Mánaðarleigan 1,2 milljónir króna Atli Ísleifsson skrifar 30. ágúst 2021 08:29 Húsnæðis Hjálpræðishersins við Suðurlandsbraut 72. Vísir/Vilhelm Reykjavíkurborg mun greiða 1,2 milljónir króna í leigu mánaðarlega fyrir húsnæði Hjálpræðishersins sem ætlað er að brúa bilið vegna kennslu fyrir yngstu nemendur Fossvogsskóla á meðan unnið er við uppsetningu bráðabirgðahúsnæðis á lóð skólans meðan viðgerðir fara fram á aðal húsnæði Fossvogsskóla. Þetta kemur fram í bréfi fjármála- og áhættustýringarsviðs sem lagt var fyrir borgarráð í síðustu viku. Innifalið í leiguverðinu eru húsgögn, hiti, rafmagn, hiti og húsvarsla. Húsnæðið sem borgin mun nýta undir kennslu er 475 fermetrar, en hús Hjálpræðishersins stendur við Suðurlandsbraut 72. Húsnæðið er tekið á leigu frá og með 23. ágúst til 17. september 2021 með möguleika á framlengingu, segir í bréfinu. Málefni Fossvogsskóla hafa mikið verið í deiglunni síðustu misserin vegna myglu í skólanum. Til stóð að kennsla yngstu árganganna færi fram í Víkingsheimilinu í Fossvogi, en hætt var við það í kjölfar mótmæla foreldrafélags skólans. Varð úr að skólinn fékk inni tímabundið hjá Hjálpræðishernum. Áframhaldandi óvissa Í fundargerð borgarráðs segir að borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafi látið bóka að húsnæðisvanda Fossvogsskóla ætli seint að linna. „Borginni tókst ekki að útvega nothæft húsnæði fyrir kennslu í upphafi skólaárs þrátt fyrir að hafa haft langan tíma til undirbúnings og eytt yfir 500 milljónum í viðgerðir sem dugðu ekki til. Um lengri tíma hefur skólastarf verið í uppnámi. Borgin þarf nú að leita á náðir Hjálpræðishersins sem skýtur skjólshúsi yfir skólastarfið. Enn er óljóst hvenær skólastarf verður með eðlilegum hætti og áframhaldandi óvissa,“ segir í bókun Sjálfstæðismanna. Reykjavík Mygla í Fossvogsskóla Borgarstjórn Grunnskólar Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Nemendur Fossvogsskóla byrja í húsnæði Hjálpræðishersins á mánudag Yfirgnæfandi meirihluti foreldra og kennara sem tóku þátt í könnun borgarinnar um fyrirkomulag skólahalds í Fossvogsskóla vill að skólastarfið fari fram í húsnæði Hjálpræðishersins. 21. ágúst 2021 14:44 Foreldrar fá þrjá valkosti frá borginni Reykjavíkurborg hefur gefið foreldrum barna í 2. til 4. bekk í Fossvogsskóla þrjá valmöguleika í von um að leysa þann húsnæðisvanda sem þar er kominn upp. Foreldrar lýstu í gær yfir óánægju sinni með borgina eftir að í ljós kom að kenna átti börnunum í tengibyggingu Víkingsheimilisins, meðal annars frammi á gangi, fyrstu vikur skólaársins. Þeim þótti þetta með öllu ótæk ráðstöfun. 20. ágúst 2021 18:50 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Þetta kemur fram í bréfi fjármála- og áhættustýringarsviðs sem lagt var fyrir borgarráð í síðustu viku. Innifalið í leiguverðinu eru húsgögn, hiti, rafmagn, hiti og húsvarsla. Húsnæðið sem borgin mun nýta undir kennslu er 475 fermetrar, en hús Hjálpræðishersins stendur við Suðurlandsbraut 72. Húsnæðið er tekið á leigu frá og með 23. ágúst til 17. september 2021 með möguleika á framlengingu, segir í bréfinu. Málefni Fossvogsskóla hafa mikið verið í deiglunni síðustu misserin vegna myglu í skólanum. Til stóð að kennsla yngstu árganganna færi fram í Víkingsheimilinu í Fossvogi, en hætt var við það í kjölfar mótmæla foreldrafélags skólans. Varð úr að skólinn fékk inni tímabundið hjá Hjálpræðishernum. Áframhaldandi óvissa Í fundargerð borgarráðs segir að borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafi látið bóka að húsnæðisvanda Fossvogsskóla ætli seint að linna. „Borginni tókst ekki að útvega nothæft húsnæði fyrir kennslu í upphafi skólaárs þrátt fyrir að hafa haft langan tíma til undirbúnings og eytt yfir 500 milljónum í viðgerðir sem dugðu ekki til. Um lengri tíma hefur skólastarf verið í uppnámi. Borgin þarf nú að leita á náðir Hjálpræðishersins sem skýtur skjólshúsi yfir skólastarfið. Enn er óljóst hvenær skólastarf verður með eðlilegum hætti og áframhaldandi óvissa,“ segir í bókun Sjálfstæðismanna.
Reykjavík Mygla í Fossvogsskóla Borgarstjórn Grunnskólar Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Nemendur Fossvogsskóla byrja í húsnæði Hjálpræðishersins á mánudag Yfirgnæfandi meirihluti foreldra og kennara sem tóku þátt í könnun borgarinnar um fyrirkomulag skólahalds í Fossvogsskóla vill að skólastarfið fari fram í húsnæði Hjálpræðishersins. 21. ágúst 2021 14:44 Foreldrar fá þrjá valkosti frá borginni Reykjavíkurborg hefur gefið foreldrum barna í 2. til 4. bekk í Fossvogsskóla þrjá valmöguleika í von um að leysa þann húsnæðisvanda sem þar er kominn upp. Foreldrar lýstu í gær yfir óánægju sinni með borgina eftir að í ljós kom að kenna átti börnunum í tengibyggingu Víkingsheimilisins, meðal annars frammi á gangi, fyrstu vikur skólaársins. Þeim þótti þetta með öllu ótæk ráðstöfun. 20. ágúst 2021 18:50 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Nemendur Fossvogsskóla byrja í húsnæði Hjálpræðishersins á mánudag Yfirgnæfandi meirihluti foreldra og kennara sem tóku þátt í könnun borgarinnar um fyrirkomulag skólahalds í Fossvogsskóla vill að skólastarfið fari fram í húsnæði Hjálpræðishersins. 21. ágúst 2021 14:44
Foreldrar fá þrjá valkosti frá borginni Reykjavíkurborg hefur gefið foreldrum barna í 2. til 4. bekk í Fossvogsskóla þrjá valmöguleika í von um að leysa þann húsnæðisvanda sem þar er kominn upp. Foreldrar lýstu í gær yfir óánægju sinni með borgina eftir að í ljós kom að kenna átti börnunum í tengibyggingu Víkingsheimilisins, meðal annars frammi á gangi, fyrstu vikur skólaársins. Þeim þótti þetta með öllu ótæk ráðstöfun. 20. ágúst 2021 18:50