Bjarga ófleygum fýlsungum áður en það verður ekið á þá Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. ágúst 2021 09:31 Á heimasíðu Fuglaverndar kemur m.a. fram að fýlsungar eru að yfirgefa hreiður frá lok águst fram í miðjan september. Þeir svífa frá syllunni sinni og ná oft ekki út í sjó og lenda þá á landi milli varpstöðva og sjávar. Eftir gott sumar er nú urmull af þeim í Mýrdalnum og vafalaust víðar. Fuglavernd/Daníel Bergmann Ragnheiður Blöndal og maður hennar, Sigurjón Halldór Birgisson, sem búa á Selfossi fór í gær og björguðu fimmtán fýlsungum úr vegköntum í kringum Vík í Mýrdal og komu þeim út á sjó. „Fýlsungar drepast í hrönnum vegna ökumanna sem hreinlega keyra mjög oft viljandi yfir þá, sorglegt en satt. Ég varð sjálf vitni af því í gær þegar við vorum að koma einum unga í kassa en þá kom ökumaður á fullri ferð og keyrði yfir annan unga. Ég er farin að hallast að því að sumir bílstjórar haldi að ungarnir sé fullvaxta særðir fuglar en unginn er mjög stór miðað við aldur eða næstum jafn stór fullvaxta fugli. Sama hvort það sé raunin eða ekki þá keyrir maður bara alls ekki viljandi á fugla, né nokkur önnur dýr, hvort sem þeir eru særðir eða ekki, það er hreint og klárt illvirki,“ segir Ragnheiður og bætir við. Einn af þeim fimmtán Fýlsungum, sem Ragnheiður og Sigurjón björguðu í gær og fóru með út á sjó.Aðsend „Margir veigra sér örugglega við að bjarga fýlsungum því þeir geta ælt lýsi sem er meðfætt varnarviðbragð hjá þeim. Ég segi það hér og nú að tveir af þessum fimmtán ungum ældu en bunurnar drifu mjög stutt og við sluppum alveg við þær, ég fann ekki einu sinni lykt.“ Ragnheiður og Sigurjón ætla í aðra ferð á morgun í kringum Vík og bjarga fleiri ungum og hvetja alla áhugasama að fara með þeim. Sigurjón að sleppa unga í gær.Aðsend „Já, við leggjum í hann um níu í fyrramálið og ég veit að það eru fleiri að fara á morgun og ekki endilega á sama tíma og við. En þetta brölt á ungunum stendur fram í miðjan september þannig ég mun örugglega líka fara næstu helgi og jafnvel helgina þar á eftir. Ég ætla líka að spjalla við þá hjá Vegagerðinni á mánudaginn með þá hugmynd að láta lækka hámarkshraða umferðar á meðan þetta tímabil gengur yfir, og þá bara markvissa á hverju ári“, segir Ragnheiður um leið og hún vill koma þessu á framfæri; „Já, það er eitt sem er kannski mikilvægt að komi fram ef fólk fer í björgunarleiðangur og það er að aðeins einn ungi má fara í hvern pappakassa, þeir geta annars ælt á hvorn annan og þá er voðinn vís fyrir þann sem verður fyrir spýjunni því þetta getur límt saman á þeim fjaðrirnar. Við vorum bara með fimm kassa í gær því við komum ekki fleiri í bílinn." Ragnheiður og Sigurjón hvetja fólk að koma með sér á morgun og bjarga fýlsungum en þeir liggja víða ófleygir með fram vegum eins og á milli Vík og Kirkjubæjarklausturs.Aðsend Árborg Fuglar Dýr Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira
„Fýlsungar drepast í hrönnum vegna ökumanna sem hreinlega keyra mjög oft viljandi yfir þá, sorglegt en satt. Ég varð sjálf vitni af því í gær þegar við vorum að koma einum unga í kassa en þá kom ökumaður á fullri ferð og keyrði yfir annan unga. Ég er farin að hallast að því að sumir bílstjórar haldi að ungarnir sé fullvaxta særðir fuglar en unginn er mjög stór miðað við aldur eða næstum jafn stór fullvaxta fugli. Sama hvort það sé raunin eða ekki þá keyrir maður bara alls ekki viljandi á fugla, né nokkur önnur dýr, hvort sem þeir eru særðir eða ekki, það er hreint og klárt illvirki,“ segir Ragnheiður og bætir við. Einn af þeim fimmtán Fýlsungum, sem Ragnheiður og Sigurjón björguðu í gær og fóru með út á sjó.Aðsend „Margir veigra sér örugglega við að bjarga fýlsungum því þeir geta ælt lýsi sem er meðfætt varnarviðbragð hjá þeim. Ég segi það hér og nú að tveir af þessum fimmtán ungum ældu en bunurnar drifu mjög stutt og við sluppum alveg við þær, ég fann ekki einu sinni lykt.“ Ragnheiður og Sigurjón ætla í aðra ferð á morgun í kringum Vík og bjarga fleiri ungum og hvetja alla áhugasama að fara með þeim. Sigurjón að sleppa unga í gær.Aðsend „Já, við leggjum í hann um níu í fyrramálið og ég veit að það eru fleiri að fara á morgun og ekki endilega á sama tíma og við. En þetta brölt á ungunum stendur fram í miðjan september þannig ég mun örugglega líka fara næstu helgi og jafnvel helgina þar á eftir. Ég ætla líka að spjalla við þá hjá Vegagerðinni á mánudaginn með þá hugmynd að láta lækka hámarkshraða umferðar á meðan þetta tímabil gengur yfir, og þá bara markvissa á hverju ári“, segir Ragnheiður um leið og hún vill koma þessu á framfæri; „Já, það er eitt sem er kannski mikilvægt að komi fram ef fólk fer í björgunarleiðangur og það er að aðeins einn ungi má fara í hvern pappakassa, þeir geta annars ælt á hvorn annan og þá er voðinn vís fyrir þann sem verður fyrir spýjunni því þetta getur límt saman á þeim fjaðrirnar. Við vorum bara með fimm kassa í gær því við komum ekki fleiri í bílinn." Ragnheiður og Sigurjón hvetja fólk að koma með sér á morgun og bjarga fýlsungum en þeir liggja víða ófleygir með fram vegum eins og á milli Vík og Kirkjubæjarklausturs.Aðsend
Árborg Fuglar Dýr Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira