Brauðgerðarkenningin Guðmundur Andri Thorsson skrifar 30. ágúst 2021 10:20 Við þekkjum brauðmolakenninguna – um að því ríkari sem auðmennirnir verða því betra sé það fyrir samfélagið í heild því að brauðmolar hrjóti af allsnægtarborðum hinna ríku niður til hinna. Þetta er ljót hugsun. Þetta er sú pæling að ranglætið borgi sig. Eiginlega var þetta afgreitt fyrir mörgun öldum með vísu sem eignuð hefur verið ýmsum kjaftforum mektarskáldum: „Það er dauði og djöfuls nauð, / er dyggðasnauðir fantar, / safna auð með augun rauð / en aðra brauðið vantar ...“ Brauð rímar við auð: og peningar – eru þeir ekki svolítið eins og hveiti? Sumum finnst skynsamlegt að það sé geymt í risastórum skemmum, og geymt þar bara og geymt. Aðrir telja að réttlætismál sé að gera hveitið upptækt og dreifa því, eða öllu heldur láta Flokkinn taka það; alræmdasta dæmið um slíkt var í Úkraínu á fjórða áratug 20. aldar á valdatíma kommúnista sem ráku bændur af jörðum sínum og þetta kornforðabúr Evrópu var tæmt til ríkisnota svo að úr varð ein hryllilegasta hungursneyð síðustu aldar og milljónir sultu í hel. Nei. Við þurfum að skapa hvata til þess að fólk sem á öll þessi lifandis býsn af hveiti skapi eitthvað gott og hollt úr því. Til dæmis gott brauð. Þar þarf augljóslega gagnsætt og gott markaðsfyrirkomulag – hæfilega mikið ger, en ekki of mikið því þá hefast það um of. Það þarf að mæla það, líta eftir því, hafa hönd í bagga. Það þarf með öðrum orðum stjórnvaldsákvarðanir sem ýta undir það að nota hveitið frekar en að geyma það. Þetta er brauðgerðarkenningin. Það þarf að beinlínis að koma því svo fyrir að það borgi sig frekar að búa til brauð en að geyma hveitið í kornhlöðum. Eða svo að ég hætti nú að bögglast með þessa líkingu: það þarf að skattleggja ofsagróða; ekki eðlilegan sparnað af eðlilegum tekjum heldur ofsagróða. Það þarf að gera það eftirsóknarvert fyrir auðugt fólk að fjárfesta í grænum lausnum, grænni orku – með skattaívilnunum – en tómt tjón og tap af því að fjárfesta í grárri orku og loftslagsógn. Það þarf að virkja það afl sem í auðmagninu býr – ríkisvaldið býr yfir tækjum og tólum til að búa til auðmagnsvirkjanir – en gæta þess að það verði ekki að eyðingarafli – eins og óheftur kapítalisminn verður – eða stíflað með öllu, eins og gerist í ríkisvæðingu kommúnismans. Jafnaðarmenn aðhyllast nefnilega brauðgerðarkenninguna. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingiskosningar 2021 Guðmundur Andri Thorsson Skoðun: Kosningar 2021 Samfylkingin Mest lesið Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Halldór 29.03.2025 Halldór Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Skoðun Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Sjá meira
Við þekkjum brauðmolakenninguna – um að því ríkari sem auðmennirnir verða því betra sé það fyrir samfélagið í heild því að brauðmolar hrjóti af allsnægtarborðum hinna ríku niður til hinna. Þetta er ljót hugsun. Þetta er sú pæling að ranglætið borgi sig. Eiginlega var þetta afgreitt fyrir mörgun öldum með vísu sem eignuð hefur verið ýmsum kjaftforum mektarskáldum: „Það er dauði og djöfuls nauð, / er dyggðasnauðir fantar, / safna auð með augun rauð / en aðra brauðið vantar ...“ Brauð rímar við auð: og peningar – eru þeir ekki svolítið eins og hveiti? Sumum finnst skynsamlegt að það sé geymt í risastórum skemmum, og geymt þar bara og geymt. Aðrir telja að réttlætismál sé að gera hveitið upptækt og dreifa því, eða öllu heldur láta Flokkinn taka það; alræmdasta dæmið um slíkt var í Úkraínu á fjórða áratug 20. aldar á valdatíma kommúnista sem ráku bændur af jörðum sínum og þetta kornforðabúr Evrópu var tæmt til ríkisnota svo að úr varð ein hryllilegasta hungursneyð síðustu aldar og milljónir sultu í hel. Nei. Við þurfum að skapa hvata til þess að fólk sem á öll þessi lifandis býsn af hveiti skapi eitthvað gott og hollt úr því. Til dæmis gott brauð. Þar þarf augljóslega gagnsætt og gott markaðsfyrirkomulag – hæfilega mikið ger, en ekki of mikið því þá hefast það um of. Það þarf að mæla það, líta eftir því, hafa hönd í bagga. Það þarf með öðrum orðum stjórnvaldsákvarðanir sem ýta undir það að nota hveitið frekar en að geyma það. Þetta er brauðgerðarkenningin. Það þarf að beinlínis að koma því svo fyrir að það borgi sig frekar að búa til brauð en að geyma hveitið í kornhlöðum. Eða svo að ég hætti nú að bögglast með þessa líkingu: það þarf að skattleggja ofsagróða; ekki eðlilegan sparnað af eðlilegum tekjum heldur ofsagróða. Það þarf að gera það eftirsóknarvert fyrir auðugt fólk að fjárfesta í grænum lausnum, grænni orku – með skattaívilnunum – en tómt tjón og tap af því að fjárfesta í grárri orku og loftslagsógn. Það þarf að virkja það afl sem í auðmagninu býr – ríkisvaldið býr yfir tækjum og tólum til að búa til auðmagnsvirkjanir – en gæta þess að það verði ekki að eyðingarafli – eins og óheftur kapítalisminn verður – eða stíflað með öllu, eins og gerist í ríkisvæðingu kommúnismans. Jafnaðarmenn aðhyllast nefnilega brauðgerðarkenninguna. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun