Bar kappið KSÍ ofurliði? Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar 30. ágúst 2021 09:30 Fyrir okkur sem höfum barist fyrir alhliða jafnrétti í íþróttamenningu í mörg ár hafa sl. sólarhringar verið allt að óraunverulegir. Afhjúpun þeirrar menningar sem ríkir innan KSÍ hefur hér með átt sér stað. Menning sem því miður gengur út á að láta ekki ómenningu líta dagsins ljós. Þrátt fyrir að allir vissu að hún leynist þarna í myrkrinu. Fyrir ykkur sem ekki vita þá þarf aukaskammt af hugrekki og styrk til að stíga þau skref sem Hanna Björg Vilhjálmsdóttir steig á s.l. vikum. Og gafst ekki upp þrátt fyrir að á móti blés ískaldur og hvass norðanvindur frá KSÍ. Sjálf hef ég reynslu af því að reyna að benda á misrétti innan íþróttaheimsins. Það var mjög óþægileg og erfið reynsla. Fyrir 11 árum þegar ég var formaður Íþrótta- og tómstundarráðs Reykjavíkur var misréttið á milli drengja og stúlkna sem stunduðu boltaíþróttir í Reykjavík það fyrsta sem ég rak mig á þegar ég tók við málaflokknum. Í framhaldi óskaði ég eftir því að Mannréttindaskrifstofa borgarinnar myndi gera ítarlega úttekt á jafnréttismálum hjá íþróttafélögum í Reykjavík. Vonir mínar um breytingar á þessari skekkju innan íþróttafélaganna urðu fljótlega að vonbrigðum. Það stóð sannarlega á svörum frá forystu félaganna og á sameiginlegum fundi ÍTR ráðsins, ÍBR og formanna íþróttafélaganna um það bil ári eftir að úttektin hófst, kom fram að flestum fannst þetta eiginlega bara óþarfi, enda væru allar stefnur með klausu um jafnrétti. Þeim fannst ég óþægileg og óþolandi, upplifði ég. Vorið 2018 skrifaði ég grein Í Kjarnann þar sem ég gaf kynjamisrétti í íþróttum rauða spjaldið og lagði til að skilyrða fjárstuðning við íþróttafélög í Reykjavík við að í stefnum og aðgerðaráætlunum þeirra séu tiltækar reglur, áætlanir og verklag sem vinnur gegn öllu kynjamisrétti og vinnur hnitmiðað að jafnrétti í allri sinni mynd. Það risu ófáir á afturfæturnar og sýndu klærnar. Viðbrögðin voru það harkaleg að þau í raun þögguðu niður í mér. Ég hef einfaldlega ekki þorað að stíga fæti inn í þessa umræðu aftur fyrr en nú. Meðvirka og alkahóliseraða fjölskyldukerfið Það má stundum líkja svona vinnustaða og stofnanamenningu við dysfunktional og alkahólísku fjölskyldukerfi. Samkvæmt fræðunum er slíku kerfi stýrt af skömm og miklum ótta við að upp komist um þá hegðun sem þar er ríkjandi. Sá sem ætlar sér að benda á það með einhverjum hætti, hvort sem hann er innan kerfis eða utan það, þá er hann samstundist úthrópaður og útskúfaður. Fjölskyldan verður að líta vel út á við og halda þeirri glansmynd sem hún hefur gangandi. Sama hvað.Dæmi eru til um að slíkar fjölskyldur haldi reglulega fundi á sunnudagskvöldum eftir bölvað partýstand og fari yfir hvað má tala um út á við og þá öllu mikilvægara; hvað má ekki ræða út á við. Jafnrétti er ekki kvöð heldur tækifæri til sigurs Ég vil trúa því að fólk sé upp til hópa gott og mennskt. Það fylgir því mikið tilfinningalegt álag að lifa í svona dysfunktional kerfi. Ég trúi því ss núna að einhverjum í stjórn og öðrum starfsmönnum KSÍ sé núna létt. Létt að þetta sé bara komið upp á yfirborðið. Það er búið að kveikja ljósin og nú verði erfitt að slökkva þau aftur og leyfa meðvirkninni að lifa áfram. Kannski er ég naív en mér hefur verið fyrirmunað að skilja afhverju svona margir líta á jafnrétti og útrýmingu ofbeldis svona mikla kvöð. Ég sé bara tækifæri. Því eins og slagorð íþróttafélagsins vals segir svo réttilega: Látið kappið ekki bera fegurðina ofurliði - KSÍ og aðrar íþróttastofnanir taka þetta örugglega til sín núna. Látum jafnréttið og ofbeldisleysið vera leiðina að sigrinum. Höfundur er fulltrúi Viðreisnar í Ofbeldisvarnarnefnd Reykjavíkurborgar og hefur óbilandi áhuga á að útrýma misrétti og ofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Ámundadóttir