Börnum bannað að spila meira en þrjá tíma í viku í Kína Samúel Karl Ólason skrifar 30. ágúst 2021 13:25 Ungur drengur spilar leik í síma. Getty Börn í Kína mega einungis spila netleiki í þrjá tíma á viku. Leikjafyrirtækjum hefur verið gert að ganga úr skugga um að börn geti ekki spilað slíka leiki nema frá klukkan átta til níu að kvöldi á föstudags, laugardags og sunnudagskvöldum. Börn mega einnig spila í klukkutíma á frídögum, samkvæmt nýjum reglum sem settar voru á í dag. Áður voru reglur í Kína á þá leið á börn máttu spila í þrjá tíma á dag um helgar og einn og hálfan tíma á virkum dögum. Þetta kemur fram í fréttum Guardian og Bloomberg sem vitna í ríkismiðla í Kína. Bloomberg segir virði hlutabréfa Tencent og Netease hafa lækkað verulega í dag. Reglurnar fela einnig í sér að allir netleikir verði að vera tengdir sérstöku kerfi ríkisins sem sporni gegn leikjafíkn og ekki verði hægt að spila þá án þess að skrá raunverulegt nafn og aldur. Þá verður opinbert eftirlit með leikjafyrirtækjum og því hvort verið sé að fylgja reglunum aukið verulega. Kommúnistaflokkur Kína hefur að undanförnu beitt sér af hörku við að koma böndum á stærstu tæknifyrirtæki landsins eins og Tencent og NetEase, sem eru umfangsmikil á sviði netleikja. Ráðamenn hafa sömuleiðis beint sjónum sínum að tölvuleikjaspilun barna og hafa lýst tölvuleikjum sem stafrænum fíkniefnum. Nýju reglurnar eru sagðar til marks um vilja ráðamanna í Kína til að koma í veg fyrir leikjafíkn meðal ungmenna og beina þeim að öðrum áhugamálum. Kína Leikjavísir Mest lesið Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Viðskipti innlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Fleiri fréttir Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Börn mega einnig spila í klukkutíma á frídögum, samkvæmt nýjum reglum sem settar voru á í dag. Áður voru reglur í Kína á þá leið á börn máttu spila í þrjá tíma á dag um helgar og einn og hálfan tíma á virkum dögum. Þetta kemur fram í fréttum Guardian og Bloomberg sem vitna í ríkismiðla í Kína. Bloomberg segir virði hlutabréfa Tencent og Netease hafa lækkað verulega í dag. Reglurnar fela einnig í sér að allir netleikir verði að vera tengdir sérstöku kerfi ríkisins sem sporni gegn leikjafíkn og ekki verði hægt að spila þá án þess að skrá raunverulegt nafn og aldur. Þá verður opinbert eftirlit með leikjafyrirtækjum og því hvort verið sé að fylgja reglunum aukið verulega. Kommúnistaflokkur Kína hefur að undanförnu beitt sér af hörku við að koma böndum á stærstu tæknifyrirtæki landsins eins og Tencent og NetEase, sem eru umfangsmikil á sviði netleikja. Ráðamenn hafa sömuleiðis beint sjónum sínum að tölvuleikjaspilun barna og hafa lýst tölvuleikjum sem stafrænum fíkniefnum. Nýju reglurnar eru sagðar til marks um vilja ráðamanna í Kína til að koma í veg fyrir leikjafíkn meðal ungmenna og beina þeim að öðrum áhugamálum.
Kína Leikjavísir Mest lesið Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Viðskipti innlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Fleiri fréttir Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira