Einn lést þegar tré féll á heimili viðkomandi í Ascension Parish í Baton Rouge. Nú mun reyna á flóðavarknir New Orleans, sem voru styrktar eftir að fellibylurinn Katrína varð 1.800 að bana árið 2005.
Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur sagt Ídu „lífshættulega“ og allar líkur á mikilli eyðileggingu.
Fleiri en milljón heimili eru án rafmagns í Louisiana og það mun taka margar vikur að koma því aftur á. Búið er að lýsa yfir hamfaraástandi í ríkinu, sem opnar á fjárveitingar til að efla björguanrstarf.
Ída er fjórða stigs fellibylur, sem þýðir að ofsaveðrið er líklegt til að valda stórskemmdum á fasteignum, trjám og rafmagnslínum. Þá er gert ráð fyrir að ölduhæð við ströndina geti náð allt að 4,8 metrum.
John Bel Edwards, ríkisstjóri Louisiana, sagði um helgina að komandi daga or vikur yrðu erfiðar og fordæmalaus áskorun. Hins vegar hefðu íbúar ríkisins aldrei verið jafn vel undirbúnir.