Segir að minnst sex núverandi eða fyrrverandi landsliðsmenn hafi verið sakaðir um ofbeldi Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 28. ágúst 2021 20:00 Þórhildur Gyða segir að aldrei hafi komið til greina að samþykkja að þegja gegn greiðslu. Hún hefur áður lýst reynslu af líkamlegu ofbeldi og tók þátt í herferð Stígamóta, Sjúk ást, árið 2018. Kona, sem varð fyrir ofbeldi af hálfu landsliðsmanns í knattspyrnu, segir að minnst sex núverandi eða fyrrverandi landsliðsmenn í fótbolta hafi verið sakaðir um ofbeldi. Hún kallar eftir afsögn stjórnarmanna KSÍ. Þórhildur Gyða Arnarsdóttir segist hafa fundið fyrir miklum stuðningi eftir að hafa greint frá ofbeldisbroti leikmanns karlalandsliðsins og meintum þöggunartilburðum KSÍ. KSÍ hefur verið harðlega gagnrýnt og krafið um afsögn vega málsins. Þórhildur tekur undir kröfur um afsögn og segir málið ekki einsdæmi innan sambandsins. „Ég veit að það eru önnur dæmi því miður. Það eru fleiri þolendur og að mínu mati erum við allt of margar þar sem það ætti ekki að vera neinn þolandi þessara manna. En þær eru fleiri já,“ sagði Þórhildur Gyða Arnarsdóttir. Hún segist vita af að minnsta kosti sex leikmönnum sem sakaðir hafi verið um ofbeldi. „Sex eða sjö, þá er ég bæði að tala um fyrrverandi og núverandi landsliðsmenn.“ Forsvarsmenn KSÍ þvertaka fyrir að sambandið hafi boðið Þórhildi þagnarskyldusamning gegn greiðslu. Fréttastofa náði tali af Almari Möller, lögmanni leikmannsins, sem neitar að hafa komið fram sem lögmaður KSÍ í málinu. Hann vildi ekki veita fréttastofu viðtal í dag. Stjórn sambandsins hefur fundað stíft vegna málsins í dag en formaðurinn, Guðni Bergsson, neitaði fréttastofu um viðtal og sagði að yfirlýsingar væri að vænta. Þórhildur krefst þess að leikmenn sem kærðir hafa verið fyrir ofbeldisbrot verði fjarlægðir úr landsliðinu. „Og að KSÍ velji ekki vísvitandi ofbeldismenn í liðið sitt. Þessi stjórn virðist vera óhæf um það. Þannig að til þess að fá það í gegn væri best að fá nýja stjórn í heildina.“ KSÍ Kynferðisofbeldi MeToo Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Landsliðsmaður tekur undir gagnrýni á KSÍ Knattspyrnusamband Íslands hefur sætt mikilli gagnrýni eftir að Guðni Bergsson, formaður sambandsins, neyddist til að draga orð sín til baka um að KSÍ hefði engar tilkynningar fengið um kynferðisbrot landsliðsmanna í fótbolta. Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfubolta, er á meðal þeirra sem setur spurningamerki við starfshætti sambandsins. 28. ágúst 2021 12:46 Svona svaraði Guðni forseti þegar faðir þolanda sendi honum bréf Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, barst í mars 2018 bréf frá föður þolanda knattspyrnumanns í landsliði Íslands. Guðni svaraði bréfi föðurins og hafði í kjölfar samband við Guðna Bergsson, formann Knattspyrnusambands Íslands, þar sem þeir ræddu málið. 27. ágúst 2021 22:31 KSÍ þaggi hvorki niður ofbeldismál né hylmi yfir með gerendum Knattspyrnusamband Íslands vísar á bug dylgjum þess efnis að sambandið þaggi niður ofbeldismál eða hylmi yfir með gerendum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá sambandinu til fjölmiðla. 17. ágúst 2021 13:55 Segir KSÍ hafa vitað af brotum leikmanna landsliðsins Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, framhaldsskólakennari og forkona jafnréttisnefndar Kennarasambands Íslands, segir KSÍ hafa vitað af nauðgun, heimilisofbeldi og fleiri brotum leikmanna íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. Hún segist hafa fengið miklar þakkir fyrir þá umræðu sem hún opnaði fyrr í dag. 13. ágúst 2021 19:51 Mest lesið Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Innlent Vill að stjórn FH fari frá Innlent Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Erlent Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Innlent Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Innlent Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Erlent Fleiri fréttir Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Flýta flugeldasýningu og breyta hlaupaleiðum á Menningarnótt Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Landris heldur áfram á stöðugum hraða Telur að niðurskurður muni ýta þeim sem eftir eru út í veikindi Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Ekki ljóst hvort þýskt nautakjöt eða íslenskt kindakjöt olli hópsýkingu Brjálaðist út í barn í bíó Enn unnið að stjórnarsáttmála og jólaverslun tekur breytingum Útlit fyrir svalasta árið í Reykjavík í þrjátíu ár Mögulega tíðindi fyrir jól Sjá meira
