Icelandair hættir flugi til Vestmannaeyja Kristján Már Unnarsson skrifar 29. ágúst 2021 06:45 Frá flugvellinum í Vestmannaeyjum. Vilhelm Gunnarsson Icelandair hættir flugi til Vestmannaeyja nú í lok ágústmánaðar og lýkur sumaráætlun mánuði fyrr en ráðgert var. Þetta er vegna dræmrar eftirspurnar og er óvíst hvort félagið taki upp þráðinn að nýju næsta sumar. Vefsíðan Flugblogg greindi fyrst frá málinu og vitnar í Ásdísi Ýr Pétursdóttur, upplýsingafulltrúa Icelandair. „Við ákváðum að ljúka sumaráætlun okkar fyrr en upphaflega var áætlað, það er í lok ágúst, vegna þess að það stefndi í takmarkaða eftirspurn í september,“ segir Ásdís Ýr í svari við fyrirspurn Flugblogg: „Við höfum ekki enn tekið ákvörðun varðandi þessa leið fyrir næsta sumar.“ Vestmannaeyjavefurinn Tígull hefur eftir Írisi Róbertsdóttur, bæjarstjóra Vestmannaeyja, að hún hafi fengið póst um málið í vikunni. Henni þykir miður að hafa ekki september til að vinna að nýrri lausn um flugsamgöngur fyrir veturinn. Málið verði tekið upp á næsta bæjarráðsfundi og einnig hafi hún óskað eftir fundi með ráðherra og vegamálastjóra vegna málsins. Tíðni og öryggi ferjusiglinga til Eyja um Landeyjahöfn hafa aukist með nýjum Herjólfi.Vilhelm Gunnarsson Í samtali við Vefmiðilinn Eyjar.net segir Ásdís Ýr að flugið hafi gengið ágætlega í sumar en væntingar hafi þó verið um meiri eftirspurn. Ferðaþjónusta hafi tekið seinna við sér en þau hafi vonað vegna áhrifa covid-faraldursins. Þá hafi veðurblíða fyrir norðan og austan orðið til þess að straumur innlendra farþega hafi að miklu leyti legið þangað. Þótt ekki hafi verið tekin ákvörðun um næsta sumar sjái félagið almennt til lengri tíma litið tækifæri í Vestmannaeyjum sem áfangastað bæði fyrir innlenda og erlenda ferðamenn sem myndi skila sér í aukinni tíðni. Flugfélagið Ernir sinnti áður Vestmannaeyjaflugi en hætti því fyrir ári. Hörður Guðmundsson, forstjóri Ernis, sagði þá í viðtali við útvarpsþáttinn Reykjavík síðdegis á Bylgjunni að róðurinn í innanlandsflugi væri þungur og að erfitt væri að keppa við niðurgreiddan samgöngumáta. Vísaði hann þar til siglinga Herjólfs. Um þessar mundir er eitt ár liðið frá því stjórnvöld hófu að niðurgreiða flugfargjöld innanlands til íbúa landsbyggðarinnar, þar með Vestmannaeyja, með verkefninu Loftbrú. Í frétt Stöðvar 2 síðastliðinn fimmtudag var Jóna Árný Þórðardóttir, helsti hvatamaður skosku leiðarinnar, spurð hvernig til hefði tekist: Vestmannaeyjar Fréttir af flugi Samgöngur Tengdar fréttir Air Iceland hyggst hefja flug til Vestmannaeyja næsta vor Stjórnendur Air Iceland Connect hafa ákveðið að hefja áætlunarflug til Vestmannaeyja næsta vor. Þetta kemur fram í fundargerð bæjarráðs Vestmannaeyja frá fundi ráðsins, sem lauk um kvöldmatarleytið. 7. október 2020 21:23 Samið við Icelandair um lágmarksflug milli Reykjavíkur og Eyja Stjórnvöld hyggjast semja við Icelandair um lágmarksflug milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja til 1. maí á næsta ári. Farnar verði að tvær ferðir í viku, fram og til baka, og er stefnt að því að flugið hefjist í næstu viku. 16. desember 2020 14:30 Öllum starfsmönnum Isavia í Vestmannaeyjum sagt upp Um er að ræða þrjá starfsmenn. 28. september 2020 18:07 Segir erfitt að keppa við niðurgreiddan samgöngumáta Hörður Guðmundsson, forstjóri flugfélagsins Ernis, segir það ekki koma til af góðu að félagið hafi ákveðið að hætta flugi til Vestmannaeyja. Margt þurfi að koma til svo ákvörðunin yrði dregin til baka og róðurinn á innanlandsflugmarkaði sé þungur. 2. september 2020 20:42 Allt að 40% afsláttur af flugfargjöldum fyrir íbúa landsbyggðarinnar Íbúar á landsbyggðinni sem eru með lögheimili fjarri höfuðborginni eiga frá og með deginum í dag kost á lægri flugfargjöldum til Reykjavíkur. 9. september 2020 14:04 Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Fleiri fréttir Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Sjá meira