Zoëga KSÍ Reykjavík Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Fyrir okkur sem höfum barist fyrir alhliða jafnrétti í íþróttamenningu í mörg ár hafa sl. sólarhringar verið allt að óraunverulegir. Afhjúpun þeirrar menningar sem ríkir innan KSÍ hefur hér með átt sér stað. Menning sem því miður gengur út á að láta ekki ómenningu líta dagsins ljós. Þrátt fyrir að allir vissu að hún leynist þarna í myrkrinu. Fyrir ykkur sem ekki vita þá þarf aukaskammt af hugrekki og styrk til að stíga þau skref sem Hanna Björg Vilhjálmsdóttir steig á s.l. vikum. Og gafst ekki upp þrátt fyrir að á móti blés ískaldur og hvass norðanvindur frá KSÍ. Sjálf hef ég reynslu af því að reyna að benda á misrétti innan íþróttaheimsins. Það var mjög óþægileg og erfið reynsla. Fyrir 11 árum þegar ég var formaður Íþrótta- og tómstundarráðs Reykjavíkur var misréttið á milli drengja og stúlkna sem stunduðu boltaíþróttir í Reykjavík það fyrsta sem ég rak mig á þegar ég tók við málaflokknum. Í framhaldi óskaði ég eftir því að Mannréttindaskrifstofa borgarinnar myndi gera ítarlega úttekt á jafnréttismálum hjá íþróttafélögum í Reykjavík. Vonir mínar um breytingar á þessari skekkju innan íþróttafélaganna urðu fljótlega að vonbrigðum. Það stóð sannarlega á svörum frá forystu félaganna og á sameiginlegum fundi ÍTR ráðsins, ÍBR og formanna íþróttafélaganna um það bil ári eftir að úttektin hófst, kom fram að flestum fannst þetta eiginlega bara óþarfi, enda væru allar stefnur með klausu um jafnrétti. Þeim fannst ég óþægileg og óþolandi, upplifði ég. Vorið 2018 skrifaði ég grein Í Kjarnann þar sem ég gaf kynjamisrétti í íþróttum rauða spjaldið og lagði til að skilyrða fjárstuðning við íþróttafélög í Reykjavík við að í stefnum og aðgerðaráætlunum þeirra séu tiltækar reglur, áætlanir og verklag sem vinnur gegn öllu kynjamisrétti og vinnur hnitmiðað að jafnrétti í allri sinni mynd. Það risu ófáir á afturfæturnar og sýndu klærnar. Viðbrögðin voru það harkaleg að þau í raun þögguðu niður í mér. Ég hef einfaldlega ekki þorað að stíga fæti inn í þessa umræðu aftur fyrr en nú. Meðvirka og alkahóliseraða fjölskyldukerfið Það má stundum líkja svona vinnustaða og stofnanamenningu við dysfunktional og alkahólísku fjölskyldukerfi. Samkvæmt fræðunum er slíku kerfi stýrt af skömm og miklum ótta við að upp komist um þá hegðun sem þar er ríkjandi. Sá sem ætlar sér að benda á það með einhverjum hætti, hvort sem hann er innan kerfis eða utan það, þá er hann samstundist úthrópaður og útskúfaður. Fjölskyldan verður að líta vel út á við og halda þeirri glansmynd sem hún hefur gangandi. Sama hvað.Dæmi eru til um að slíkar fjölskyldur haldi reglulega fundi á sunnudagskvöldum eftir bölvað partýstand og fari yfir hvað má tala um út á við og þá öllu mikilvægara; hvað má ekki ræða út á við. Jafnrétti er ekki kvöð heldur tækifæri til sigurs Ég vil trúa því að fólk sé upp til hópa gott og mennskt. Það fylgir því mikið tilfinningalegt álag að lifa í svona dysfunktional kerfi. Ég trúi því ss núna að einhverjum í stjórn og öðrum starfsmönnum KSÍ sé núna létt. Létt að þetta sé bara komið upp á yfirborðið. Það er búið að kveikja ljósin og nú verði erfitt að slökkva þau aftur og leyfa meðvirkninni að lifa áfram. Kannski er ég naív en mér hefur verið fyrirmunað að skilja afhverju svona margir líta á jafnrétti og útrýmingu ofbeldis svona mikla kvöð. Ég sé bara tækifæri. Því eins og slagorð íþróttafélagsins vals segir svo réttilega: Látið kappið ekki bera fegurðina ofurliði - KSÍ og aðrar íþróttastofnanir taka þetta örugglega til sín núna. Látum jafnréttið og ofbeldisleysið vera leiðina að sigrinum. Höfundur er fulltrúi Viðreisnar í Ofbeldisvarnarnefnd Reykjavíkurborgar og hefur óbilandi áhuga á að útrýma misrétti og ofbeldi.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar