúga upp í opið geðið á þjóðinni. 26. ágúst 2021 12:04 KSÍ hefur verið í sambandi við Gylfa og hans fólk Knattspyrnusamband Íslands hefur verið í sambandi við Gylfa Þór Sigurðsson og fjölskyldu hans. 26. ágúst 2021 11:31 Ekki alltaf sanngjörn gagnrýni „Ég ætla ekki að standa hérna og ljúga að þér, það er búið að vera mikið að gera og þetta er búið að vera erfitt að mörgu leyti,“ sagði Arnar Þór Viðarsson er hann ræddi við Stöð 2 og Vísi eftir að landsliðshópur Íslands fyrir leikina gegn Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi var tilkynntur. 26. ágúst 2021 09:31 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Sjá meira
„Hann grípur sem sagt í klofið á mér. Síðan á sér stað líkamsárás aðeins seinna þar sem hann tekur mig hálstaki í stutta stund. Þar sem það skarst annar einstaklingurinn inn í. Ég var með áverka í tvær til þrjár vikur eftir hann. Strax daginn eftir fæ ég áverkavottorð og fer síðan niður á lögreglustöð og legg fram kæru. Við vorum tvær sem urðum fyrir því sama af hans hálfu þetta umrædda kvöld og við fórum saman að kæra.“ Svona lýsir Þórhildur Gyða Arnarsdóttir kynferðisofbeldi, sem hún varð fyrir af hálfu leikmannsins, í kvöldfréttum RÚV. Hún varð fyrir ofbeldinu í september 2017 en hún hafði hitt knattspyrnumanninn á skemmtistað. Hringdi í foreldra hennar Þórhildur segir að lögreglurannsókn hafi gengið hægt. Hálfu ári eftir atvikið hafi pabbi hennar sent stjórnendum KSÍ tölvupóst þar sem hann greindi þeim frá kærunni. Guðni Bergsson hafi svarað þeim tölvupósti. „Hann hringir í foreldra mína báða, í símann hans pabba en hann talar við báða foreldra mína,“ segir Þórhildur. Guðni hafi þar tilkynnt að málinu væri tekið alvarlega og knattspyrnumaðurinn myndi þurfa að taka afleiðingum gjörða sinna. Leikmaðurinn hafi verið tekinn úr hópnum um tíma. „Eftir minni bestu vitund þá átti Guðni alveg að gera sér grein fyrir því að þetta var alvarlegt og ég veit ekki betur en að þetta sé tilkynning um ofbeldi.“ Sagði engar ábendingar um ofbeldi hafa borist sambandinu Guðni sagði í vikunni að Knattspyrnusambandinu hafi ekki borist tilkynningar um ofbeldi af hálfu landsliðsleikmanna sambandsins, sem hefur verið í umræðunni undanfarið. Slík mál hafi ekki komið inn á borð sambandsins með formlegum hætti. „Ekki, ekki í raun og veru með formlegum hætti. Við höfum ekki fengið, ekki í raun og veru kvörtun eða einhvers konar ábendingu með það að einhver tiltekinn hafi gerst sekur um kynferðisbrot,“ sagði Guðni í Kastljósi í gær. Þórhildur segir að eftir að faðir hennar hafi tilkynnt brotið til KSÍ hafi hún verið boðuð á fund af lögmönnum leikmannsins þar sem hún var spurð hvort hún væri tilbúin að skrifa undir þagnarskyldusamning, sem hún neitaði að gera. Hún hafi síðar verið boðuð á annan fund þar sem leikmaðurinn hugðist biðja hana afsökunar. Guðni Bergsson, formaður KSÍ. Vísir/Daniel Þór Á fundinum baðst landsliðsmaðurinn afsökunar að sögn Þórhildar og gekkst við brotinu. „Hann baðst afsökunar og játaði það sem ég sagði honum að hann hefði gert mér. Hann dró það ekki í efa,“ segir Þórhildur í viðtalinu hjá RÚV. Hann hafi jafnframt greitt henni miskabætur. „Samt sem áður var ég ekki að búast við því að hann yrði valinn aftur í landsliðið af því að KSÍ veit af brotinu og velur að vera með gerendur ofbeldis innan sinna raða.“ Ummælin mistök Guðni Bergsson, segir í samtali við fréttastofu RÚV að ummæli hans í Kastljósi í gær hafi verið mistök. Hann hafi minnt að umrætt brot hafi verið ofbeldisbrot en ekki af kynferðislegum toga. Hann biðst afsökunar á ummælunum. „Ja, ég gerði það eftir bestu vitund. Mig minnti að þetta brot hefði verið ofbeldisbrot og ekki af kynferðislegum toga. En miðað við það sem þú sendir á mig og ég las svo yfir þá sé að svar mitt var ekki nákvæmt og í raun og veru ekki rétt miðað við þessa atvikalýsingu. Og ég biðst velvirðingar á því að sjálfsögðu,“ segir Guðni í samtali við RÚV. Gerandinn hafi ekki haft sömu sögu að segja og Þórhildur. „Gerandi var ekki með sömu sögu að segja um það en alla vega eins og ég sagði þá minntist ég þess þannig að þetta hefði verið ofbeldisbrot.“ Fréttin hefur verið uppfærð með svörum Guðna.
Kynferðisofbeldi KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir „Blaut tuska í andlitið á þolendum“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, kynjafræðingur og formaður jafnréttisnefndar Kennarasambands Íslands, segir formann Knattspyrnusambands Íslands ekki vera að axla ábyrgð á kynferðisbrotamálum innan hreyfingarinnar og sakar hann um að ljúga upp í opið geðið á þjóðinni. 26. ágúst 2021 12:04 KSÍ hefur verið í sambandi við Gylfa og hans fólk Knattspyrnusamband Íslands hefur verið í sambandi við Gylfa Þór Sigurðsson og fjölskyldu hans. 26. ágúst 2021 11:31 Ekki alltaf sanngjörn gagnrýni „Ég ætla ekki að standa hérna og ljúga að þér, það er búið að vera mikið að gera og þetta er búið að vera erfitt að mörgu leyti,“ sagði Arnar Þór Viðarsson er hann ræddi við Stöð 2 og Vísi eftir að landsliðshópur Íslands fyrir leikina gegn Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi var tilkynntur. 26. ágúst 2021 09:31 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Sjá meira
„Blaut tuska í andlitið á þolendum“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, kynjafræðingur og formaður jafnréttisnefndar Kennarasambands Íslands, segir formann Knattspyrnusambands Íslands ekki vera að axla ábyrgð á kynferðisbrotamálum innan hreyfingarinnar og sakar hann um að ljúga upp í opið geðið á þjóðinni. 26. ágúst 2021 12:04
KSÍ hefur verið í sambandi við Gylfa og hans fólk Knattspyrnusamband Íslands hefur verið í sambandi við Gylfa Þór Sigurðsson og fjölskyldu hans. 26. ágúst 2021 11:31
Ekki alltaf sanngjörn gagnrýni „Ég ætla ekki að standa hérna og ljúga að þér, það er búið að vera mikið að gera og þetta er búið að vera erfitt að mörgu leyti,“ sagði Arnar Þór Viðarsson er hann ræddi við Stöð 2 og Vísi eftir að landsliðshópur Íslands fyrir leikina gegn Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi var tilkynntur. 26. ágúst 2021 09:31