Svöruðu hryðjuverkunum í Kabúl með drónaárás á Ríki íslams Kjartan Kjartansson skrifar 28. ágúst 2021 07:55 Bandarískir hermenn gæta flugvallarins í Kabúl. Aukin hætta er talin á hryðjuverkum þar síðustu daga brottflutnings alþjóðlegs herliðs. AP/bandaríska varnarmálaráðuneytið Bandaríkjaher gerði drónaárás á hryðjuverkasamtökin Ríki íslams í Afganistan í nótt til þess að hefna fyrir hryðjuverkaárásina sem var gerð við flugvöllinn í Kabúl á fimmtudag. Vestrænt herlið býr sig undir möguleikanna á frekari hryðjuverkum. Einn skipuleggjandi Ríkis íslams er sagður hafa fallið í drónaárásinni að því er sagði í yfirlýsingu frá Bandaríkjaher. Honum sé ekki kunnugt um að óbreyttir borgarar hafi fallið, hefur Reuters-fréttastofan upp úr yfirlýsingunni. Árásin var gerð í Nangarhar-héraði austur af Kabúl sem á landamæri að nágrannaríkinu Pakistan. Herinn hefur ekki greint frá því hvort að skotmörk árásarinnar tengist hryðjuverkaárásinni við Kabúlflugvöll. Joe Biden Bandaríkjaforseti hafði heitið því að hafa hendur í hári liðsmanna samtakanna eftir hryðjuverkin. AP-fréttastofan segir að Biden hafi heimilað árásina og að Lloyd Austin, varnarmálaráðherra, hafi gefið skipun um hana. Svæðissamtök Ríkis íslams í Afganistan, svonefnd ISIS-K, lýstu yfir ábyrgð á sjálfsmorðssprengjuárásinni á fimmtudag. Talið er að allt að 170 manns hafi látið lífið þegar liðsmaður hryðjuverkasamtakanna sprengdi sjálfan sig í loft upp í miðri mannþröng Afgana sem biðu þess að reyna komast inn á flugvöllinn til að flýja yfirvofandi stjórn talibana. Langflestir þeirra látnu voru Afganar en þrettán bandarískir hermenn féllu einnig í árásinni. Hættulegstu dagarnir til þessa Bandarískir embættismenn telja líklegt að frekari hryðjuverkaárásir verði gerðar í Kabúl á lokadögum brottflutnings bandarísks og alþjóðlegs herliðs, að sögn New York Times. Bandaríkjastjórn ætlar að ljúka endanlegu brotthvarfi sínu frá Afganistan á þriðjudag, 31. ágúst. „Við erum sannarlega undir það búin og reiknum með frekari tilræðum,“ segi John Kirby, talsmaður bandaríska varnarmálaráðuneytisins um hættuna á frekari árásum. Fram að þessu hefur Bandaríkjastjórn flutt um 111.000 manns frá Afganistan á undanförnum tveimur vikum. Enn bíða margir erlendir ríkisborgarar og Afganar þess að komast frá landinu. Þúsundir manna hafa safnast saman við flugvöllinn í Kabúl á hverjum degi og það ástand nýtti ISIS sér til þess að fremja voðaverkin á fimmtudag. Bandaríska sendiráðið í Kabúl varar Bandaríkjamenn við því að nálgast flugvöllinn vegna öryggishættu. Óttast er að þeir dagar sem eftir eru af brottflutningnum séu þeir hættulegustu til þessa, að sögn Jen Psaki, blaðafulltrúa Hvíta hússins. Bandaríkin Afganistan Hernaður Tengdar fréttir Óljóst hvort hægt verði að koma fleiri flóttamönnum frá Afganistan Farið er að styttast í annan endan á brottflutningi flóttafólks frá alþjóðaflugvellinum í Kabúl í Afganistan. Óljóst er hvernig eða hvort hægt verði að koma fleira flóttafólki til Íslands. 27. ágúst 2021 12:01 Óttast frekari árásir ISIS í Afganistan Viðbúnaður er hjá bandarísku herliði sem aðstoðar við brottflutning afganskra flóttamanna frá Kabúl vegna möguleikans á fleiri hryðjuverkaárásum. Fleiri en hundrað manns, afganskir borgarar og bandarískir hermenn, féllu í sjálfsmorðssprengjuárás í gær. 27. ágúst 2021 09:02 Fékk bandaríska hermenn á tal við sig áður en hann sprengdi sig í loft upp Rúmlega 90 Afganir og 13 liðsmenn Bandaríkjahers féllu í tveimur sprengjuárásum við flugvöllinn í Kabúl, höfuðborg Afganistan, í gærkvöldi. Á annað hundrað manns særðust í sprengingunum. 27. ágúst 2021 06:27 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Sjá meira
