Sport

Fyrr­verandi for­seti Al­þjóða­ólympíu­nefndarinnar látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Jacques Rogge varð 79 ára.
Jacques Rogge varð 79 ára. Getty

Belginn Jacques Rogge, sem gegndi embætti forseta Alþjóðaólympíunefndarinnar í tólf ár, er látinn, 79 ára að aldri.

Rogge tók við formennsku í nefndinni á árið 2001 en Þjóðverjinn Thomas Bach tók svo við stöðunni árið 2013.

Rogge varð áttundi forseti nednarinnar þegar hann var kjörinn. Á sínum yngri árum spilaði hann rúgbí og keppti í siglingum með belgíska landsliðinu og tók sem slíkur þátt á þrennum Ólympíuleikum – í Mexíkóborg 1968, München 1972 og Montreal 1976.

Á heimasíðu Alþjóðaólympíunefndarinnar kemur fram að flaggað verði í hálfa stöng næstu fimm daga vegna fráfalls Rogges.

Hann starfaði meðal annars sem bæklunarskurðlæknir og svo forseti belgísku og svo evrópsku ólympíunefnarinnar áður en hann tók við starfi forseta Alþjóðaólympíunefndarinnar árið 2001.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×