Þórhildur Gyða Arnarsdóttir segist hafa fundið fyrir miklum stuðningi eftir að hafa greint frá ofbeldisbroti leikmanns karlalandsliðsins og meintum þöggunartilburðum KSÍ. KSÍ hefur verið harðlega gagnrýnt og krafið um afsögn vega málsins. Þórhildur tekur undir kröfur um afsögn og segir málið ekki einsdæmi innan sambandsins. „Ég veit að það eru önnur dæmi því miður. Það eru fleiri þolendur og að mínu mati erum við allt of margar þar sem það ætti ekki að vera neinn þolandi þessara manna. En þær eru fleiri já,“ sagði Þórhildur Gyða Arnarsdóttir. Hún segist vita af að minnsta kosti sex leikmönnum sem sakaðir hafi verið um ofbeldi. „Sex eða sjö, þá er ég bæði að tala um fyrrverandi og núverandi landsliðsmenn.“ Forsvarsmenn KSÍ þvertaka fyrir að sambandið hafi boðið Þórhildi þagnarskyldusamning gegn greiðslu. Fréttastofa náði tali af Almari Möller, lögmanni leikmannsins, sem neitar að hafa komið fram sem lögmaður KSÍ í málinu. Hann vildi ekki veita fréttastofu viðtal í dag. Stjórn sambandsins hefur fundað stíft vegna málsins í dag en formaðurinn, Guðni Bergsson, neitaði fréttastofu um viðtal og sagði að yfirlýsingar væri að vænta. Þórhildur krefst þess að leikmenn sem kærðir hafa verið fyrir ofbeldisbrot verði fjarlægðir úr landsliðinu. „Og að KSÍ velji ekki vísvitandi ofbeldismenn í liðið sitt. Þessi stjórn virðist vera óhæf um það. Þannig að til þess að fá það í gegn væri best að fá nýja stjórn í heildina.“
KSÍ Kynferðisofbeldi MeToo Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Landsliðsmaður tekur undir gagnrýni á KSÍ Knattspyrnusamband Íslands hefur sætt mikilli gagnrýni eftir að Guðni Bergsson, formaður sambandsins, neyddist til að draga orð sín til baka um að KSÍ hefði engar tilkynningar fengið um kynferðisbrot landsliðsmanna í fótbolta. Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfubolta, er á meðal þeirra sem setur spurningamerki við starfshætti sambandsins. 28. ágúst 2021 12:46 Svona svaraði Guðni forseti þegar faðir þolanda sendi honum bréf Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, barst í mars 2018 bréf frá föður þolanda knattspyrnumanns í landsliði Íslands. Guðni svaraði bréfi föðurins og hafði í kjölfar samband við Guðna Bergsson, formann Knattspyrnusambands Íslands, þar sem þeir ræddu málið. 27. ágúst 2021 22:31 KSÍ þaggi hvorki niður ofbeldismál né hylmi yfir með gerendum Knattspyrnusamband Íslands vísar á bug dylgjum þess efnis að sambandið þaggi niður ofbeldismál eða hylmi yfir með gerendum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá sambandinu til fjölmiðla. 17. ágúst 2021 13:55 Segir KSÍ hafa vitað af brotum leikmanna landsliðsins Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, framhaldsskólakennari og forkona jafnréttisnefndar Kennarasambands Íslands, segir KSÍ hafa vitað af nauðgun, heimilisofbeldi og fleiri brotum leikmanna íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. Hún segist hafa fengið miklar þakkir fyrir þá umræðu sem hún opnaði fyrr í dag. 13. ágúst 2021 19:51 Mest lesið Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Innlent Vill að stjórn FH fari frá Innlent Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Erlent Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Innlent Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Innlent Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Erlent Fleiri fréttir Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Flýta flugeldasýningu og breyta hlaupaleiðum á Menningarnótt Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Landris heldur áfram á stöðugum hraða Telur að niðurskurður muni ýta þeim sem eftir eru út í veikindi Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Ekki ljóst hvort þýskt nautakjöt eða íslenskt kindakjöt olli hópsýkingu Brjálaðist út í barn í bíó Enn unnið að stjórnarsáttmála og jólaverslun tekur breytingum Útlit fyrir svalasta árið í Reykjavík í þrjátíu ár Mögulega tíðindi fyrir jól Sjá meira
Landsliðsmaður tekur undir gagnrýni á KSÍ Knattspyrnusamband Íslands hefur sætt mikilli gagnrýni eftir að Guðni Bergsson, formaður sambandsins, neyddist til að draga orð sín til baka um að KSÍ hefði engar tilkynningar fengið um kynferðisbrot landsliðsmanna í fótbolta. Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfubolta, er á meðal þeirra sem setur spurningamerki við starfshætti sambandsins. 28. ágúst 2021 12:46
Svona svaraði Guðni forseti þegar faðir þolanda sendi honum bréf Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, barst í mars 2018 bréf frá föður þolanda knattspyrnumanns í landsliði Íslands. Guðni svaraði bréfi föðurins og hafði í kjölfar samband við Guðna Bergsson, formann Knattspyrnusambands Íslands, þar sem þeir ræddu málið. 27. ágúst 2021 22:31
KSÍ þaggi hvorki niður ofbeldismál né hylmi yfir með gerendum Knattspyrnusamband Íslands vísar á bug dylgjum þess efnis að sambandið þaggi niður ofbeldismál eða hylmi yfir með gerendum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá sambandinu til fjölmiðla. 17. ágúst 2021 13:55
Segir KSÍ hafa vitað af brotum leikmanna landsliðsins Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, framhaldsskólakennari og forkona jafnréttisnefndar Kennarasambands Íslands, segir KSÍ hafa vitað af nauðgun, heimilisofbeldi og fleiri brotum leikmanna íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. Hún segist hafa fengið miklar þakkir fyrir þá umræðu sem hún opnaði fyrr í dag. 13. ágúst 2021 19:51