Einn skipuleggjandi Ríkis íslams er sagður hafa fallið í drónaárásinni að því er sagði í yfirlýsingu frá Bandaríkjaher. Honum sé ekki kunnugt um að óbreyttir borgarar hafi fallið, hefur Reuters-fréttastofan upp úr yfirlýsingunni. Árásin var gerð í Nangarhar-héraði austur af Kabúl sem á landamæri að nágrannaríkinu Pakistan. Herinn hefur ekki greint frá því hvort að skotmörk árásarinnar tengist hryðjuverkaárásinni við Kabúlflugvöll. Joe Biden Bandaríkjaforseti hafði heitið því að hafa hendur í hári liðsmanna samtakanna eftir hryðjuverkin. AP-fréttastofan segir að Biden hafi heimilað árásina og að Lloyd Austin, varnarmálaráðherra, hafi gefið skipun um hana. Svæðissamtök Ríkis íslams í Afganistan, svonefnd ISIS-K, lýstu yfir ábyrgð á sjálfsmorðssprengjuárásinni á fimmtudag. Talið er að allt að 170 manns hafi látið lífið þegar liðsmaður hryðjuverkasamtakanna sprengdi sjálfan sig í loft upp í miðri mannþröng Afgana sem biðu þess að reyna komast inn á flugvöllinn til að flýja yfirvofandi stjórn talibana. Langflestir þeirra látnu voru Afganar en þrettán bandarískir hermenn féllu einnig í árásinni. Hættulegstu dagarnir til þessa Bandarískir embættismenn telja líklegt að frekari hryðjuverkaárásir verði gerðar í Kabúl á lokadögum brottflutnings bandarísks og alþjóðlegs herliðs, að sögn New York Times. Bandaríkjastjórn ætlar að ljúka endanlegu brotthvarfi sínu frá Afganistan á þriðjudag, 31. ágúst. „Við erum sannarlega undir það búin og reiknum með frekari tilræðum,“ segi John Kirby, talsmaður bandaríska varnarmálaráðuneytisins um hættuna á frekari árásum. Fram að þessu hefur Bandaríkjastjórn flutt um 111.000 manns frá Afganistan á undanförnum tveimur vikum. Enn bíða margir erlendir ríkisborgarar og Afganar þess að komast frá landinu. Þúsundir manna hafa safnast saman við flugvöllinn í Kabúl á hverjum degi og það ástand nýtti ISIS sér til þess að fremja voðaverkin á fimmtudag. Bandaríska sendiráðið í Kabúl varar Bandaríkjamenn við því að nálgast flugvöllinn vegna öryggishættu. Óttast er að þeir dagar sem eftir eru af brottflutningnum séu þeir hættulegustu til þessa, að sögn Jen Psaki, blaðafulltrúa Hvíta hússins.
Bandaríkin Afganistan Hernaður Tengdar fréttir Óljóst hvort hægt verði að koma fleiri flóttamönnum frá Afganistan Farið er að styttast í annan endan á brottflutningi flóttafólks frá alþjóðaflugvellinum í Kabúl í Afganistan. Óljóst er hvernig eða hvort hægt verði að koma fleira flóttafólki til Íslands. 27. ágúst 2021 12:01 Óttast frekari árásir ISIS í Afganistan Viðbúnaður er hjá bandarísku herliði sem aðstoðar við brottflutning afganskra flóttamanna frá Kabúl vegna möguleikans á fleiri hryðjuverkaárásum. Fleiri en hundrað manns, afganskir borgarar og bandarískir hermenn, féllu í sjálfsmorðssprengjuárás í gær. 27. ágúst 2021 09:02 Fékk bandaríska hermenn á tal við sig áður en hann sprengdi sig í loft upp Rúmlega 90 Afganir og 13 liðsmenn Bandaríkjahers féllu í tveimur sprengjuárásum við flugvöllinn í Kabúl, höfuðborg Afganistan, í gærkvöldi. Á annað hundrað manns særðust í sprengingunum. 27. ágúst 2021 06:27 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Sjá meira
Óljóst hvort hægt verði að koma fleiri flóttamönnum frá Afganistan Farið er að styttast í annan endan á brottflutningi flóttafólks frá alþjóðaflugvellinum í Kabúl í Afganistan. Óljóst er hvernig eða hvort hægt verði að koma fleira flóttafólki til Íslands. 27. ágúst 2021 12:01
Óttast frekari árásir ISIS í Afganistan Viðbúnaður er hjá bandarísku herliði sem aðstoðar við brottflutning afganskra flóttamanna frá Kabúl vegna möguleikans á fleiri hryðjuverkaárásum. Fleiri en hundrað manns, afganskir borgarar og bandarískir hermenn, féllu í sjálfsmorðssprengjuárás í gær. 27. ágúst 2021 09:02
Fékk bandaríska hermenn á tal við sig áður en hann sprengdi sig í loft upp Rúmlega 90 Afganir og 13 liðsmenn Bandaríkjahers féllu í tveimur sprengjuárásum við flugvöllinn í Kabúl, höfuðborg Afganistan, í gærkvöldi. Á annað hundrað manns særðust í sprengingunum. 27. ágúst 2021 06:27