Vefsíðan Flugblogg greindi fyrst frá málinu og vitnar í Ásdísi Ýr Pétursdóttur, upplýsingafulltrúa Icelandair. „Við ákváðum að ljúka sumaráætlun okkar fyrr en upphaflega var áætlað, það er í lok ágúst, vegna þess að það stefndi í takmarkaða eftirspurn í september,“ segir Ásdís Ýr í svari við fyrirspurn Flugblogg: „Við höfum ekki enn tekið ákvörðun varðandi þessa leið fyrir næsta sumar.“ Vestmannaeyjavefurinn Tígull hefur eftir Írisi Róbertsdóttur, bæjarstjóra Vestmannaeyja, að hún hafi fengið póst um málið í vikunni. Henni þykir miður að hafa ekki september til að vinna að nýrri lausn um flugsamgöngur fyrir veturinn. Málið verði tekið upp á næsta bæjarráðsfundi og einnig hafi hún óskað eftir fundi með ráðherra og vegamálastjóra vegna málsins. Tíðni og öryggi ferjusiglinga til Eyja um Landeyjahöfn hafa aukist með nýjum Herjólfi.Vilhelm Gunnarsson Í samtali við Vefmiðilinn Eyjar.net segir Ásdís Ýr að flugið hafi gengið ágætlega í sumar en væntingar hafi þó verið um meiri eftirspurn. Ferðaþjónusta hafi tekið seinna við sér en þau hafi vonað vegna áhrifa covid-faraldursins. Þá hafi veðurblíða fyrir norðan og austan orðið til þess að straumur innlendra farþega hafi að miklu leyti legið þangað. Þótt ekki hafi verið tekin ákvörðun um næsta sumar sjái félagið almennt til lengri tíma litið tækifæri í Vestmannaeyjum sem áfangastað bæði fyrir innlenda og erlenda ferðamenn sem myndi skila sér í aukinni tíðni. Flugfélagið Ernir sinnti áður Vestmannaeyjaflugi en hætti því fyrir ári. Hörður Guðmundsson, forstjóri Ernis, sagði þá í viðtali við útvarpsþáttinn Reykjavík síðdegis á Bylgjunni að róðurinn í innanlandsflugi væri þungur og að erfitt væri að keppa við niðurgreiddan samgöngumáta. Vísaði hann þar til siglinga Herjólfs. Um þessar mundir er eitt ár liðið frá því stjórnvöld hófu að niðurgreiða flugfargjöld innanlands til íbúa landsbyggðarinnar, þar með Vestmannaeyja, með verkefninu Loftbrú. Í frétt Stöðvar 2 síðastliðinn fimmtudag var Jóna Árný Þórðardóttir, helsti hvatamaður skosku leiðarinnar, spurð hvernig til hefði tekist:
Vestmannaeyjar Fréttir af flugi Samgöngur Tengdar fréttir Air Iceland hyggst hefja flug til Vestmannaeyja næsta vor Stjórnendur Air Iceland Connect hafa ákveðið að hefja áætlunarflug til Vestmannaeyja næsta vor. Þetta kemur fram í fundargerð bæjarráðs Vestmannaeyja frá fundi ráðsins, sem lauk um kvöldmatarleytið. 7. október 2020 21:23 Samið við Icelandair um lágmarksflug milli Reykjavíkur og Eyja Stjórnvöld hyggjast semja við Icelandair um lágmarksflug milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja til 1. maí á næsta ári. Farnar verði að tvær ferðir í viku, fram og til baka, og er stefnt að því að flugið hefjist í næstu viku. 16. desember 2020 14:30 Öllum starfsmönnum Isavia í Vestmannaeyjum sagt upp Um er að ræða þrjá starfsmenn. 28. september 2020 18:07 Segir erfitt að keppa við niðurgreiddan samgöngumáta Hörður Guðmundsson, forstjóri flugfélagsins Ernis, segir það ekki koma til af góðu að félagið hafi ákveðið að hætta flugi til Vestmannaeyja. Margt þurfi að koma til svo ákvörðunin yrði dregin til baka og róðurinn á innanlandsflugmarkaði sé þungur. 2. september 2020 20:42 Allt að 40% afsláttur af flugfargjöldum fyrir íbúa landsbyggðarinnar Íbúar á landsbyggðinni sem eru með lögheimili fjarri höfuðborginni eiga frá og með deginum í dag kost á lægri flugfargjöldum til Reykjavíkur. 9. september 2020 14:04 Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Fleiri fréttir Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Sjá meira
Air Iceland hyggst hefja flug til Vestmannaeyja næsta vor Stjórnendur Air Iceland Connect hafa ákveðið að hefja áætlunarflug til Vestmannaeyja næsta vor. Þetta kemur fram í fundargerð bæjarráðs Vestmannaeyja frá fundi ráðsins, sem lauk um kvöldmatarleytið. 7. október 2020 21:23
Samið við Icelandair um lágmarksflug milli Reykjavíkur og Eyja Stjórnvöld hyggjast semja við Icelandair um lágmarksflug milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja til 1. maí á næsta ári. Farnar verði að tvær ferðir í viku, fram og til baka, og er stefnt að því að flugið hefjist í næstu viku. 16. desember 2020 14:30
Öllum starfsmönnum Isavia í Vestmannaeyjum sagt upp Um er að ræða þrjá starfsmenn. 28. september 2020 18:07
Segir erfitt að keppa við niðurgreiddan samgöngumáta Hörður Guðmundsson, forstjóri flugfélagsins Ernis, segir það ekki koma til af góðu að félagið hafi ákveðið að hætta flugi til Vestmannaeyja. Margt þurfi að koma til svo ákvörðunin yrði dregin til baka og róðurinn á innanlandsflugmarkaði sé þungur. 2. september 2020 20:42
Allt að 40% afsláttur af flugfargjöldum fyrir íbúa landsbyggðarinnar Íbúar á landsbyggðinni sem eru með lögheimili fjarri höfuðborginni eiga frá og með deginum í dag kost á lægri flugfargjöldum til Reykjavíkur. 9. september 2020 14:04