Camilla Rut heldur upp á afmælið sitt í vikunni. Vinkonur hennar tóku forskot á sæluna og fóru með hana í óvissuferð. Fóru þær meðal annars í brunch, á hestbak og voru svo með flöskuborð á Bankastræti Club um kvöldið.
Tobba Marínós opnaði veitingastað ásamt móður sinni
Þáttastjórnandinn og handritshöfundurinn Björg Magnúsdóttir fór í veiði í Langá ásamt Önnu Fríðu markaðsstjóra Bio Effect og góðum hópi kvenna. Anna Fríða birti stolt mynd af laxinum sínum.
Þórunn Antonía skellti sér í frumsýningarpartý fyrir þættina Fyrsta blikið. Hún var líka að tilkynna að hún var að ljúka jógakennaranámi á dögunum og sér ekki eftir því að hafa elt þann draum.
Bubbi Morthens er á kafi í leikhúsinu þessa dagana og sýndi frá 9 Líf sýningunni á Instagram.
Birgitta Haukdal skilaði nýrri jólabók í prentun.
Nína Dögg og fjölskylda voru flott á rauða dreglinum á Series Mania festival í Frakklandi.
Svala birti fallegar barnæskumyndir af sér með Krumma bróður sínum. Á einni myndinni er faðir þeirra Björgvin Halldórsson með þeim.
Vinkonurnar Birgitta Líf og Kristín Péturs keppa í þáttunum KVISS í vetur.
Berglind Alda og Höskuldur Þór frumsýndu um helgina sýninguna sína Hlið við hlið í Gamla bíói.
Nýgifti Róbert Wessmann birti fleiri myndir frá brúðkaupsveislunni og gestunum í Frakklandi.
Logi Pedro hélt upp á 29 ára afmæli sitt um helgina.
Sara Sigmunds sýndi nýju fatalínuna sína fyrir WIT-fitness á flottri tískusýningu í London. Hún tók auðvitað sjálf þátt í sýningunni.
Gauti fór í brúðkaup og skipti um föt á bílaplaninu.
Linda Pétursdóttir birti af sér flotta mynd.
Bylgjan hélt upp á 35 ára afmæli um helgina með pompi og prakt.
Pattra og Theodór Elmar tilkynntu að þau eiga von á öðru barni í mars á næsta ári. Pattra birti fallegt myndband á Instagram þar sem sonur þeirra Atlas fær gleðifréttirnar um leynigestinn.
Katrín Tanja nældi sér í maríulaxinn og var með afa sinn sér við hlið.
Donna Cruz minnir fólk á mikilvægi þess að slaka á.
Kristjana Arnars er í Tókýó á Ólympíuleikunum.
Sunneva Einars er sólarmegin í lífinu. Hún frumsýndi í vinunni fyrsta þáttinn af raunveruleikaþáttunum sínum #Samstarf.
Lára Clausen skellti sér út á lífið um helgina.
Salka Sól skemmti sér vel með Siggu Beinteins í Hörpu.
Unnur Eggertsdóttir fór á landsþing Vinstri Grænna um helgina, en hún er á landinu til þess að starfa sem kosningastjóri flokksins.
´Áslaug Arna birti myndir frá fundi flokksráðs- og formanna Sjálfstæðisflokksins.
Vilborg Arna var í Landmannalaugum um helgina í göngu.